Áslaug: Mikil vonbrigði að eiga ekki sæti á listanum

Áslaug Friðriksdóttir segist hafa sóst eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í borginni. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hafi hins vegar litla þýðingu þegar leikreglum sé breytt og uppstillingarvald sett í fárra hendur.

Áslaug Friðriksdóttir
Auglýsing

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera mikil vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur,“ segir Áslaug í stöðuuppfærslu á Facebook sem hún birti í dag.

Áslaug segir að hún hafi óskað eftir því að skipa 2. sætið á lista flokksins þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar „nema nýr leiðtogi styddi þá tillögu“. Svo hafi ekki verið. Leiðtogi Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum verður Eyþór Arnalds.

Áslaug segir að hún muni að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum áfram. „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.

Auglýsing
Á undanförnum mánuðum hefur verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni. Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%.

Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ 

Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, ...

Posted by Áslaug Friðriksdóttir on Friday, February 23, 2018

End­an­legur listi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík fyrir borgarstjórnar­kosn­ing­arnar í vor, var kynntur í gær. Kjarn­inn hafði áður greint frá því að Marta Guð­jóns­dóttir væri eini borg­ar­full­trú­inn sem tekur sæti á lista flokks­ins af sitj­andi borg­ar­full­trú­um, og því er end­ur­nýjun á list­anum mik­il.

Eyþór Arn­alds leiðir list­ann og er Hildur Björns­dóttir í öðru sæti. Sjá má lista yfir 11 efstu sæti flokks­ins hér að neð­an, og póst­númer heim­il­is­fangs hvers fram­bjóð­anda, hér að neð­an.

 1. Eyþór Lax­dal Arn­alds fram­kvæmda­stjóri 101
 2. Hildur Björns­dóttir lög­fræð­ingur 107
 3. Val­gerður Sig­urð­ar­dóttir skrif­stofu og þjón­ustu­stjóri 112
 4. Egill Þór Jóns­son Teym­is­stjóri hjá vel­ferð­ar­sviði Reykja­víkur 111
 5. Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi og kenn­ari 101
 6. Katrín Atla­dóttir for­rit­ari 105
 7. Örn Þórð­ar­son fram­halds­skóla­kenn­ari og vara­borg­ar­full­trúi 105
 8. Björn Gísla­son vara­borg­ar­full­trúi 110
 9. Jór­unn Pála Jón­as­dóttir lög­fræð­ingur 109
 10. Alex­ander Witold Bogdanski við­skipta­fræð­ingur 112
 11. Ragn­hildur Alda María Vil­hjálms­dóttir  sál­fræði­nemi 101

Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að það hafi verið vonbrigði að listinn hafi lekið út áður en að hann var staðfestur. Eðlilega séu skiptar skoðanir um listann og að gengið hafi verið framhjá tveimur sitjandi borgarfulltrúum, Áslaugu og Kjartani Magnússyni. „Ég er þeirr­ar skoðunar að þarna sé á ferðinni mjög flott­ur listi. En ég viður­kenni al­veg að þarna er ákveðið reynslu­leysi af borg­ar­mál­un­um, það er ákveðin áhætta í þessu en hins veg­ar hef­ur þetta fólk reynslu ann­ars staðar frá.[...]Knatt­spyrn­u­stjóri, hann vel­ur ekki bara stjörn­ur í hóp­inn sinn. Hann reyn­ir að velja liðsmenn sem vega hvora aðra upp og geta unnið sam­an. Stjörn­urn­ar eru góðar með en það er liðsheild­in sem gild­ir,“ segir Sveinn við mbl.is.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent