Hafa sparað um 5 milljarða með Hvalfjarðargöngum

Áætlaður sparnaður ríkisins af minni snjómokstri, viðhaldi vega og vega framkvæmdum í Hvalfirði eftir opnun Hvalfjarðarganga, sem og sparnaður af því að hætta siglingum Akraborgar, gæti verið tæplega 5 milljarðar.

Hvalfjarðargöng Mynd: Flickr/Britt-Marie Sohlström
Auglýsing

Áætl­aður sparn­aður rík­is­ins af minni snjó­mokstri, við­haldi vega og vega fram­kvæmdum í Hval­firði eftir opnun Hval­fjarð­ar­ganga, sem og sparn­aður af því að hætta sigl­ingum Akra­borg­ar, eru rúm­lega 4,5 millj­arðar sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn þessa efn­is. Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi spurði ráð­herra um sparn­að­inn.

Í svari ráð­herra kemur fram að snjó­mokst­urs­relgum fyrir Hval­fjarð­ar­veg hafi lítið breyst með til­komu gang­anna. Enn séu ákveðnir kaflar mok­aðir og hálku­varðir alla daga vik­unn­ar. Þjón­ustu­stigið sé hins vegar heldur lægra en það væri ef öll umferð færi um Hval­fjörð­inn.

Farið er yfir hvernig umferð um veg­inn hefði þró­ast ef göngin hefðu ekki komið til. Lík­leg­ast er að ef svo hefði verið hefði veg­ur­inn verið þjón­u­staður sam­kvæmt þjón­ustu­flokki 2 síð­ustu 20 árin, sem hefði þýtt útgjöld sem næmi um 80 millj­ónum króna á núvirði. Hefði veg­ur­inn verið í þjón­ustu­flokki 1 hefði verið um að ræða 480 millj­óna sparnað að ræða á þessum 20 árum.

Auglýsing

Fram kemur að erfitt sé að meta með öruggum hætti hversu miklu fé hefði þurft að verja til við­halds veg­ar­ins ef Hval­fjarð­ar­ganga hefði ekki notið við. Áætla megi að umferð um Hval­fjörð hefði vart vaxið í sam­ræmi við þau gögn sem miðað er við, þar sem umferð um Hval­fjarð­ar­botn sem og göngin eru tekin sam­an, en var­færið mat gæti verið 3.000 til 4.500 bílar á dag. Hefði það orðið raunin sé nokkuð víst að nauð­syn­legt hefði verið að styrkja og breikka að minnsta kosti helm­ing veg­ar­ins og eins hefði þurft að end­ur­nýja slit­lag minnst þrisvar sinnum oftar en raunin varð síð­ast­liðin tíu ár. Þetta gæti hafa kostað á verð­lagi dags­ins í dag á milli 1.200 og 2.000 millj­ónir króna.

Þá var árlegur kostn­aður Vega­gerð­ar­innar vegna Akra­borgar síð­ustu árin sem hún var í rekstri um 41 milljón á verð­lagi árs­ins 1997, þar af 23 millj­ónir vegna stofn­kostn­að­ar, það er afborg­anir af lánum og 18 millj­ónir í rekstr­ar­styrk. Fram­reiknað með bygg­ing­ar­vísi­tölu jafn­gildir það 70 millj­óna króna stofn­styrk og 55 millj­óna króna rekstr­ar­styrk eða alls 125 millj­ónir á verð­lagi 2018. Á 20 árum gera það 2,5 millj­arða.

Alls hefði sparn­að­ur­inn því minnst verið 3.780 millj­ónir á þessum 20 árum en mest 4.980 millj­ón­ir.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent