„Gengur í suðaustanstormi og -ofsaveðri á öllu landinu með morgninum. Talsverð rigning eða slydda á sunnanverðu landinu, mikil rigning SA-lands. Lægir fljótlega um hádegi á vestanverðu landinu.“
Svona er veðri lýst af vakthafandi veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands í nótt klukkan skömmu fyrir fimm. Segja má að kolvitlaust sé víða um land, og benda kort Vegagerðarinnar til ófærðar, vítt og breitt.
Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir því að vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli verði að mestu lokaðir fram að hádegi, og það sam á við flestar stoðleiðirnar í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Auglýsing