Örplast finnst í vatni í Reykjavík - Mörgum spurningum ósvarað

Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Örplast er heiti á plastögnum sem eru minni en 5mm að þvermáli.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Í vatns­sýnum sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík kom í ljós að 0,2 til 0,4 plast­agnir fund­ust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri nið­ur­stöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni sem var í fréttum hér á landi á síð­asta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um. Sér­fræð­ingur sem Kjarn­inn tal­aði við segir að þrátt fyrir jákvæðar nið­ur­stöður þá beri að taka þær alvar­lega. Frek­ari rann­sókna sé þörf. 

Örplast er heiti á plast­ögnum sem eru minni en 5 milli­metrar að þver­máli. Örplast getur ann­ars vegar verið fram­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrti­vörum, eða örplast sem verður til við nið­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­kaupa­pokum eða fatn­að­i. 

Nið­ur­stöður mæl­inga Veitna sam­svara því að 1 til 2 slíkar agnir finn­ist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítr­ar. Kom fram í fyrr­nefndri erlendri skýrslu að 83 pró­sent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heim­in­um, inni­héldu að með­al­tali tutt­ugu­falt og allt að 400-falt magn plast­agna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga. 

Auglýsing

Lifum ekki í ein­angr­uðum heimi

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­stjóri og sér­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, segir að nauð­syn­legt sé að finna upp­sprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún segir að þau hjá MATÍS séu að skoða þessi mál og að til standi að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni fram­tíð.

Varð­andi nið­ur­stöður úr sýna­töku Veitna þá segir hún að það sé jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýn­unum en á hinn bóg­inn þá sé það áhyggju­efni að plast­agnir hafi fund­ist yfir­höf­uð. Þetta sýni að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyr­ir. „Það verður að taka þetta alvar­lega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðr­ir,“ segir hún og bætir við að Íslend­ingar lifi ekki í ein­angr­uðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Telja rétt að hafa fyr­ir­vara

Þrátt fyrir að þessar nið­ur­stöður gefi vís­bend­ingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyr­ir­vara, segir í til­kynn­ingu Veitna. Ástæðan fyrir því sé að ekki er til við­ur­kennd sýna­töku- og grein­ing­ar­að­ferð þegar kemur að rann­sóknum á örplasti í neyslu­vatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfn­un­ar, með­höndl­unar og taln­ingar á litlum sýnum hafi verið ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rann­sókn­inni sem nefnd er að ofan. Raunar hafi höf­undar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafi til­kynnt að nú standi yfir fram­halds­rann­sóknir sem stand­ast eðli­legar vís­inda­legar kröf­ur.

„Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neyslu­vatni hér á landi. Því er eng­inn sam­an­burður til fyrir vatn ann­ars staðar á land­inu. Engar reglu­gerðir eru til um örplast í neyslu­vatni, ekki eru til við­mið­un­ar­mörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neyslu­vatni og ekki er til heild­stætt mat á magni og upp­runa plasts í umhverf­in­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram að Veitur muni halda áfram að fylgj­ast með örplasti í neyslu­vatni Reyk­vík­inga og vís­inda­legri umræðu hér á landi og í útlöndum um mál­efn­ið. Hún sé að þroskast eins og gagn­rýni á áður­nefnda alþjóð­lega rann­sókn sýn­ir.

Mörgum spurn­ingum ósvarað

Inga Dóra Hrólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Veitna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að erfitt sé að segja til um hvaðan þetta örplast komi. Hún bendir á að ekki sé til stöðluð rann­sókn­ar­að­ferð og þar af leið­andi sé erfitt að bera saman nið­ur­stöður úr rann­sókn­um. „Við vitum hrein­lega ekki hvernig örplast kemst í vatnið eða nákvæm­lega hvaðan það kem­ur,“ segir hún.

Veitur greindu hvort um væri að ræða þræði, brot og flögur en vegna skorts á rann­sóknum segir Inga Dóra að ómögu­legt sé að draga nákvæma ályktun hvaðan örplastið komi.

Enn fremur segir hún að afleið­ingar örplasts á heilsu séu óljós­ar, hvenær það verði skað­legt og jafn­vel hvort eða hversu mikið sé af því í and­rúms­loft­inu. Mörgum spurn­ingum sé því ósvarað en bætir hún við að mæl­ingar sem þessar séu fyrsta skrefið í átt að svör­um.

Örplast fer beint út í sjó

­Sum­arið 2016 vann MATÍS skýrslu um losun örplasts með skólpi í sam­starfi við Sænsku umhverf­is­rann­sókn­ar­stofn­un­ina (IVL), Finnsku umhverf­is­stofn­un­ina (SYKE) og Aalto-há­skól­ann í Finn­landi. Rann­sakað var hvort skólp­hreinsi­stöðvar væru gátt fyrir öragnir út í umhverf­ið. Plast­agnir mynd­ast með tvenns konar hætti, eins og áður seg­ir, ann­ars vegar með nið­ur­broti af stærra plasti og hins vegar geta þetta verið öragnir sem not­aðar eru í til dæmis snyrti­vör­ur.

Að mati sér­fræð­inga ógna þær líf­ríki hafs­ins en í skýrsl­unni er greint frá því að eina hreins­unin sem fram­kvæmd er á Íslandi, meðal ann­ars í Kletta­garða­stöð­inni og skólp­hreinsi­stöð­inni í Hafn­ar­firði, sé gróf­sí­un. Agnir sem eru minni en milli­metri og niður í hund­rað míkró­metra fara gegnum stöðv­arnar og út í umhverf­ið. Annað er upp á ten­ingnum í Sví­þjóð og Finn­landi þar sem 99 pró­sent öragna setj­ast í óhrein­indin sem skilj­ast frá frá­veitu­vatni eftir for­hreins­un. Ljóst er því að úrbóta er þörf í hreinsi­stöðvum á Íslandi.

Hrönn Jör­unds­dóttir vann að skýrsl­unni en hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann á síð­asta ári að rann­sóknir á örplasti væru til­tölu­legar nýjar af nál­inni og því væri enn verið að bæta við þekk­ing­una á þessu sviði. Áhrif stærra plasts væru aug­ljós­ara og þess vegna væri örplastið lúm­skara ef svo mætti að orði kom­ast og smæð þess því sér­stakt áhyggju­efni. Hún sagði að örplast væri talið hafa tvenns konar áhrif á umhverf­ið. Í fyrsta lagi inni­heldur plast fjölda óæski­legra efna. Mikið af efna­sam­böndum væru í plasti, eins og mýk­ing­ar­efni og lit­ar­efni, sól­ar­vörn og svo fram­veg­is, sem geta lekið úr því. Það gæti gerst inni í lík­ama dýr­anna og þá væru meng­andi efnin komin inn í fæðu­keðju okk­ar. Plast væri í eðli sínu feitt efni og mengun í sjónum sem er fitu­sækin sæki í plast­ið. Það drægi í raun í sig meng­andi efni úr sjónum sem geta losnað þegar þau koma inn í lík­amann.

Í öðru lagi sagði hún að áhrifa gæti sem minna hefðu verið rann­sökuð og vitað væri um. Hrönn sagði að hugs­an­lega hefði plast­ögnin sjálf áhrif á líf­ver­ur. Þegar plast­ögnin væri orðin mjög lítil þá getur hún mögu­lega kom­ist yfir þarma­vegg­ina, út úr þörm­unum og inn í blóð­rás­ina. Og þegar hún væri farin að flakka um lík­amann með blóð­rásinni þá geti hún kom­ist hvert sem er. Ekki er vitað um áhrifin af því, að sögn Hrann­ar, og erfitt að meta.

Hrönn sagði að Íslend­ingar yrðu að hugsa skólp­hreinsun upp á nýtt og fara að taka ábyrgð á þessum hlut­um. Ekki væri ein­ungis mik­il­vægt að huga að líf­rænni mengun heldur yrði að skilja að plast­agnir og lyfja­leifar úr skólp­inu sem fer út í sjó og mengar út frá sér. Plastið brotni ekki niður og því hverfi vanda­málið ekki þrátt fyrir að því væri dælt út í sjó.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent