Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar 2018 fundust m.a. rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi merkt 626.
Öll vinna hefur verið bönnuð á fyrrnefndum stöðum, samkvæmt ákvörðun eftirlitsins þar um. „Af framangreindum ástæðum var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talinn hætta búinn, uns búið er að gera úrbætur. Þrátt fyrir bannið getur Landspítalinn unnið að úrbótum,“ segir í tilkynningu á vef Vinnueftirlitsins.
Reglulega á undanförnum árum, hafa komið upp tilvik á Landspítalanum að rakaskemmdir hafa hamlað og komið í veg fyrir vinnu. Húsnæði er ónýtt á ýmsum svæðum, vegna rakaskemmda.