F-16 herþota hers Ísraels var skotin niður í Sýrlandi í nótt, en samkvæmt tilkynningu frá hernum, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til, var þotan að bregðast við dróna árás á landsvæði Ísraels, og flaug inn á yfirráðasvæði Sýrlands.
Neyðarflautur á jörðu niðri fóru í gang, en Ísraelsher segir herþotuna hafa eyðilagt dróna, og að Íran hafi staðið að baki árásunum.
Tveir flugmenn, sem í þotunni voru, komust úr vélinni og svifu til jarðar í fallhlífum, ómeiddir. Talið er fullvíst að Sýrlandsher hafi skotið þotuna niður.
Photos show the site where #Israel F16 jet crashed after its operation inside #Syria against #Assad's T4 base after Israel shot down an #Iran drone launched from Syria & in response struck Iranian #Assad #Hezbollah targets there on Saturday pic.twitter.com/oQCZUajF7D
— SaadAbedine (@SaadAbedine) February 10, 2018
Samkvæmt umfjöllun BBC voru hörð átök á landamærum Ísraels, Jórdaníu og Sýrlands, þegar þotan var skotin niður.
Búast má við frekari yfirlýsingum vegna atviksins, en átök á svæðinu þar sem þotan var skotin niður hafa að undanförnu farið harðnandi, samkvæmt umfjöllun BBC.
Íbúar í Sýrlandi eru 18,4 milljónir, en talið er að meira en helmingur þeirra sé nú á flótta, ýmist innan lands eða utan.