Ójöfnuður hefur áhrif á lífslíkur barna

Börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum.

Auglýsing
UNICEF krefst umbóta fyrir  mæður og börn þeirra.jpg

Börn sem fæð­ast í efna­minni ríkjum heims­ins eru 50 sinnum lík­legri til að deyja á fyrsta mán­uði lífs síns en þau börn sem fæð­ast í efna­miklum ríkj­um. Um 7,000 nýburar deyja á hverjum degi út um heim all­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem kynnt verður í dag.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að Ísland sé eitt örugg­asta land í heimi til að fæða barn eða í 2. sæti á eftir Japan og á undan Singapúr sem er í 3. sæti. Börn sem fæð­ast í Pakistan, Afganistan og Miðafr­íku­lýð­veld­inu eiga verstu lífslík­urn­ar. 

Skýrslan er upp­hafið að alþjóð­legu átaki UNICEF sem hefur það mark­mið að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heims­ins.

Auglýsing

Verið er að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum

Þrátt fyrir að stór­lega hafi dregið úr barna­dauða í heim­inum hefur ójöfn­uður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæð­ingu. Sam­kvæmt UNICEF er mikið áhyggju­efni að ennþá deyja 7,000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auð­veld­lega væri hægt að koma í veg fyr­ir, með betra aðgengi að færu heil­brigð­is­starfs­fólki og grunn­heilsu­gæslu á með­göngu og við fæð­ingu.

Bergsteinn Jónsson Mynd: Twitter„Tíðni nýbura­dauða eru gíf­ur­legt áhyggju­efni, einkum meðal fátæk­ustu ríkja heims“, segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi. „Í ljósi þess að meiri­hluti þess­ara dauðs­falla er fyr­ir­byggj­an­legur þá er aug­ljós­lega verið að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum og þeim sem búa á jaðri sam­fé­laga. Þar á ég til dæmis við dauðs­föll af völdum sýk­inga sem koma upp vegna slæms hrein­lætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæð­ing­u.“

Flest dauð­falla má koma í veg fyrir

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að í efna­minni ríkjum heims­ins er með­al­tíðni nýbura­dauða 27 börn af hverjum 1000. Í efna­miklum ríkjum er sama dán­ar­tíðni 3 börn af hverjum 1000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættu­leg­ustu stöðum í heim­inum til að fæða börn eru í Afr­íku sunnan Sahara.

Meira en 80 pró­sent af dauðs­föllum nýfæddra barna má rekja til fæð­inga fyrir tím­ann, vanda­mála sem koma upp í fæð­ingu eða sýk­inga á borð við lungna­bólgu, heila­himnu­bólgu og blóð­eitr­un­ar, segir í skýrsl­unni. Flest þess­ara dauðs­falla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki ásamt hreinu vatni, sótt­hreins­un, ódýrum lyfj­um, aðstoð við brjósta­gjöf og með góðri nær­ingu.

Öll börn eiga að fá tækifæri til að lifa og dafna. Mynd: UNICEF

Ef dán­ar­tíðni nýfæddra barna á heims­vísu næði með­al­tali hátekju­ríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki og ljós­mæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þús­undir verð­andi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Nor­egi eru 218 lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar og ljós­mæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlut­fallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómal­íu.

Berg­steinn segir að þetta und­ir­striki ójöfn­uð­inn. „Konur eign­ast oft börn sín án nokk­urrar aðstoðar fag­fólks, sökum fátækt­ar, átaka og veikra inn­viða. Við höfum tækn­ina og þekk­ing­una sem þarf, en hún er utan seil­ingar fyrir þá sem verst standa.“

Ýmsar leiðir mögu­legar til að hjálpa

Til þess að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða fyrir hönd nýbura heims­ins hefur UNICEF sett af stað alþjóð­legt átak sem hefst í dag. Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn til­mæli til rík­is­stjórna, heil­brigð­is­starfs­manna, einka­geirans og for­eldra til að tryggja að fleiri unga­börn lifi af og dafn­i. 

Með ákall­inu felst krafa um að ná til allra barna með því í fyrsta lagi að ráða og þjálfa nægi­legan fjölda lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra með sér­fræði­þekk­ingu í mæðra- og nýbura­vernd og í öðru lagi að tryggja öllum verð­andi mæðrum hag­nýta og við­ráð­an­lega heil­brigð­is­að­stöðu með hreinu vatni, sápu og raf­magni. Í þriðja lagi að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna og í fjórða lagi að efla ungar konur og stúlk­ur, verð­andi mæður og fjöl­skyldur þeirra til að krefj­ast umbóta og umönn­un­ar.

Heims­for­eldrar taka virkan þátt í bar­áttu UNICEF um allan heim, meðal ann­ars á sviði mæðra­verndar og heilsu­verndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heims­for­eldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breyt­ingar á heims­vísu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent