Mátu það þannig að ekki ætti að ákæra vegna ársreikninga

Stefán Svavarsson og Jón Þ. Hilmarsson, endurskoðendur, segja hina föllnu banka hafa gefið kolranga mynd af efnahagslegum styrk í ársreikningum árið 2007.

Ólafur Þór Hauksson
Auglýsing

Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari og áður sér­stakur sak­sókn­ari, segir að mál er snerta end­ur­skoðun á reikn­ingum hina föllnu banka, Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings, hafi verið skoðuð ofan í kjöl­inn og að lokum ákveðið að ákæra ekki vegna þeirra þátta.

Eins og greint var frá á vef RÚV á dög­unum, þá er rann­sókn á hrun­málum nú lok­ið, og á aðeins eftir að ljúka með­ferð mála sem nú eru til með­ferðar í dóms­kerf­inu. Nú, tæp­lega ára­tug eftir hrun­ið, hefur ekki verið höfðað eitt ein­asta dóms­mál vegna rangra árs­reikn­inga bank­anna. „Árs­reikn­ingar bank­anna og end­ur­skoðun þeirra komu til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og naut emb­ættið við þá rann­sókn aðstoðar bæði inn­lendra og erlenda sér­fræð­inga. Rann­sókn­irnar leiddu hins vegar ekki til ákæru þar sem ákær­andi taldi það sem fram var komið við rann­sókn­arnar ekki nægi­legt eða lík­legt til sak­fell­is. Þess ber þó að geta að í svoköll­uðu Milestone máli voru end­ur­skoð­endur sak­felld­ir,“ segir Ólafur Þór í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Tveir af þeim sem veittu sér­stökum sak­sókn­ara ráð­gjöf við rann­sókn á þætti end­ur­skoð­enda og fram­setn­ingu árs­reikn­inga, Stefán Svav­ars­son og Jón Þ. Hilm­ars­son, segja í grein sem þeir birtu á vef Við­skipta­blaðs­ins á dög­unum, að árs­reikn­ingar bank­anna á árinu 2007 hafi gefið kol­ranga mynd af stöðu þeirra, og að eigið fé þeirra hafi verið rang­lega metið um að minnsta kosti 50 pró­sent.

Auglýsing

Meg­in­á­stæða þess, sam­kvæmt Stef­áni og Jóni, var sú að fjár­mögnun bank­anna á eigin hlutafé var rang­lega eign­færð í reikn­ing­um. Bera þeir meðal ann­ars saman evr­ópskar og banda­rískar regl­ur, þegar kemur að end­ur­skoðun reikn­inga banka, og segja íslensku bank­anna ekki hafa lagt spilin rétt á borð­ið, þegar kom að fyrr­nefndum þátt­um. Þetta hafi valdið miklu tjóni fyrir mark­að­inn, þar sem fjár­festar hafi fengið rétt mynd af stöðu mála.

Er það mat þeirra, að hrun bank­anna haustið 2008 - þegar þeir féllu eins og spila­borg á þremur dögum 7. til 9. októ­ber - hafi ekki síst verið vegna þessa þátt­ar, þar sem styrkur þeirra hefði verið miklu minni en opin­berir reikn­ingar gáfu til kynna.

PWC var end­ur­skoð­andi Glitnis og Lands­bank­ans en KPMG sáu um end­ur­skoðun á reikn­ingum Kaup­þings.

Sautján hrunmálum hefur lokið með dómi, þar af hefur verið sakfellt að öllu leyti eða hluta í þrettán málum og sýknað í fjórum.

Í grein­inni segja þeir meðal ann­ars: „Það kemur fram í ágætri umfjöllun í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar alþingis (RNA) að í árs­lok 2007 hafi 230 millj­arðar kr. af lánum til kaupa á hluta­bréfum í bönk­unum sjálfum verið færð í efna­hags­reikn­ingum undir safn­heit­inu útlán.  Nefndin tekur ekki skýra afstöðu til þess hvort flokkun lán­anna meðal útlána hafi verið rétt­mæt en nefnd­inni virð­ist það hafa verið nokk­urt álita­efni og kallar þannig fengið eigið fé veikt; nýtt hug­tak og hvorki þekkt úr heimi reikn­ings­skila­fræða né fjár­mála­fræða í þessum skiln­ingi. Og þá kemur ekki til greina að eig­in­fjár­fram­lög séu af mis­mun­andi styrk­leika með hlið­sjón af almennum fyr­ir­mælum um inn­borgun hluta­fjár sam­kvæmt ákvæðum hluta­fé­laga­laga og þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að fall­ast á að hug­takið veikt eigið fé eigi sér til­veru­rétt eins og RNA notar það.   Þessi fram­setn­ing í reikn­ings­skilum sam­rým­ist alls ekki reikn­ings­halds­reglum og lög­um. Hér verður einnig að líta til 104. gr. laga um hluta­fé­lög um bann við lán­veit­ingu til hlut­hafa til að fjár­magna kaup á hlutum í félag­inu með þeim und­an­tekn­ingum sem þar grein­ir. Kaup bank­anna á eigin bréfum voru komin vel upp fyrir 40% að mati RNA og er ástæða til að ætla að ekki sé van­metið nema síður væri.  Ákvæði 55. gr. laga um hluta­fé­lög mælir fyrir um að 10% hlut­fall sé almennt hámark kaupa á eigin bréf­um.  Burt­séð frá laga­á­kvæð­inu þá er almennt ekki hyggi­legt að lækka eigið fé með kaupum á eigin bréfum við þröngan fjár­hag og alls ekki að segja rang­lega frá þeirri stað­reynd í reikn­ings­skilum hluta­fé­lags á mark­að­i,“ segir í grein­inni, sem ber heit­ið, Eigið fé úr engu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent