Það er ekki einelti að fjalla um sjálftöku á opinberu fé

Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son fékk 4,6 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá Alþingi á síð­asta ári vegna akst­urs, eða 385 þús­und krónur skatt­frjálst á mán­uði. Hann hefur sjálfur sagt að lík­lega sé hann með hæstar end­ur­greiðslur flest þau ár sem hann hefur setið á þingi. Sé það rétt hefur Ásmundur fengið 24,3 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá árinu 2013, skatt­frjálst.

Eftir að þessar tölur voru opin­ber­aðar hefur meðal ann­ars komið fram að FÍB hafi reiknað út að það kosti ein­ungis um tvær millj­ónir króna að reka bíl eins og Ásmundar miðað við þá keyrslu sem hann hefur gefið upp. Keyrslan er á við það sem með­alleigu­bíl­stjóri, sem vinnur við akst­ur, keyrir atvinnu­bif­reið sína á ári. Ásmundur er ekki leigu­bíl­stjóri. Hann er þing­mað­ur.

Ein­elti

Í við­tali við Kast­ljósi í síð­ustu viku, þar sem þessi akstur var til umræðu, sá Ásmundur hins vegar lítið athuga­vert við atferli sitt. Hann stillti mál­inu upp sem aðför borg­ar­búa (sem hann kall­aði 101 rott­ur) gegn lands­byggð­inni. Það væri lýð­ræð­is­lega mik­il­vægt að þing­menn eins og hann gætu farið í heim­sókn til kjós­enda sinna. „Ég verð bara að segja eins og er að þið eruð alltaf að fara í þennan leik. Þið eruð búin að vera í heila viku að fjalla um þetta hérna, hérna á Rík­­is­út­­varp­inu, og hérna ég verð nú að segja það eins og er að það er nú gengið nokkuð nærri manni með þetta. Fólk hefur sagt við mig að þetta er miklu lík­­­ara ein­elti heldur en frétta­­flutn­ing­i,“ sagði Ásmund­ur.

Auglýsing

Hann bætti við, í sam­tali við Mbl.is, að fólk hefði komið að máli við sig og velt því upp hvort hann og Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra fái verri út­reið en aðrir í fjöl­miðlum eins og RÚV og Kjarn­an­um sök­um skoð­ana sinna tengda út­­lend­inga­­mál­­um. Þau vilji bæði „taka til“ í út­­lend­inga­­mál­um og sök­um þess sé lagt harðar að þeim en öðrum stjórn­­­mála­­mönn­­um.

Ásmundur telur sig því í raun fórn­ar­lamb í mál­inu, ekki ger­anda.

Til­tekt

Það er nán­ast allt í þeirri upp­lifun fjar­stæðu­kennt. Í fyrsta lagi er eðli­legt aðhald fjöl­miðla að kjörnum full­trúum sem hafa orðið upp­vísir af mögu­legri sjálftöku opin­berra fjár­muna ekki ein­elti og það er van­virð­ing við þá sem verða raun­veru­lega fyrir slíku böli að halda því fram. Það er bein­línis hlut­verk fjöl­miðla að fjalla um slík til­vik og þeir væru að bregð­ast algjör­lega ef þeir gerðu það ekki.

Í öðru lagi þá hefur Ásmundur Frið­riks­son ekki orðið upp­vís að því að vilja „taka til“ í útlend­inga­mál­um. Hann hefur hins vegar haldið uppi mál­flutn­ingi, og skrifað grein­ar, um útlend­inga sem byggja á upp­lognum stað­hæf­ingum og hafa þann eina til­­­gang að nær­a hræðslu sem er sprottin af full­kominni van­þekk­ingu á raun­veru­­leik­an­­um. Mál­flutn­ingur Ásmundar í þessum mála­flokki hefur verið hlað­­borð af útlend­inga­andúð og mann­vonsku sem sett er fram til að reyna að skapa sér póli­­tíska stöðu. Þetta er ekki skoð­un, heldur stað­reynd. Og hefur allt verið hrakið ítar­lega áður.

Auk þess gerir hann Sig­ríði Á. And­er­sen enga greiða með því að setja þau í sama hólf í þessum mál­um. Hún er ráð­herra mála­flokks­ins og hefur tekið ýmsar ákvarð­anir honum tengdum sem skiptar skoð­anir hafa verið um. En Sig­ríður hefur aldrei borið á torg falskar stað­hæf­ingar um útlend­inga til að kveikja útlend­inga­andúð­ar­bál, líkt og Ásmundur gerir reglu­lega. Ástæða þess að Sig­ríður er mikið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum eru þær að hún braut gegn stjórn­sýslu­lögum við skipun dóm­ara og afleið­ingar þess virð­ast engan enda ætla að taka. Sú gjörð teng­ist ekki með nokkrum hætti útlend­ing­um.

Sjálf­taka og/eða fjár­svik

Frétta­blaðið ræddi akst­urs­mál þing­manna við Jón Þór Óla­son, sér­fræð­ing í refsirétti, í vik­unni. Þar sagði hann: „Ef maður fram­vísar til­hæfu­lausum reikn­ingum og er að búa eitt­hvað til í því skyni að auðg­ast sjálf­ur, þá er maður að blekkja þann sem á að greiða reikn­ing­inn. Leiði slíkur reikn­ingur til greiðslu er blekk­ingin búin að ná árangri og sá sem sér um útgreiðsl­una er í villu. Það eru fjár­svik.”

Sam­kvæmt reglum um akst­urs­greiðslur til þing­manna á að end­ur­greiða kostn­að­inn þegar þeir eru að sinna starfi sínu sem þing­menn. Sér­stak­lega er til­greint í regl­unum að greiðsl­urnar séu vegna funda sem þing­menn­irnir eru boð­að­ir.

Það er uppi rök­studdur grunur um að Ásmundur hafi látið skatt­greið­endur greiða fyrir mun meiri keyrslu en þeim er ætlað að standa kostnað af fyrir þing­menn. Raunar er það meiri en grun­ur. Ásmundur gekkst nefni­lega við því í síð­ustu viku að nota bif­reið sína í próf­kjörs­bar­áttu sinni. Hann við­ur­kenndi líka að ríkið hefði greitt fyrir akstur á starfs­mönnum ÍNN þegar þeir tóku upp sjón­varps­þátt­inn Auð­linda­kistan, með Ásmund í aðal­hlut­verki.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði í Viku­lok­unum um helg­ina að hann væri til­bú­inn að full­yrða að þing­menn væru að toga og teygja reglur um end­ur­greiðsl­ur.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á alla lands­byggð­ar­þing­menn sem enn sitja á þingi og sátu einnig á því í fyrra. Þar var spurt um akst­urs­kostnað þeirra. Eftir að þau svör bár­ust liggja fyrir nöfn fimm þeirra sem sitja í efstu tíu sæt­unum yfir end­ur­greiddan kostn­að. Í öðru sæti á list­anum er Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann fékk um þrjár og hálfa milljón króna end­ur­greiddar í fyrra, eða 288 þús­und krónur á mán­uði skatt­frjáls. Hinir þrír á topp tíu list­anum sem hafa opin­berað keyrslu sína eru Oddný Harð­ar­dótt­ir, Páll Magn­ús­son og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Þau eru öll með end­ur­greiðslur sem eru undir 2,5 millj­ónum króna á ári og í neðri hluta topp tíu list­ans.

Rann­sókn

Fyrir rúmum tveimur ára­tugum var ráð­herra í Sví­þjóð staðin að því að kaupa Tobler­one, bleyjur og fleiri smá­muni með kredit­korti frá rík­inu. Hún var sem­sagt að fjár­magna einka­neyslu sína með opin­beru fé. Ráð­herr­ann greiddi þetta allt til baka og sagð­ist hafa litið á notkun á kort­inu sem fyr­ir­fram greidd laun. Hún þurfti samt sem áður að segja af sér. Í fríð­inda­hneyksl­inu í Bret­landi fyrir tæpum ára­tug þurfti hópur ráð­herra og þing­manna að segja af sér í kjöl­far þess að þeir hag­nýttu sér end­ur­greiðslur vegna kostn­aðar frá þing­inu langt umfram það sem eðli­legt þótti. Hluti þeirra var sóttur til saka og dæmdir til fang­els­is­vist­ar. Upp­hæð­irnar voru í flestum til­fellum mun lægri en þær sem um ræðir í akst­urs­máli íslensku þing­mann­anna. 

Þessi staða sem upp er komin hér­lendis gerir það að verkum að algjör­lega nauð­syn­legt er að ráð­ast í tæm­andi rann­sókn á því hvort Ásmund­ur, og allir hinir þing­menn­irnir sem þegið hafa umtals­verðar greiðslur vegna akst­urs, hafi mis­farið með opin­bert fé og þar með framið fjár­svik. Slíkt brot er svo alvar­legt að við því liggur allt að tólf ára fang­elsi. Ef ein­hver þeirra sem hlotið hafa end­ur­greiðslur verða upp­vís af því að hafa rukkað fyrir notkun sem ekki fellur undir starf þing­manns, eða opin­berað verður að þau hafi gefið út falska reikn­inga, þá eiga þau sam­stundis að segja af sér og sækja ætti þau til saka. Engu máli skiptir hvort við­kom­andi heiti Ásmund­ur, Odd­ný, Vil­hjálm­ur, Silja eða eitt­hvað ann­að, og engu máli skiptir í hvaða flokki við­kom­andi er. Fjár­svik eiga hvergi að líð­ast í sam­fé­lag­inu. Alþingi er þar engin und­an­tekn­ing.

Ástæða þess að Ásmundur er í for­grunni umfjöll­un­ar­innar er að meint sjálf­taka hans er umfangs­mest allra. Hún byggir á vali hans um að rukka Alþingi með þeim hætti sem hann hefur gert í gegnum árin. Þess vegna er hann hold­gerv­ingur máls­ins. Og það er engum nema Ásmundi sjálfum að kenna.

Lýð­ræðið

Margir sam­flokks­menn Ásmundar hafa varið hann opin­ber­lega. Sagt að gagn­rýnendur skilji ekki hlut­verk lands­byggð­ar­þing­manna og hvað felist í því. Það sé verið að refsa honum fyrir að vera dug­leg­ur.

En Ásmund­ur, sem setið hefur á Alþingi frá árinu 2013, virð­ist ekki vera sér­lega dug­legur þing­maður á alla mæli­kvarða. Hann sagði í áður­nefndu Kast­ljós­við­tali að hann væri með með aðra eða þriðju bestu mæt­ingu á nefnd­ar­fundi af öllum þing­mönn­um. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, leið­rétti það snar­lega og benti á að hann hafi verið í 24-38 sæti yfir mæt­ingu aðal­manna á nefnd­ar­fundi á síð­ustu fjórum þing­um.

Ásmundur hefur verið fyrsti flutn­ings­maður eins frum­varps þann tíma sem hann hefur setið á þingi, sem varð ekki að lög­um. Það lagði hann fram í sept­em­ber 2015. Hann hefur lagt fram fjórar þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem fyrsti flutn­ings­mað­ur. Þar af eina frá því haustið 2015. Sú sner­ist um að fela ætti sam­göngu­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem ætti að kanna hvort það væri ekki góð hug­mynd að grafa göng milli meg­in­lands og Vest­manna­eyja. Hann hefur lagt fram fimm fyr­ir­spurnir á þessum árum. Tvær snér­ust um Herj­ólf og ein um lög­fræði­kostnað og máls­með­ferð­ar­hraða hæl­is­leit­enda. Póli­tískar hug­sjónir hans virð­ast fyrst og síð­ast snú­ast um útlend­inga­andúð og sér­tæk sam­göngu­mál á Suð­ur­landi, aðal­lega tengd fæð­ing­arbæ hans Vest­manna­eyj­um.

Hinn meinti dugn­aður Ásmundar virð­ist helst fel­ast í því að hann er í kosn­inga­bar­áttu allt kjör­tíma­bil­ið. Meg­in­til­gangur Ásmundar í stjórn­málum virð­ist ekki vera mál­efna­legur eða ein­hver hug­sjón, heldur sá að við­halda stöðu sinni sem þing­mað­ur. Hann keyrir um á kostnað skatt­greið­enda til að hitta fólk og sann­færa það um að kjósa sig, bæði í próf­kjörum og siðan í kosn­ing­um. Flestir ættu að vera sam­mála um að kostn­aður vegna þessa ætti að lenda á Ásmundi sjálfum eða flokki hans, ekki skatt­greið­end­um. Próf­kjörs­bar­átta og kaffi­spjall flokk­ast ekki undir starfs­skyldur þing­manna. Þess utan er það feiki­lega ólýð­ræð­is­legt að sitj­andi þing­maður hafi það for­skot á aðra sem vilja kom­ast á þing, hvort sem það er innan flokks Ásmundar í gegnum próf­kjör eða fram­bjóð­endur ann­arra flokka, að kostn­aður hans við kosn­inga­bar­áttu sé nið­ur­greiddur um tæpar fjögur hund­ruð þús­und krónur á mán­uði, allt árið í kring. Skatt­frjálst. Þá er ekki verið að keppa á jafn­ræð­is­grund­velli.

Gegn­sæi

Fyrir ekki svo mörgum árum voru hvorki stjórn­sýslu­lög né upp­lýs­inga­lög á Íslandi. Þá gátu ráða­menn í raun bara gert það sem þeir vildu. Og upp­lýstu um það sem þeim hent­aði. Þótt færa megi rök fyrir því að sér­stak­lega upp­lýs­inga­lögin séu mjög ófull­komin þá hafa þau að minnsta kosti búið til réttar for­sendur og stundum virkað sem tæki fyrir fjöl­miðla og almenn­ing að nálg­ast upp­lýs­ingar sem eiga fullt erindi við báða. Mjög nauð­syn­leg skref hafa verið stigin fram á við.

Vand­ræða­gang­ur­inn sem hefur orðið eftir að Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata og ötul­asti fyr­ir­spyrj­andi Alþing­is, fékk tak­markað svar við spurn­ingu um end­ur­greiðslur til þing­manna vegna akst­urs, sem fjöl­miðlar höfðu reynt að fá fram árum sam­an, hefur opin­berað skýrt hversu langt við eigum í land með að vera eðli­legt vest­rænt sam­fé­lag.

Það er því jákvætt að afleið­ingin af fyr­ir­spurn Björns Leví, og í kjöl­farið umfjöllun fjöl­miðla, er sú að enn eitt leynd­ar­vígið virð­ist vera fall­ið. Um helg­ina sögðu leið­togar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Bjarni Bene­dikts­son, að auka þurfi gegn­sæi um starfs­kjör kjör­inna full­trúa.

Eðli­leg­ast væri að allar upp­lýs­ingar um allar greiðslur sem þeir fá séu birtar á heima­síðu Alþingis þannig að eng­inn vafi sé um hver raun­kjör þeirra eru. Málið á líka að vera skýr hvati til stjórn­valda að auka á allt gagn­sæi í stjórn­sýsl­unni og birta allar upp­lýs­ingar um ákvarð­anir og aðgerðir sem ógna ekki þjóðar­ör­yggi. Það er eina leiðin til að draga úr tor­tryggni í garð stjórn­valda sem hafa orðið upp­vís af því trekk í trekk á und­an­förnum ára­tug að sýna af sér leynd­ar­hyggju og geð­þótta­vald. Það á um alla flokka sem setið hafa á valda­stólum frá árinu 2009.

En fyrst og síð­ast ber stjórn­völdum að sýna það í verki að rök­studdur grunur um fjár­svik –mis­notkun á opin­beru fé – sé ekki sýnd léttúð eða umburð­ar­lyndi vegna þess að þeir sem grun­aðir eru um verkn­að­inn séu sam­þing­menn þeirra. Það er ekki nóg að ætla að læra af mis­tök­unum og lofa að sjálftök­unni verði hætt frá og með deg­inum í dag.

Ákvörð­un­um, sem teknar eru af fúsum og frjálsum vilja, verða að fylgja ábyrgð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari