Kínverjar vilja ekki lengur ruslið

Þegar tóm jógúrtdósin flaug ofan í rusladallinn í skápnum undir eldhúsvaskinum velti sá sem spændi upp úr dósinni því sjaldnast fyrir sér hvað varð um hana. Dósarinnar beið hins vegar langt ferðalag, alla leið til Kína.

rusl endurvinnsla plast loftslagsmál h_02637987.jpg
Auglýsing

Á undanförnum áratugum hefur notkun plasts aukist mikið. Umbúðir um flest sem nöfnum tjáir að nefna eru úr plasti: matvörur, drykki og sælgæti, fatnað, húsbúnað, snyrtivörur og fleira. Leikföng, ílát undir mat, eldhúsáhöld og margt margt fleira er framleitt úr plasti, að ógleymdum burðarpokum  verslana. Plastið er, að margra mati, undraefni og notkun þess mjög útbreidd um allan heim. Þægilegt, til margra hluta nytsamlegt og fremur ódýrt. Plast er eiginlega samheiti yfir allmörg mismunandi efni, sem eiga það flest sameiginlegt að vera unnin úr olíu sem ýmsum efnum er svo blandað saman við, eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir. 

Kostirnir eru jafnframt ókostir

Meðal kosta plastsins má nefna að það er sterkt og endingargott. Fyrir alllöngu uppgötvuðu drykkjarvöruframleiðendur þessa kosti. Plastflöskur brotna ekki þótt þær detti í götuna, þær eru léttari og meðfærilegri en (gamla) glerið. Nokkru eftir að notkun plasts varð almennari og útbreiddari kom í ljós að þetta undraefni var ólíkt mörgum öðrum að því leyti að það eyddist ekki, hvorki fúnaði né ryðgaði. Var endingarbetra en flesta hafði grunað. Í upphafi olli það ekki áhyggjum, mengunarumræðan var ekki hafin og endurvinnsla nánast óþekkt.  

En þessir áðurnefndu kostir eru jafnframt helstu ókostir plastefnanna. Plastpoki sem fleygt er á jörðina hverfur kannski fljótlega af yfirborðinu, ofan í jörðina, en hann eyðist ekki. Slíkt tekur áratugi, jafnvel hundruð ára.

Auglýsing

Eins rusl getur verið annars brauð

Alllangt er síðan fyrst fóru að heyrast raddir um endurnýtingu. Margir þekktu vitaskuld fyrirbærið þótt orðið væri óþekkt. Barnaföt, sem ganga milli fjölskyldna, barnarúmið, kerrur, reiðhjól, leikföng svo fátt sé nefnt, allt er þetta endurnýting. Síðar kom svo það sem nú er þekkt víða um lönd: hinir svokölluðu nytjamarkaðir þar sem flest milli himins og jarðar er fáanlegt. Annað en plast og  umbúðir. Það fór bara í tunnuna og var svo annað hvort urðað eða brennt. Þannig er það reyndar víða enn. En að því kom að farið var að tala um endurvinnslu, og þá beindust sjónir manna einkum að plastinu, og pappír. Þótt margt hafi verið rætt og ritað um hvernig hægt væri að endurvinna plast og pappírsvörur hefur það reynst meira en að segja það. Margar þjóðir hafa náð góðum árangri í að safna plasti og pappír en hafa hins vegar verið í vandræðum með að endurvinna það gríðarlega magn sem berst að. Þarna hafa Kínverjar séð sér leik á borði.

70 milljónir tonna

Um árabil hafa fjölmörg lönd sent plast, pappír og ýmislegt annað, sem flokkast undir sorp, til Kína. Þessi útflutningur hefur farið vaxandi ár frá ári og í hitteðfyrra (nýrri tölur ekki til) tóku Kínverjar á móti um það bil 70 milljón tonnum af plasti, pappír og fleiru til endurvinnslu, eða urðunar. Af þessu hafa Kínverjar haft umtalsverðar tekjur og sendendur hafa losnað við „vandamálið“. 

Kínverjar hafa skellt í lás

Um mitt síðasta ár tilkynntu kínversk stjórnvöld að frá og með áramótum 2017- 18 yrði hætt að taka á móti 24 „tegundum“ sorps til endurvinnslu. Þar á meðal plasti, pappa og pappír og fatnaði. „Við viljum ekki vera ruslahaugur heimsins“ sagði kínverskur ráðherra í viðtali þegar ákvörðun stjórnvalda var kynnt. 

Aðhöfðust ekkert

Þrátt fyrir að Kínverjar hafi gert „viðskiptavinum“ sínum grein fyrir ákvörðun sinni með hálfs árs fyrirvara virðist sú tilkynning hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum þeirra. Þótt nú sé einungis hálfur annar mánuður síðan Kínverjar stöðvuðu innflutninginn er plast og pappír þegar farið að safnast upp í mörgum löndum. Bretar sendu tæplega 3 milljónir tonna af plasti til Kína á síðasta ári, breska stjórnin viðurkennir að hún viti ekkert hvað nú sé til ráða, sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum, Ástralíu og fleiri löndum. Vegna þess hve ódýrt og auðvelt það hefur verið að senda sorpið til Kína hafa margar þjóðir ekki lagt mikla áherslu á að finna lausnir í endurvinnslumálum.  Í dagblaðsviðtali sagði þýskur ráðherra að „fyrir 40 árum hefði kannski þótt í lagi að kveikja bara í haugnum, það gengur ekki í dag.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar