Ójöfnuður hefur áhrif á lífslíkur barna

Börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum.

Auglýsing
UNICEF krefst umbóta fyrir  mæður og börn þeirra.jpg

Börn sem fæð­ast í efna­minni ríkjum heims­ins eru 50 sinnum lík­legri til að deyja á fyrsta mán­uði lífs síns en þau börn sem fæð­ast í efna­miklum ríkj­um. Um 7,000 nýburar deyja á hverjum degi út um heim all­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem kynnt verður í dag.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að Ísland sé eitt örugg­asta land í heimi til að fæða barn eða í 2. sæti á eftir Japan og á undan Singapúr sem er í 3. sæti. Börn sem fæð­ast í Pakistan, Afganistan og Miðafr­íku­lýð­veld­inu eiga verstu lífslík­urn­ar. 

Skýrslan er upp­hafið að alþjóð­legu átaki UNICEF sem hefur það mark­mið að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heims­ins.

Auglýsing

Verið er að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum

Þrátt fyrir að stór­lega hafi dregið úr barna­dauða í heim­inum hefur ójöfn­uður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæð­ingu. Sam­kvæmt UNICEF er mikið áhyggju­efni að ennþá deyja 7,000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auð­veld­lega væri hægt að koma í veg fyr­ir, með betra aðgengi að færu heil­brigð­is­starfs­fólki og grunn­heilsu­gæslu á með­göngu og við fæð­ingu.

Bergsteinn Jónsson Mynd: Twitter„Tíðni nýbura­dauða eru gíf­ur­legt áhyggju­efni, einkum meðal fátæk­ustu ríkja heims“, segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi. „Í ljósi þess að meiri­hluti þess­ara dauðs­falla er fyr­ir­byggj­an­legur þá er aug­ljós­lega verið að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum og þeim sem búa á jaðri sam­fé­laga. Þar á ég til dæmis við dauðs­föll af völdum sýk­inga sem koma upp vegna slæms hrein­lætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæð­ing­u.“

Flest dauð­falla má koma í veg fyrir

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að í efna­minni ríkjum heims­ins er með­al­tíðni nýbura­dauða 27 börn af hverjum 1000. Í efna­miklum ríkjum er sama dán­ar­tíðni 3 börn af hverjum 1000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættu­leg­ustu stöðum í heim­inum til að fæða börn eru í Afr­íku sunnan Sahara.

Meira en 80 pró­sent af dauðs­föllum nýfæddra barna má rekja til fæð­inga fyrir tím­ann, vanda­mála sem koma upp í fæð­ingu eða sýk­inga á borð við lungna­bólgu, heila­himnu­bólgu og blóð­eitr­un­ar, segir í skýrsl­unni. Flest þess­ara dauðs­falla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki ásamt hreinu vatni, sótt­hreins­un, ódýrum lyfj­um, aðstoð við brjósta­gjöf og með góðri nær­ingu.

Öll börn eiga að fá tækifæri til að lifa og dafna. Mynd: UNICEF

Ef dán­ar­tíðni nýfæddra barna á heims­vísu næði með­al­tali hátekju­ríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki og ljós­mæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þús­undir verð­andi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Nor­egi eru 218 lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar og ljós­mæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlut­fallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómal­íu.

Berg­steinn segir að þetta und­ir­striki ójöfn­uð­inn. „Konur eign­ast oft börn sín án nokk­urrar aðstoðar fag­fólks, sökum fátækt­ar, átaka og veikra inn­viða. Við höfum tækn­ina og þekk­ing­una sem þarf, en hún er utan seil­ingar fyrir þá sem verst standa.“

Ýmsar leiðir mögu­legar til að hjálpa

Til þess að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða fyrir hönd nýbura heims­ins hefur UNICEF sett af stað alþjóð­legt átak sem hefst í dag. Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn til­mæli til rík­is­stjórna, heil­brigð­is­starfs­manna, einka­geirans og for­eldra til að tryggja að fleiri unga­börn lifi af og dafn­i. 

Með ákall­inu felst krafa um að ná til allra barna með því í fyrsta lagi að ráða og þjálfa nægi­legan fjölda lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra með sér­fræði­þekk­ingu í mæðra- og nýbura­vernd og í öðru lagi að tryggja öllum verð­andi mæðrum hag­nýta og við­ráð­an­lega heil­brigð­is­að­stöðu með hreinu vatni, sápu og raf­magni. Í þriðja lagi að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna og í fjórða lagi að efla ungar konur og stúlk­ur, verð­andi mæður og fjöl­skyldur þeirra til að krefj­ast umbóta og umönn­un­ar.

Heims­for­eldrar taka virkan þátt í bar­áttu UNICEF um allan heim, meðal ann­ars á sviði mæðra­verndar og heilsu­verndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heims­for­eldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breyt­ingar á heims­vísu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent