„Við þurfum að vakna“ - Almenningur tók við sér en enn er langur vegur framundan

Plastlaus september er nú liðinn undir lok en ætlunarverkinu er hvergi nærri lokið. Aðstandendur verkefnisins vonast til að átakið muni leiða til minni plastnotkunar til frambúðar.

Jóhann Gísladóttir Mynd: Úr einkasafni
Auglýsing

Verk­efnið Plast­laus sept­em­ber var árvekn­i-á­tak sem ætlað var að vekja fólk til umhugs­unar um ofgnótt og skað­semi plasts í umhverf­inu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. En þrátt fyrir að nú sé kom­inn októ­ber stendur til að halda áfram að vekja athygli á mál­staðn­um. 

Jóhanna Gísla­dótt­ir, for­maður stjórnar félags­ins í kringum verk­efnið og dokt­or­snemi í umhverf­is- og auð­linda­fræði, segir að brýn þörf hafi rekið verk­efnið af stað. „Við Íslend­ingar notum svo mikið magn af einnota plasti og fáir pæla í því. Þetta er því mjög stórt vanda­mál eins og t.d. með örplastið og annað sem fer út í sjó í gíf­ur­legu magn­i,“ segir hún. 

Hún telur að Íslend­ingar ættu að huga betur að umgengni við sjó­inn og að frá­rennsl­is­málum yfir­höf­uð. Hún segir að kom­inn sé tími til að fólk losi sig við doð­ann sem fylgir afskipta­leys­in­u. 

Auglýsing

Plast veldur skaða um ókomna tíð

Á vef­síðu átaks­ins www.plast­laussept­em­ber.is kemur fram að plast end­ist í þús­undir ára og sé því afar slæmur kostur fyrir einnota notk­un. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverf­ið. Plast er ein­göngu hægt að end­ur­vinna í annað plast af lélegri gæð­um. Allt plast sem notað er og fer ekki í end­ur­vinnslu safn­ast fyrir á urð­un­ar­stöðum eða í nátt­úr­unni og veldur þar skaða um ókomna tíð.

Plast endar þannig allt of oft í nátt­úr­unni og þá sér­stak­lega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis meng­un­ar­efni og þegar það endar í vef líf­vera geta efnin þar með endað í fæðu manna. Mjúk­plast inni­heldur stundum horm­ón­arask­andi efni, til að mynda þalöt, sem eru skað­leg mann­fólki. 

Setja þarf fé í frek­ari rann­sóknir

Í byrjun sum­ars tóku fjórar nágranna­konur sig til í Foss­vog­inum og byrj­uðu að spjalla um þessa gengd­ar­lausu plast­notkun í sam­fé­lag­inu. Hug­myndin kom erlendis frá en átakið Plastic Free July var hrundið af stað í Ástr­alíu í júlí­mán­uði. Þessum konum datt í hug í fram­hald­inu að fara út í slíkt átak á Íslandi. Þær þéttu hóp­inn og fengu fleiri konur með sér sem höfðu áhuga á mál­efn­in­u. 

Gífurlega mikið magn safnast saman af plasti á Íslandi ár hvert.



Þær sáu fljót­lega að ekki gekk að hafa slíkt átak yfir sum­arið og út varð að hafa sept­em­ber plast­lausan enda skól­arnir að byrja og haust­ið. „Sum­arið fór að miklu leyti í að koma vef­síð­unni í loftið og skipu­leggja starf á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ segir Jóhanna. Þær fund­uðu með Land­vernd, Umhverf­is­stofnun og Reykja­vík­ur­borg til að kanna stöðu mála en hún segir að þær hafi lært mikið á þessu ferli. 

Hóp­ur­inn fann fyrir miklum með­byr þrátt fyrir að fjöl­miðlar hafi óvænt ein­beitt sér að rík­is­stjórn­ar­slitum um miðjan sept­em­ber, að sögn Jóhönnu. Það hafi ekki haft áhrif á áhuga eða þátt­töku almenn­ings. 

Jóhanna telur að meira aðhald þurfi frá stjórn­völdum hvað þessi mál varð­ar. Setja þarf skýr­ari reglur og þurfi stjórn­völd að setja fé í rann­sóknir á plast­notkun og hvað fari út í sjó­inn við strendur Íslands. „Við þurfum að fara að vakna,“ segir hún og bætir við að hún sjálf hafi ekki verið nægi­lega með­vituð um plast­notkun sína og afleið­ingar hennar áður en hún fór af stað með verk­efn­ið. „Þess vegna töldum við þörf á því að koma með árvekn­i-á­tak og vekja athygli á þessu,“ segir hún. 

Plast­lausar lausnir frekar en hræðslu­á­róður

Hóp­ur­inn hélt úti fyrr­nefndri vef­síðu þar sem hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ingar um verk­efn­ið. Jóhanna segir að þær hafi ekki viljað vera með hræðslu­á­róður heldur koma með lausnir eða til­lögur að lausnum á jákvæðan hátt til að ná til fólks. Inn á síð­unni benda þær á ýmsar plast­lausar lausnir; hvað sé hægt að nota í stað­inn fyrir plast við hinar ýmsu aðstæð­ur.

Þær voru einnig virkar á Face­book-­síðu átaks­ins þar sem þær birtu færslur á hverjum degi með ráð­legg­ingum til fólks og deildu mynd­böndum og greinum frá öðr­um. Einnig var til­gang­ur­inn að búa til sam­fé­lag í kringum verk­efnið þar sem fólk gæti spjallað saman og skipst á ráð­um. Þær voru á mörgum sam­fé­lags­miðlum til þess að ná til sem flestra á öllum aldri.

Hóp­ur­inn vann sína vinnu að mestu leyti í sjálf­boða­starfi og segir Jóhanna að þetta hafi verið skemmti­legt starf. Þær hafi unnið mikið og segir hún að verk­efnið hafi gengið vonum fram­ar. „Við­tök­urnar voru meiri en við bjugg­umst við,“ segir hún. Fjöl­miðlar hafi sýnt verk­efn­inu áhuga og vatt það upp á sig í fram­hald­inu. Þær fengu boð um að koma í fram­halds­skóla og halda fyr­ir­lestra á vinnu­stöðum en segir hún að þær hafi því miður ekki getað gert það vegna anna. Það sýni að almenn­ingur hafi haft áhuga á átak­in­u. 

Vit­und­ar­vakn­ingu ekki lokið

Við erum að þessu af ástríðu og höfum allar brenn­andi áhuga á umhverf­is­málum almennt.

Til stendur að halda áfram með verk­efnið og gera við­burð­inn árleg­an. Jóhanna segir að best væri ef mann­eskja feng­ist í hund­rað pró­sent vinnu í sept­em­ber á næsta ári til að sinna öllu því sem þarf að sinna. Hún sér fyrir sér að hóp­ur­inn fari í frekara sam­starf við stofn­anir eða ein­stak­linga á næsta ári og að ýmsar hug­myndir gangi nú milli þeirra sem að átak­inu komu og fólks sem tók þátt í því. 

Jóhann segir að vit­und­ar­vakn­ingin sé ekki lokið þrátt fyrir að sept­em­ber sé það. Hún fagni öllum breyt­ingum til batn­að­ar, hvort sem um hug­ar­fars­breyt­ingu sé að ræða eða verk­lags­breyt­ingu hjá fyr­ir­tækjum eða sveit­ar­fé­lög­um. Hún bendir einnig á að áhuga­vert verði að sjá hver muni sitja í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar, hver umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra verði og hvernig stefna verði tekin í umhverf­is­málum sem þess­um. 

Hún seg­ist þreytt eftir mán­uð­inn en þó sátt og sæl. Hóp­ur­inn muni taka sér frí í októ­ber til að fá and­rými en þrátt fyrir það séu þær hvergi nærri hætt­ar. „Við erum að þessu af ástríðu og höfum allar brenn­andi áhuga á umhverf­is­málum almennt,“ segir hún. Hún segir að lokum að þær séu í þessu til fram­búð­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk