„Nýbirtar janúar verðbólgutölur komu á óvart, en verðbólgan hefur ekki mælst jafn há í næstum fjögur ár eða 2,4%. Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Kristrúnar Frostadóttur, aðalhagfræðings Kviku, í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í gær.
Í greininni fjallar Kristrún um verðbólguhorfur þessi misserin, og ýmsa áhrifavalda sem að baki verðbólgunni liggja. „Á næstu misserum mun þó reyna verulega á verðbólgumarkmiðið, enda má færa sterk rök fyrir því að svo til allt hafi lagst með okkur síðustu árin; lág alþjóðleg verðbólga, lágt olíuverð, styrking krónunnar og aukin samkeppni innanlands. Flestir þættir eru nú að þróast í aðra átt. Hagvöxtur í Evrópu var 2,5% á síðasta ári, sá mesti síðan 2007, upp um 1,8% frá 2016. Búist er við því að verðbólgan taki nú við sér á svæðinu og aðhald peningastefnunnar aukist. Vestanhafs eru einnig sterk merki um aukna verðbólgu og búist við vaxtahækkunum, en Brent olíuverð hefur hækkað um 50% í dollurum frá því síðasta sumar. Hvað varðar krónuna, þá þarf ekki spá sem hljóðar upp á gengisveikingu til að auka verðbólguþrýsting. Minni gengisstyrking en mældist hér síðastliðin ár er nóg til að draga úr mótvægisáhrifum á innlenda verðbólguþætti.“
Hægt er að gerast áskrifandi Vísbendingar hér.