Hafa sparað um 5 milljarða með Hvalfjarðargöngum

Áætlaður sparnaður ríkisins af minni snjómokstri, viðhaldi vega og vega framkvæmdum í Hvalfirði eftir opnun Hvalfjarðarganga, sem og sparnaður af því að hætta siglingum Akraborgar, gæti verið tæplega 5 milljarðar.

Hvalfjarðargöng Mynd: Flickr/Britt-Marie Sohlström
Auglýsing

Áætl­aður sparn­aður rík­is­ins af minni snjó­mokstri, við­haldi vega og vega fram­kvæmdum í Hval­firði eftir opnun Hval­fjarð­ar­ganga, sem og sparn­aður af því að hætta sigl­ingum Akra­borg­ar, eru rúm­lega 4,5 millj­arðar sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn þessa efn­is. Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi spurði ráð­herra um sparn­að­inn.

Í svari ráð­herra kemur fram að snjó­mokst­urs­relgum fyrir Hval­fjarð­ar­veg hafi lítið breyst með til­komu gang­anna. Enn séu ákveðnir kaflar mok­aðir og hálku­varðir alla daga vik­unn­ar. Þjón­ustu­stigið sé hins vegar heldur lægra en það væri ef öll umferð færi um Hval­fjörð­inn.

Farið er yfir hvernig umferð um veg­inn hefði þró­ast ef göngin hefðu ekki komið til. Lík­leg­ast er að ef svo hefði verið hefði veg­ur­inn verið þjón­u­staður sam­kvæmt þjón­ustu­flokki 2 síð­ustu 20 árin, sem hefði þýtt útgjöld sem næmi um 80 millj­ónum króna á núvirði. Hefði veg­ur­inn verið í þjón­ustu­flokki 1 hefði verið um að ræða 480 millj­óna sparnað að ræða á þessum 20 árum.

Auglýsing

Fram kemur að erfitt sé að meta með öruggum hætti hversu miklu fé hefði þurft að verja til við­halds veg­ar­ins ef Hval­fjarð­ar­ganga hefði ekki notið við. Áætla megi að umferð um Hval­fjörð hefði vart vaxið í sam­ræmi við þau gögn sem miðað er við, þar sem umferð um Hval­fjarð­ar­botn sem og göngin eru tekin sam­an, en var­færið mat gæti verið 3.000 til 4.500 bílar á dag. Hefði það orðið raunin sé nokkuð víst að nauð­syn­legt hefði verið að styrkja og breikka að minnsta kosti helm­ing veg­ar­ins og eins hefði þurft að end­ur­nýja slit­lag minnst þrisvar sinnum oftar en raunin varð síð­ast­liðin tíu ár. Þetta gæti hafa kostað á verð­lagi dags­ins í dag á milli 1.200 og 2.000 millj­ónir króna.

Þá var árlegur kostn­aður Vega­gerð­ar­innar vegna Akra­borgar síð­ustu árin sem hún var í rekstri um 41 milljón á verð­lagi árs­ins 1997, þar af 23 millj­ónir vegna stofn­kostn­að­ar, það er afborg­anir af lánum og 18 millj­ónir í rekstr­ar­styrk. Fram­reiknað með bygg­ing­ar­vísi­tölu jafn­gildir það 70 millj­óna króna stofn­styrk og 55 millj­óna króna rekstr­ar­styrk eða alls 125 millj­ónir á verð­lagi 2018. Á 20 árum gera það 2,5 millj­arða.

Alls hefði sparn­að­ur­inn því minnst verið 3.780 millj­ónir á þessum 20 árum en mest 4.980 millj­ón­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent