Hildur Björnsdóttir fær annað sætið

Heimildir Kjarnans herma að Hildi Björnsdóttur lögfræðingi hafi verið boðið annað sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon fá ekki sæti ofarlega á listanum.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds munu að líkindum leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds munu að líkindum leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Hildur Björns­dóttir lög­fræð­ingur muni verma 2. sætið á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara í maí.

Eyþór Arn­alds vann sem kunn­ugt er leið­toga­próf­kjör flokks­ins í lok jan­úar með yfir­burð­um. Þar lutu meðal ann­arra í lægra haldi þau Áslaug Frið­riks­dóttir og Kjartan Magn­ús­son núver­andi borg­ar­full­trúar sem munu ekki fá sæti á list­an­um, að minnsta kosti ekki nægi­lega ofar­lega til að eiga mögu­leika á sæti í borg­ar­stjórn.

Hildur starf­aði sem lög­maður hjá lög­mann­stof­unni Rétti og skrif­aði um tíð bak­þanka fyrir Frétta­blað­ið, en þar er á fleti tengda­móðir henn­ar, Kristín Þor­steins­dóttir rit­stjóri blaðs­ins. Hún kom fram í þætt­inum Á upp­leið sem Sindri Sindra­son gerði fyrir Stöð 2 árið 2015. Hún er einnig BA í stjórn­mála­fræði.

Auglýsing

Aðrir sem nefndir hafa verið sem eiga mögu­leika á sæti ofar­lega á lista eru þau Val­gerður Sig­urð­ar­dóttir starfs­maður Kóða ehf., Egill Þór Jóns­son félags­fræð­ingur og starfs­maður Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá mun Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi vera ofar­lega á list­anum og auk þess Katrín Atla­dótt­ir, starfs­maður CCP. Katrín var í 7. sæti á lista flokks­ins í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Vala Páls­dótt­ir, for­maður Land­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, hefur verið nefnd ítrekað í þessu sam­hengi, jafn­vel í öðru sæt­inu. Í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun jan­úar sagð­ist Vala vera spennt fyrir borg­ar­mál­unum og hafi fengið áskor­anir um að taka þátt í leið­toga­próf­kjör­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að hún sé ekki á list­an­um, að minnsta ekki ofar­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent