Ójöfnuður hefur áhrif á lífslíkur barna

Börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum.

Auglýsing
UNICEF krefst umbóta fyrir  mæður og börn þeirra.jpg

Börn sem fæð­ast í efna­minni ríkjum heims­ins eru 50 sinnum lík­legri til að deyja á fyrsta mán­uði lífs síns en þau börn sem fæð­ast í efna­miklum ríkj­um. Um 7,000 nýburar deyja á hverjum degi út um heim all­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem kynnt verður í dag.

Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að Ísland sé eitt örugg­asta land í heimi til að fæða barn eða í 2. sæti á eftir Japan og á undan Singapúr sem er í 3. sæti. Börn sem fæð­ast í Pakistan, Afganistan og Miðafr­íku­lýð­veld­inu eiga verstu lífslík­urn­ar. 

Skýrslan er upp­hafið að alþjóð­legu átaki UNICEF sem hefur það mark­mið að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heims­ins.

Auglýsing

Verið er að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum

Þrátt fyrir að stór­lega hafi dregið úr barna­dauða í heim­inum hefur ójöfn­uður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæð­ingu. Sam­kvæmt UNICEF er mikið áhyggju­efni að ennþá deyja 7,000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auð­veld­lega væri hægt að koma í veg fyr­ir, með betra aðgengi að færu heil­brigð­is­starfs­fólki og grunn­heilsu­gæslu á með­göngu og við fæð­ingu.

Bergsteinn Jónsson Mynd: Twitter„Tíðni nýbura­dauða eru gíf­ur­legt áhyggju­efni, einkum meðal fátæk­ustu ríkja heims“, segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi. „Í ljósi þess að meiri­hluti þess­ara dauðs­falla er fyr­ir­byggj­an­legur þá er aug­ljós­lega verið að bregð­ast fátæk­ustu börn­unum og þeim sem búa á jaðri sam­fé­laga. Þar á ég til dæmis við dauðs­föll af völdum sýk­inga sem koma upp vegna slæms hrein­lætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæð­ing­u.“

Flest dauð­falla má koma í veg fyrir

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að í efna­minni ríkjum heims­ins er með­al­tíðni nýbura­dauða 27 börn af hverjum 1000. Í efna­miklum ríkjum er sama dán­ar­tíðni 3 börn af hverjum 1000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættu­leg­ustu stöðum í heim­inum til að fæða börn eru í Afr­íku sunnan Sahara.

Meira en 80 pró­sent af dauðs­föllum nýfæddra barna má rekja til fæð­inga fyrir tím­ann, vanda­mála sem koma upp í fæð­ingu eða sýk­inga á borð við lungna­bólgu, heila­himnu­bólgu og blóð­eitr­un­ar, segir í skýrsl­unni. Flest þess­ara dauðs­falla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki ásamt hreinu vatni, sótt­hreins­un, ódýrum lyfj­um, aðstoð við brjósta­gjöf og með góðri nær­ingu.

Öll börn eiga að fá tækifæri til að lifa og dafna. Mynd: UNICEF

Ef dán­ar­tíðni nýfæddra barna á heims­vísu næði með­al­tali hátekju­ríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálf­uðu heil­brigð­is­starfs­fólki og ljós­mæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þús­undir verð­andi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Nor­egi eru 218 lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar og ljós­mæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlut­fallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómal­íu.

Berg­steinn segir að þetta und­ir­striki ójöfn­uð­inn. „Konur eign­ast oft börn sín án nokk­urrar aðstoðar fag­fólks, sökum fátækt­ar, átaka og veikra inn­viða. Við höfum tækn­ina og þekk­ing­una sem þarf, en hún er utan seil­ingar fyrir þá sem verst standa.“

Ýmsar leiðir mögu­legar til að hjálpa

Til þess að vekja athygli á tíðni nýbura­dauða og krefj­ast aðgerða fyrir hönd nýbura heims­ins hefur UNICEF sett af stað alþjóð­legt átak sem hefst í dag. Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn til­mæli til rík­is­stjórna, heil­brigð­is­starfs­manna, einka­geirans og for­eldra til að tryggja að fleiri unga­börn lifi af og dafn­i. 

Með ákall­inu felst krafa um að ná til allra barna með því í fyrsta lagi að ráða og þjálfa nægi­legan fjölda lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga og ljós­mæðra með sér­fræði­þekk­ingu í mæðra- og nýbura­vernd og í öðru lagi að tryggja öllum verð­andi mæðrum hag­nýta og við­ráð­an­lega heil­brigð­is­að­stöðu með hreinu vatni, sápu og raf­magni. Í þriðja lagi að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna og í fjórða lagi að efla ungar konur og stúlk­ur, verð­andi mæður og fjöl­skyldur þeirra til að krefj­ast umbóta og umönn­un­ar.

Heims­for­eldrar taka virkan þátt í bar­áttu UNICEF um allan heim, meðal ann­ars á sviði mæðra­verndar og heilsu­verndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heims­for­eldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breyt­ingar á heims­vísu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent