Kínverjar vilja ekki lengur ruslið

Þegar tóm jógúrtdósin flaug ofan í rusladallinn í skápnum undir eldhúsvaskinum velti sá sem spændi upp úr dósinni því sjaldnast fyrir sér hvað varð um hana. Dósarinnar beið hins vegar langt ferðalag, alla leið til Kína.

rusl endurvinnsla plast loftslagsmál h_02637987.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum ára­tugum hefur notkun plasts auk­ist mik­ið. Umbúðir um flest sem nöfnum tjáir að nefna eru úr plasti: mat­vör­ur, drykki og sæl­gæti, fatn­að, hús­bún­að, snyrti­vörur og fleira. Leik­föng, ílát undir mat, eld­hús­á­höld og margt margt fleira er fram­leitt úr plasti, að ógleymdum burð­ar­pokum  versl­ana. Plastið er, að margra mati, undra­efni og notkun þess mjög útbreidd um allan heim. Þægi­legt, til margra hluta nyt­sam­legt og fremur ódýrt. Plast er eig­in­lega sam­heiti yfir all­mörg mis­mun­andi efni, sem eiga það flest sam­eig­in­legt að vera unnin úr olíu sem ýmsum efnum er svo blandað saman við, eftir því hvaða eig­in­leikum sóst er eft­ir. 

Kost­irnir eru jafn­framt ókostir

Meðal kosta plast­s­ins má nefna að það er sterkt og end­ing­ar­gott. Fyrir all­löngu upp­götv­uð­u ­drykkj­ar­vöru­fram­leið­end­ur þessa kosti. Plast­flöskur brotna ekki þótt þær detti í göt­una, þær eru létt­ari og með­færi­legri en (gamla) gler­ið. Nokkru eftir að notkun plasts varð almenn­ari og útbreidd­ari kom í ljós að þetta undra­efni var ólíkt mörgum öðrum að því leyti að það eydd­ist ekki, hvorki fún­aði né ryðg­aði. Var end­ing­ar­betra en flesta hafði grun­að. Í upp­hafi olli það ekki áhyggj­um, meng­un­ar­um­ræðan var ekki hafin og end­ur­vinnsla nán­ast óþekkt.  

En þess­ir áð­ur­nefnd­u ­kostir eru jafn­framt helstu ókostir plast­efn­anna. Plast­poki sem fleygt er á jörð­ina hverfur kannski fljót­lega af yfir­borð­in­u, ofan í jörð­ina, en hann eyð­ist ekki. Slíkt tekur ára­tugi, jafn­vel hund­ruð ára.

Auglýsing

Eins rusl getur verið ann­ars brauð

All­langt er síðan fyrst fóru að heyr­ast raddir um end­ur­nýt­ingu. Margir þekktu vita­skuld fyr­ir­bærið þótt orðið væri óþekkt. Barna­föt, sem ganga milli fjöl­skyldna, barna­rúm­ið, kerr­ur, reið­hjól, leik­föng svo fátt sé nefnt, allt er þetta end­ur­nýt­ing. Síðar kom svo það sem nú er þekkt víða um lönd: hinir svoköll­uðu nytja­mark­aðir þar sem flest milli him­ins og jarðar er fáan­legt. Annað en plast og  umbúð­ir. Það fór bara í tunn­una og var svo annað hvort urðað eða brennt. Þannig er það reyndar víða enn. En að því kom að farið var að tala um end­ur­vinnslu, og þá beindust sjónir manna einkum að plast­inu, og papp­ír. Þótt margt hafi verið rætt og ritað um hvernig hægt væri að end­ur­vinna plast og papp­írs­vörur hefur það reynst meira en að segja það. Margar þjóðir hafa náð góðum árangri í að safna plasti og pappír en hafa hins veg­ar verið í vand­ræðum með að end­ur­vinna það gríð­ar­lega magn sem berst að. Þarna hafa Kín­verjar séð sér leik á borði.

70 millj­ónir tonna

Um ára­bil hafa fjöl­mörg lönd sent plast, pappír og ýmis­legt ann­að, sem flokk­ast undir sorp, til Kína. Þessi útflutn­ingur hefur farið vax­andi ár frá ári og í hitteð­fyrra (nýrri tölur ekki til) tóku Kín­verjar á móti um það bil 70 milljón tonnum af plasti, pappír og fleiru til end­ur­vinnslu, eða urð­un­ar. Af þessu hafa Kín­verjar haft umtals­verðar tekjur og sendendur hafa losnað við „vanda­mál­ið“. 

Kín­verjar hafa skellt í lás

Um mitt síð­asta ár til­kynntu kín­versk stjórn­völd að frá og með ára­mótum 2017- 18 yrði hætt að taka á móti 24 „teg­und­um“ sorps til end­ur­vinnslu. Þar á meðal plasti, pappa og pappír og fatn­aði. „Við viljum ekki vera rusla­haugur heims­ins“ sagði kín­verskur ráð­herra í við­tali þegar ákvörðun stjórn­valda var kynnt. 

Aðhöfð­ust ekk­ert

Þrátt fyrir að Kín­verjar hafi gert „við­skipta­vin­um“ sínum grein fyrir ákvörðun sinni með hálfs árs fyr­ir­vara virð­ist sú til­kynn­ing hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum þeirra. Þótt nú sé ein­ungis hálfur annar mán­uður síðan Kín­verjar stöðv­uðu inn­flutn­ing­inn er plast og pappír þegar farið að safn­ast upp í mörgum lönd­um. Bretar sendu tæp­lega 3 millj­ónir tonna af plasti til Kína á síð­asta ári, breska stjórnin við­ur­kennir að hún viti ekk­ert hvað nú sé til ráða, sömu sögu er að segja frá Banda­ríkj­un­um, Ástr­alíu og fleiri lönd­um. Vegna þess hve ódýrt og auð­velt það hefur verið að senda sorpið til Kína hafa margar þjóðir ekki lagt mikla áherslu á að finna lausnir í end­ur­vinnslu­mál­um.  Í dag­blaðsvið­tali sagði þýskur ráð­herra að „fyrir 40 árum hefði kannski þótt í lagi að kveikja bara í haugn­um, það gengur ekki í dag.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar