Í fréttatilkynningu á vef Seðlabanka Lettlands segir að boðað hafi verið til neyðarfundar hjá ríkisstjórn Maris Kucinskis, forsætisráðherra Letta, vegna lögregluaðgerða sem meðal annars beinast að seðlabankastjóra Lettlands, Ilmars Rimsevices.
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Lettlandi hefur handtekið hann í tengslum við rannsókn sem nú stendur yfir hjá lögreglunni. Að öðru leyti hefur lögreglan varist frétta.
Members of the Council and of the Board of Latvijas Banka ensure uninterrupted functioning of the national central bank, inter alia, in cooperation and in consultation with the Latvian government, the @FKTK_lv , @Finmin , @ecb and international partners.
— Latvijas Banka (@LatvijasBanka) February 18, 2018
Lettneskir fjölmiðlar greina frá því að húsleit hafi verið gerð á heimili hans og skrifstofu í húsnæði Seðlabanka Lettlands, og að rannsóknin beinist að spillingu innan lettneska stjórnkerfisins.
Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að tveir bankar landsins hafi verið sektaðir í júlí í fyrra, vegna fjármagnshreyfinga til Norður-Kóreu, en þær voru í trássi við efnahagsþvinganir gagnvart landinu.
Ekki er vitað enn, hvort handtakan nú, sé hluti af rannsókn á þeim aðgerðum.
Lettland er eitt Eystrasaltsríkja og búa þær tæplega tvær milljónir manna.