„Við þurfum að vakna“ - Almenningur tók við sér en enn er langur vegur framundan

Plastlaus september er nú liðinn undir lok en ætlunarverkinu er hvergi nærri lokið. Aðstandendur verkefnisins vonast til að átakið muni leiða til minni plastnotkunar til frambúðar.

Jóhann Gísladóttir Mynd: Úr einkasafni
Auglýsing

Verkefnið Plastlaus september var árvekni-átak sem ætlað var að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. En þrátt fyrir að nú sé kominn október stendur til að halda áfram að vekja athygli á málstaðnum. 

Jóhanna Gísladóttir, formaður stjórnar félagsins í kringum verkefnið og doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði, segir að brýn þörf hafi rekið verkefnið af stað. „Við Íslendingar notum svo mikið magn af einnota plasti og fáir pæla í því. Þetta er því mjög stórt vandamál eins og t.d. með örplastið og annað sem fer út í sjó í gífurlegu magni,“ segir hún. 

Hún telur að Íslendingar ættu að huga betur að umgengni við sjóinn og að frárennslismálum yfirhöfuð. Hún segir að kominn sé tími til að fólk losi sig við doðann sem fylgir afskiptaleysinu. 

Auglýsing

Plast veldur skaða um ókomna tíð

Á vefsíðu átaksins www.plastlausseptember.is kemur fram að plast endist í þúsundir ára og sé því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. Allt plast sem notað er og fer ekki í endurvinnslu safnast fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni og veldur þar skaða um ókomna tíð.

Plast endar þannig allt of oft í náttúrunni og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu manna. Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni, til að mynda þalöt, sem eru skaðleg mannfólki. 

Setja þarf fé í frekari rannsóknir

Í byrjun sumars tóku fjórar nágrannakonur sig til í Fossvoginum og byrjuðu að spjalla um þessa gengdarlausu plastnotkun í samfélaginu. Hugmyndin kom erlendis frá en átakið Plastic Free July var hrundið af stað í Ástralíu í júlímánuði. Þessum konum datt í hug í framhaldinu að fara út í slíkt átak á Íslandi. Þær þéttu hópinn og fengu fleiri konur með sér sem höfðu áhuga á málefninu. 

Gífurlega mikið magn safnast saman af plasti á Íslandi ár hvert.


Þær sáu fljótlega að ekki gekk að hafa slíkt átak yfir sumarið og út varð að hafa september plastlausan enda skólarnir að byrja og haustið. „Sumarið fór að miklu leyti í að koma vefsíðunni í loftið og skipuleggja starf á samfélagsmiðlum,“ segir Jóhanna. Þær funduðu með Landvernd, Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg til að kanna stöðu mála en hún segir að þær hafi lært mikið á þessu ferli. 

Hópurinn fann fyrir miklum meðbyr þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi óvænt einbeitt sér að ríkisstjórnarslitum um miðjan september, að sögn Jóhönnu. Það hafi ekki haft áhrif á áhuga eða þátttöku almennings. 

Jóhanna telur að meira aðhald þurfi frá stjórnvöldum hvað þessi mál varðar. Setja þarf skýrari reglur og þurfi stjórnvöld að setja fé í rannsóknir á plastnotkun og hvað fari út í sjóinn við strendur Íslands. „Við þurfum að fara að vakna,“ segir hún og bætir við að hún sjálf hafi ekki verið nægilega meðvituð um plastnotkun sína og afleiðingar hennar áður en hún fór af stað með verkefnið. „Þess vegna töldum við þörf á því að koma með árvekni-átak og vekja athygli á þessu,“ segir hún. 

Plastlausar lausnir frekar en hræðsluáróður

Hópurinn hélt úti fyrrnefndri vefsíðu þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið. Jóhanna segir að þær hafi ekki viljað vera með hræðsluáróður heldur koma með lausnir eða tillögur að lausnum á jákvæðan hátt til að ná til fólks. Inn á síðunni benda þær á ýmsar plastlausar lausnir; hvað sé hægt að nota í staðinn fyrir plast við hinar ýmsu aðstæður.

Þær voru einnig virkar á Facebook-síðu átaksins þar sem þær birtu færslur á hverjum degi með ráðleggingum til fólks og deildu myndböndum og greinum frá öðrum. Einnig var tilgangurinn að búa til samfélag í kringum verkefnið þar sem fólk gæti spjallað saman og skipst á ráðum. Þær voru á mörgum samfélagsmiðlum til þess að ná til sem flestra á öllum aldri.

Hópurinn vann sína vinnu að mestu leyti í sjálfboðastarfi og segir Jóhanna að þetta hafi verið skemmtilegt starf. Þær hafi unnið mikið og segir hún að verkefnið hafi gengið vonum framar. „Viðtökurnar voru meiri en við bjuggumst við,“ segir hún. Fjölmiðlar hafi sýnt verkefninu áhuga og vatt það upp á sig í framhaldinu. Þær fengu boð um að koma í framhaldsskóla og halda fyrirlestra á vinnustöðum en segir hún að þær hafi því miður ekki getað gert það vegna anna. Það sýni að almenningur hafi haft áhuga á átakinu. 

Vitundarvakningu ekki lokið

Við erum að þessu af ástríðu og höfum allar brennandi áhuga á umhverfismálum almennt.

Til stendur að halda áfram með verkefnið og gera viðburðinn árlegan. Jóhanna segir að best væri ef manneskja fengist í hundrað prósent vinnu í september á næsta ári til að sinna öllu því sem þarf að sinna. Hún sér fyrir sér að hópurinn fari í frekara samstarf við stofnanir eða einstaklinga á næsta ári og að ýmsar hugmyndir gangi nú milli þeirra sem að átakinu komu og fólks sem tók þátt í því. 

Jóhann segir að vitundarvakningin sé ekki lokið þrátt fyrir að september sé það. Hún fagni öllum breytingum til batnaðar, hvort sem um hugarfarsbreytingu sé að ræða eða verklagsbreytingu hjá fyrirtækjum eða sveitarfélögum. Hún bendir einnig á að áhugavert verði að sjá hver muni sitja í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, hver umhverfis- og auðlindaráðherra verði og hvernig stefna verði tekin í umhverfismálum sem þessum. 

Hún segist þreytt eftir mánuðinn en þó sátt og sæl. Hópurinn muni taka sér frí í október til að fá andrými en þrátt fyrir það séu þær hvergi nærri hættar. „Við erum að þessu af ástríðu og höfum allar brennandi áhuga á umhverfismálum almennt,“ segir hún. Hún segir að lokum að þær séu í þessu til frambúðar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk