Forsætisnefnd ætlar að opna sérstakan vef þar sem allar upplýsingar verða um greiðslur til þingmanna og þær verða rekjanlegar.
Frá þessu er greint á vef RÚV, en mikil umræða hefur skapast um ógagnsæi þegar kemur að greiðslum til þingmanna, einkum vegna akstursgreiðslna til þeirra.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í viðtali við RÚV að það hafi verið samstaða um það í forsætisnefnd um að gera opinberar allar greiðslur til þingamanna, þar á meðal vegn endurgreiðslu á aksturskostnaði.„Það sem varð svo undir á fundinum fyrst og fremst var það hvernig Alþingi mun standa að upplýsingagjöf um greiðslur til þingmanna og endurgreiðslur á kostnaði í framhaldinu og það var mjög góður andi í þeirri umræðu og mikil samstaða um að fara þar í verulegar breytingarog opna og opna inná þessi mál þannig að það ríki fullkomið gagnsæi um þau,“ segir Steingrímur í viðtali við RÚV.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað, og voru greiðslur til hans þær mestu af þingmönnum.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að skýra þurfi reglurnar og veita upplýsingar um greiðslurnar, og um það var meðal annars rætt á fundi forsætisnefndar, eins og greint var frá á vef Kjarnans fyrr í dag.