Íslendingar auka sífellt plastnotkun

Plastumbúðum á markaði á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2014 til 2016.

plast hvatinn
Auglýsing

Notkun plast­um­búða jókst á árunum 2014 til 2016 úr 13.660 tonnum í 15.029 tonn, eða um 10 pró­sent. Plast­um­búðir sem skil­uðu sér til end­ur­vinnslu voru 4.478 tonn árið 2014 og 6.411 tonn tveimur árum síð­ar. Plast­um­búðir sem skil­uðu sér til brennslu með orku­nýt­ingu voru 423 tonn árið 2014 og 666 tonn árið 2016. Plast­úr­gang­ur, þ.e. annar en plast­um­búð­ir, sem skil­aði sér til end­ur­vinnslu voru 193 tonn árið 2014 og 666 tonn tveimur árum síð­ar. 

Þetta kemur fram í svari Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Olgu Mar­gréti Cilia um mengun af völdum plast­notk­unar sem birt­ist á dög­un­um. Í svar­inu kemur fram að áreið­an­legar tölur séu til frá End­ur­vinnsl­unni hf. og Úrvinnslu­sjóði yfir notkun plast­um­búða, þ.e. magn umbúða sem settar eru á markað og afdrif þeirra, til dæmis til end­ur­vinnslu. Ekki séu til áreið­an­legar tölur yfir notkun ann­ars plasts en plast­um­búða. Umhverf­is­stofnun safni þeim tölum saman frá þeim aðilum sem með­höndla úrgang.

Jafn­framt segir í svar­inu að erfitt sé að leggja mat á hversu stór hluti þetta er af þeim plast­úr­gangi sem fellur til þar sem tölur yfir notkun vantar og tölu­verður hluti plast­úr­gangs fer að öllum lík­indum með blönd­uðum úrgangs­straumum til förg­un­ar.

Auglýsing

Flutt inn 156 kg af inn­kaupa­pokum úr plasti á síð­asta ári

­Tekið er fram í svar­inu að nýlega hafi toll­flokkum fyrir plast­um­búðir verið skipt upp þannig að hægt yrði að safna tölu­legum upp­lýs­ingum um notkun einnota burð­ar­plast­poka hér á landi. Alls hafi verið flutt inn 156 kg af inn­kaupa­pokum úr plasti árið 2017. Magn­tölur fyrir inn­lenda fram­leiðslu af inn­kaupa­pokum úr plasti séu ekki fáan­legar enn.

„Ráðu­neyt­inu er ekki kunn­ugt um að fram hafi farið beinar mæl­ingar á mengun af völdum plast­notk­unar á Íslandi. Það er þó rétt að benda á verk­efni þar sem umfang úrgangs á ströndum er reglu­lega kann­að. Plast er þar sér­stak­lega skoðað en athuga ber að upp­runi plast­s­ins er ekki endi­lega frá notkun á Íslandi, heldur berst hluti þess að öllum lík­indum að utan með haf­straum­um. Verk­efnið er hluti af alþjóð­legu verk­efni á vegum OSPAR sem er samn­ingur um verndun Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins.“

En hvað á að gera í mál­inu? Í svari ráð­herra segir hann að árið 2016 hafi ráð­herra gefið út stefnu um úrgangs­for­varn­ir, Saman gegn sóun, sem hefur það að mark­miði að draga úr myndun úrgangs og hrá­efn­is­notkun og bæta nýt­ingu auð­linda. Árin 2016 til 2017 hafi áherslan verið á að draga úr sóun mat­væla en næstu tvö ár verði áhersla lögð á að draga úr notkun plasts. Um þessar mundir vinni ráðu­neyt­ið, í sam­vinnu við und­ir­stofn­an­ir, að útfærslu og fjár­mögnun til­lagna til að draga úr notkun plasts hér á landi.

Evr­ópu­sam­bandið ræðst gegn plast­mengun

Kjarn­inn greindi frá því á dög­unum að Evr­ópu­sam­bandið hafi ein­sett sér að allar plast­um­búðir verði gerðar úr end­ur­vinn­an­legu efni fyrir árið 2030. Þannig verður dregið veru­lega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts.

Áætlun ESB til að bregð­ast við plast­mengun er ætlað að vernda nátt­úr­una, verja íbú­ana og styrkja fyr­ir­tækin sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

„Ef við umbreytum ekki plast­notkun okkar og fram­leiðslu, verður meira af plasti en fiski í sjónum okkar árið 2050. Við verðum að koma í veg fyrir að plast kom­ist í vatnið okk­ar, mat­inn og jafn­vel í lík­ama okk­ar. Eina lang­tíma­lausnin er að draga úr plast­úr­gangi með því að end­ur­vinna meira og end­ur­nýta. Þetta er áskorun sem borg­ar­arn­ir, iðn­fyr­ir­tæki og stjórn­völd þurfa að tækla í sam­ein­ing­u,“ er haft eftir Frans Timmermans, fyrsta vara­for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, í til­kynn­ing­unni.

Minna en þriðj­ungur af því plasti sem Evr­ópu­búar fram­leiða ratar í end­ur­vinnslu. Plast­rusl er 85 pró­sent af draslinu sem finnst á strand­svæðum víða um ver­öld. Plast­efni er jafn­vel farið að koma sér fyrir í lungum fólks og á mat­ar­borð­inu. Það er örplast í lofti, vatni og fæð­unni og áhrif þess á heilsu okkar eru óþekkt. Evr­ópu­sam­bandið hyggst takast á við þessi úrlausn­ar­efni af fullri festu.

Örplast fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun febr­úar að í vatns­sýnum sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík hafi komið í ljós að 0,2 til 0,4 plast­agnir fund­ust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri nið­ur­stöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni sem var í fréttum hér á landi á síð­asta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um. Sér­fræð­ingur sem Kjarn­inn tal­aði við segir að þrátt fyrir jákvæðar nið­ur­stöður þá beri að taka þær alvar­lega. Frek­ari rann­sókna sé þörf. 

Örplast er heiti á plast­ögnum sem eru minni en 5 milli­metrar að þver­máli. Örplast getur ann­ars vegar verið fram­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrti­vörum, eða örplast sem verður til við nið­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­kaupa­pokum eða fatn­að­i. 

Nið­ur­stöður mæl­inga Veitna sam­svara því að 1 til 2 slíkar agnir finn­ist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítr­ar­. Kom fram í fyrr­nefndri erlendri skýrslu að 83 pró­sent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heim­in­um, inni­héldu að með­al­tali tutt­ugu­falt og allt að 400-falt magn plast­agna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga.

Lifum ekki í ein­angr­uðum heimi

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­stjóri og sér­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­syn­legt væri að finna upp­sprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún sagði að þau hjá MATÍS væru að skoða þessi mál og að til stæði að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni fram­tíð.

Varð­andi nið­ur­stöður úr sýna­töku Veitna þá sagði hún að það væri jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýn­unum en á hinn bóg­inn þá væri það áhyggju­efni að plast­agnir hafi fund­ist yfir­höf­uð. Þetta sýndi að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyr­ir. „Það verður að taka þetta alvar­lega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðr­ir,“ sagði hún og bætti því við að Íslend­ingar lifi ekki í ein­angr­uðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent