Hildur Björnsdóttir fær annað sætið

Heimildir Kjarnans herma að Hildi Björnsdóttur lögfræðingi hafi verið boðið annað sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon fá ekki sæti ofarlega á listanum.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds munu að líkindum leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds munu að líkindum leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Hildur Björns­dóttir lög­fræð­ingur muni verma 2. sætið á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara í maí.

Eyþór Arn­alds vann sem kunn­ugt er leið­toga­próf­kjör flokks­ins í lok jan­úar með yfir­burð­um. Þar lutu meðal ann­arra í lægra haldi þau Áslaug Frið­riks­dóttir og Kjartan Magn­ús­son núver­andi borg­ar­full­trúar sem munu ekki fá sæti á list­an­um, að minnsta kosti ekki nægi­lega ofar­lega til að eiga mögu­leika á sæti í borg­ar­stjórn.

Hildur starf­aði sem lög­maður hjá lög­mann­stof­unni Rétti og skrif­aði um tíð bak­þanka fyrir Frétta­blað­ið, en þar er á fleti tengda­móðir henn­ar, Kristín Þor­steins­dóttir rit­stjóri blaðs­ins. Hún kom fram í þætt­inum Á upp­leið sem Sindri Sindra­son gerði fyrir Stöð 2 árið 2015. Hún er einnig BA í stjórn­mála­fræði.

Auglýsing

Aðrir sem nefndir hafa verið sem eiga mögu­leika á sæti ofar­lega á lista eru þau Val­gerður Sig­urð­ar­dóttir starfs­maður Kóða ehf., Egill Þór Jóns­son félags­fræð­ingur og starfs­maður Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá mun Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi vera ofar­lega á list­anum og auk þess Katrín Atla­dótt­ir, starfs­maður CCP. Katrín var í 7. sæti á lista flokks­ins í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Vala Páls­dótt­ir, for­maður Land­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, hefur verið nefnd ítrekað í þessu sam­hengi, jafn­vel í öðru sæt­inu. Í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun jan­úar sagð­ist Vala vera spennt fyrir borg­ar­mál­unum og hafi fengið áskor­anir um að taka þátt í leið­toga­próf­kjör­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að hún sé ekki á list­an­um, að minnsta ekki ofar­lega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent