Úttekt gerð á endurgreiddum aksturskostnaði umfram keyrslu

Forsætisnefnd fundaði um endurgreiðslur útlagðs kostnaðar til þingmanna í morgun. Nefndin hefur kallað eftir úttekt skrifstofustjóra Alþingis á því hvernig lögum um þingfararkaup hefur verið háttað og þeim framfylgt.

Jón Þór Ásmundur
Auglýsing

For­sætis­nefnd fund­aði um end­ur­greiðslur kostn­aðar til þing­manna í morg­un. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Jón Þór Ólafs­son nefnd­ar­maður og þing­maður Pírata og næstu skref séu þau að nefndin hefur kallað eftir úttekt skrif­stofu­stjóra Alþingis á því hvernig lögum um þing­far­ar­kaup hefur verið háttað og þeim fram­fylgt. Það er að segja, hvers vegna þing­mönnum sem keyrt hafa meira en 15 þús­und kíló­metra á eigin bíl hafi fengið end­ur­greiddan akst­urs­kostnað umfram þá keyrslu. Í reglum Alþingis sé kveðið á um að eftir svo mikla keyrslu skuli þing­menn taka bíla­leigu­bíl frekar en að keyra á sínum eigin þar sem það sé ódýr­ara.

Jón Þór, sem lýsti því yfir fyrir helgi að hann hygð­ist leggja það til í nefnd­inni að máli Ásmundar Frið­riks­son­ar, sem fékk í fyrra 4,6 millj­ónir í end­ur­greiddan akst­urs­kostn­að, verði vísað til siða­nefndar Alþing­is. Í siða­regl­unum er þing­mönnum gert að sjá til þess að end­ur­greiðsla fyrir útgjöld sé í full­komnu sam­ræmi við reglur sem settar eru um slík mál. Í regl­unum er einnig kveðið á um að alþing­is­menn skuli nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti og ekki nýta stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra.

Auglýsing
Jón Þór segir eðli­legt að skoða fyrst hvort að settum lögum hafi verið fram­fylgt áður en skoðað verði hvort brotið hafi verið gegn siða­regl­um.

Jón Þór segir einnig að þar sem for­sætis­nefndin sé í raun stjórn þings­ins sé erfitt fyrir þá þing­menn sem í nefnd­inni sitja að í raun rann­saka sig sjálfa. Hann bendir þó á að hver sem er, þar með tal­inn almenn­ing­ur, geti sent inn erindi um að við­kom­andi sýn­ist þing­maður hafa brotið siða­regl­ur. „Þá verður for­sætis­nefnd að taka upp það erindi og vinna með það,“ segir Jón Þór.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent