Marta Guðjónsdóttir verður sú eina á meðal sitjandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem verður á lista í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.
Frá þessu er greint á mbl.is, en listi flokksins er sagður tilbúinn.
Eins og greint var frá á vef Kjarnans er í dag, er Hildur Björnsdóttir númer tvö á lista Sjálfstæðisflokksins, á eftir Eyþóri Arnalds sem er í oddvitasætinu.
Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni, sitjandi borgarfulltrúm, verður ekki boðið sæti á listanum.
Á eftir þeim Eyþóri og Hildi, koma Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson og Marta Guðjónsdóttir í fimmta sæti, að því er fram kemur á mbl.is.
Töluverðs titrings hefur gætt innan Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum Kjarnans, við þá vinnu að stilla upp listanum. Tillaga uppstillingarnefndar flokksins verður kynnt formlega á fimmtudaginn.