Lögum um fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna fatlaðra og langveikra barna breytt

Löggjöf um fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna fatlaðra og langveikra barna hefur verið gagnrýnd, m.a. af foreldrum sem vilja stunda nám samhliða því að hugsa um barnið sitt. Nú gefst fólki tækifæri til að senda umsögn um tillögur að breytingum.

Barn Mynd: Pexels
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur birt til umsagnar áfanga­skýrslu með til­lögum starfs­hóps sem vinnur að end­ur­skoðun lög­gjafar um fjár­hags­legan stuðn­ing til fjöl­skyldna fatl­aðra og lang­veikra barna. Frestur til að skila umsögnum er til 12. mars næst­kom­andi.

Þetta kemur fram á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins

Haldið hefur verið uppi nokkur gagn­rýni á lögin eins og þau eru í dag, meðal ann­ars af for­eldrum sem ann­ast fötluð eða lang­veik börn sam­hliða námi. Í við­tali Kjarn­ans við Tinnu Sif Guð­munds­dóttur í jan­úar síð­ast­liðnum bendir hún á órétt­lætið sem felist í því að neita fólki í námi um for­eldragreiðsl­ur. 

Í áfanga­skýrslu starfs­hóps­ins til félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra kemur meðal ann­ars fram að eitt af mark­mið­unum með til­lögum starfs­hóps­ins sé að koma í veg fyrir félags­lega ein­angrun for­eldra lang­veikra og fatl­aðra barna og tryggja þeim eins og unnt er eðli­legt líf, svo sem félags­lega þátt­töku og tæki­færi til mennt­unar og virkni á vinnu­mark­aði. Þetta segir Rakel Dögg Ósk­ars­dótt­ir, for­maður starfs­hóps­ins, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi úrræði fyrir for­eldra í námi með fötluð eða lang­veik börn. 

Auglýsing

Rakel bendir jafn­framt á að áfanga­skýrsla starfs­hóps­ins hafi verið birt á heima­síðu vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins og Sam­ráðs­gátt stjórn­ar­ráðs­ins þar sem öllum gefst kostur á að senda umsagnir um skýrsl­una og muni starfs­hóp­ur­inn taka þær umsagnir til frek­ari skoð­un­ar. 

Ekki gert ráð fyrir því að ungir for­eldrar eigi veik börn

Tinna Sif Guð­munds­dóttir er 24 ára gam­all laga­nemi við Háskól­ann í Reykja­vík sem varð fyrir því áfalli síð­ast­liðið sumar að fjög­urra ára dóttir henn­ar, Car­itas Rós, veikt­ist og greind­ist með bráða­hvít­blæði. Tinna varð að hætta eftir ein­ungis tvær vikur í sum­ar­vinnu sinni.

Tinna segir að eftir að Car­itas greind­ist hafi hún áttað sig á því að kerfið á Íslandi sé mein­gallað og mis­muni fólki eftir því hvað það ger­ir. Hún á ekki rétt á for­eldragreiðslum frá Trygg­inga­stofnun þar sem hún vill ekki leggja nám sitt á hill­una þrátt fyrir veik­indi Caritasar.

„Ég taldi mig full­færa um að halda áfram og mér gekk ótrú­lega vel. Hvernig má það vera að ég, sem er for­eldri í námi þegar barnið mitt veik­ist og ákveð að halda áfram í fjar­námi, þrátt fyrir veik­indi barns­ins míns, eigi minni rétt en það for­eldri sem er úti á vinnu­mark­aðnum og þarf að hætta í sinni vinn­u?“ spyr hún. „Og hvernig stendur á því að þegar maður er að ganga í gegnum þetta hrylli­lega sorg­ar­ferli, að barnið grein­ist með bráða­hvít­blæði, þurfi maður einn og óstuddur að leita réttar síns?“

Hægt er að lesa við­talið við Tinnu í heild sinni hér. 

SKB hvetur stjórn­völd til að leið­rétta stöðu náms­manna

SKB – Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna – sam­þykkti ályktun þann 9. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem stjórn þess tekur undir áskorun Umhyggju frá 3. jan­úar síð­ast­liðnum þar sem Umhyggja skorar á yfir­völd að leið­rétta taf­ar­laust þá mis­munun sem á sér stað gagn­vart þeim sem fá for­eldragreiðslur ann­ars vegar og hins vegar þeim sem fá grunn­greiðslur sam­kvæmt lögum um greiðslur til for­eldra lang­veikra eða alvar­lega fatl­aðra barna.

„Þeir sem fá for­eldragreiðslur geta verið í minnk­uðu starfs­hlut­falli sam­hliða greiðsl­unum og greitt af þeim í líf­eyr­is­sjóð og stétt­ar­fé­lag en hvor­ugt á við um grunn­greiðsl­ur, þ.e. ekki er hægt að fá þær sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli og ekki er heim­ilt að greiða af þeim í stétt­ar­fé­lag og líf­eyr­is­sjóð,“ segir í álykt­un­inni.

SKB hvetur stjórn­völd til að leið­rétta stöðu náms­manna SKB hvetur yfir­völd um leið til að leið­rétta stöðu náms­manna sem þurfa að sinna veikum börn­um. „Vilji þeir minnka náms­hlut­fall sitt fyr­ir­gera þeir rétti sínum til náms­lána en eiga ein­ungis rétt á greiðslum frá Trygg­inga­stofnun geri þeir algjört hlé á námi. Kost­irnir eru því tveir í stöð­unni. Annað hvort að fram­fleyta sér á náms­lánum og vera í fullu námi, sem er nán­ast óger­legt með alvar­lega veikt barn, eða fá greiðslur frá Trygg­inga­stofnun og hætta námi, sem er súrt í broti fyrir þann sem vill ekki missa niður þráð­inn og treystir sér til að sinna námi að hluta. t.d. í fjar­námi.

Þá vill SKB vekja athygli yfir­valda á stöðu þeirra for­eldra sem þurfa að vera frá vinnu vegna barna með óút­skýrð veik­indi. Það getur tekið langan tíma, stundum mán­uði eða ár, að greina orsakir veik­inda og á meðan grein­ing liggur ekki fyrir eiga for­eldrar ekki rétt á neinum greiðsl­um, jafn­vel þótt þeir verði fyrir tekju­missi vegna fjar­veru úr vinnu. Þarna er glufa í kerf­inu sem þyrfti svo sann­ar­lega að fylla upp í og bæta stöðu þeirra sem svona er ástatt um,“ segir enn fremur í ályktun SKB.

Loka­skýrsla til­búin í vor eða sum­ar 

Rakel segir í þessu sam­hengi að starfs­hóp­ur­inn hafi nýverið fjallað um nefnda ályktun SKB á fundi sínum en vel­ferð­ar­ráðu­neytið vís­aði erindi SKB til starfs­hóps­ins og muni hann á næst­unni fjalla nánar um þau atriði sem þar koma fram.

Starfs­hóp­ur­inn stefnir að því að skila loka­skýrslu til ráð­herra í vor eða sumar og verður þar meðal ann­ars tekin afstaða til þeirra álita­efna sem hér eru til umfjöll­un­ar, segir í svari Rakel­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent