Örplast finnst í vatni í Reykjavík - Mörgum spurningum ósvarað

Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Örplast er heiti á plastögnum sem eru minni en 5mm að þvermáli.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni sem var í fréttum hér á landi á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Sérfræðingur sem Kjarninn talaði við segir að þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður þá beri að taka þær alvarlega. Frekari rannsókna sé þörf. 

Örplast er heiti á plastögnum sem eru minni en 5 millimetrar að þvermáli. Örplast getur annars vegar verið framleitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrtivörum, eða örplast sem verður til við niðurbrot, til að mynda úr dekkjum, innkaupapokum eða fatnaði. 

Niðurstöður mælinga Veitna samsvara því að 1 til 2 slíkar agnir finnist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítrar. Kom fram í fyrrnefndri erlendri skýrslu að 83 prósent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heiminum, innihéldu að meðaltali tuttugufalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neysluvatni Reykvíkinga. 

Auglýsing

Lifum ekki í einangruðum heimi

Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri og sérfræðingur hjá MATÍS, segir að nauðsynlegt sé að finna uppsprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún segir að þau hjá MATÍS séu að skoða þessi mál og að til standi að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni framtíð.

Varðandi niðurstöður úr sýnatöku Veitna þá segir hún að það sé jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýnunum en á hinn bóginn þá sé það áhyggjuefni að plastagnir hafi fundist yfirhöfuð. Þetta sýni að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyrir. „Það verður að taka þetta alvarlega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðrir,“ segir hún og bætir við að Íslendingar lifi ekki í einangruðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Telja rétt að hafa fyrirvara

Þrátt fyrir að þessar niðurstöður gefi vísbendingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyrirvara, segir í tilkynningu Veitna. Ástæðan fyrir því sé að ekki er til viðurkennd sýnatöku- og greiningaraðferð þegar kemur að rannsóknum á örplasti í neysluvatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfnunar, meðhöndlunar og talningar á litlum sýnum hafi verið ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rannsókninni sem nefnd er að ofan. Raunar hafi höfundar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafi tilkynnt að nú standi yfir framhaldsrannsóknir sem standast eðlilegar vísindalegar kröfur.

„Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neysluvatni hér á landi. Því er enginn samanburður til fyrir vatn annars staðar á landinu. Engar reglugerðir eru til um örplast í neysluvatni, ekki eru til viðmiðunarmörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neysluvatni og ekki er til heildstætt mat á magni og uppruna plasts í umhverfinu,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur kemur fram að Veitur muni halda áfram að fylgjast með örplasti í neysluvatni Reykvíkinga og vísindalegri umræðu hér á landi og í útlöndum um málefnið. Hún sé að þroskast eins og gagnrýni á áðurnefnda alþjóðlega rannsókn sýnir.

Mörgum spurningum ósvarað

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, segir í samtali við Kjarnann að erfitt sé að segja til um hvaðan þetta örplast komi. Hún bendir á að ekki sé til stöðluð rannsóknaraðferð og þar af leiðandi sé erfitt að bera saman niðurstöður úr rannsóknum. „Við vitum hreinlega ekki hvernig örplast kemst í vatnið eða nákvæmlega hvaðan það kemur,“ segir hún.

Veitur greindu hvort um væri að ræða þræði, brot og flögur en vegna skorts á rannsóknum segir Inga Dóra að ómögulegt sé að draga nákvæma ályktun hvaðan örplastið komi.

Enn fremur segir hún að afleiðingar örplasts á heilsu séu óljósar, hvenær það verði skaðlegt og jafnvel hvort eða hversu mikið sé af því í andrúmsloftinu. Mörgum spurningum sé því ósvarað en bætir hún við að mælingar sem þessar séu fyrsta skrefið í átt að svörum.

Örplast fer beint út í sjó

Sumarið 2016 vann MATÍS skýrslu um losun örplasts með skólpi í samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina (IVL), Finnsku umhverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi. Rannsakað var hvort skólphreinsistöðvar væru gátt fyrir öragnir út í umhverfið. Plastagnir myndast með tvenns konar hætti, eins og áður segir, annars vegar með niðurbroti af stærra plasti og hins vegar geta þetta verið öragnir sem notaðar eru í til dæmis snyrtivörur.

Að mati sérfræðinga ógna þær lífríki hafsins en í skýrslunni er greint frá því að eina hreinsunin sem framkvæmd er á Íslandi, meðal annars í Klettagarðastöðinni og skólphreinsistöðinni í Hafnarfirði, sé grófsíun. Agnir sem eru minni en millimetri og niður í hundrað míkrómetra fara gegnum stöðvarnar og út í umhverfið. Annað er upp á teningnum í Svíþjóð og Finnlandi þar sem 99 prósent öragna setjast í óhreinindin sem skiljast frá fráveituvatni eftir forhreinsun. Ljóst er því að úrbóta er þörf í hreinsistöðvum á Íslandi.

Hrönn Jörundsdóttir vann að skýrslunni en hún sagði í samtali við Kjarnann á síðasta ári að rannsóknir á örplasti væru tiltölulegar nýjar af nálinni og því væri enn verið að bæta við þekkinguna á þessu sviði. Áhrif stærra plasts væru augljósara og þess vegna væri örplastið lúmskara ef svo mætti að orði komast og smæð þess því sérstakt áhyggjuefni. Hún sagði að örplast væri talið hafa tvenns konar áhrif á umhverfið. Í fyrsta lagi inniheldur plast fjölda óæskilegra efna. Mikið af efnasamböndum væru í plasti, eins og mýkingarefni og litarefni, sólarvörn og svo framvegis, sem geta lekið úr því. Það gæti gerst inni í líkama dýranna og þá væru mengandi efnin komin inn í fæðukeðju okkar. Plast væri í eðli sínu feitt efni og mengun í sjónum sem er fitusækin sæki í plastið. Það drægi í raun í sig mengandi efni úr sjónum sem geta losnað þegar þau koma inn í líkamann.

Í öðru lagi sagði hún að áhrifa gæti sem minna hefðu verið rannsökuð og vitað væri um. Hrönn sagði að hugsanlega hefði plastögnin sjálf áhrif á lífverur. Þegar plastögnin væri orðin mjög lítil þá getur hún mögulega komist yfir þarmaveggina, út úr þörmunum og inn í blóðrásina. Og þegar hún væri farin að flakka um líkamann með blóðrásinni þá geti hún komist hvert sem er. Ekki er vitað um áhrifin af því, að sögn Hrannar, og erfitt að meta.

Hrönn sagði að Íslendingar yrðu að hugsa skólphreinsun upp á nýtt og fara að taka ábyrgð á þessum hlutum. Ekki væri einungis mikilvægt að huga að lífrænni mengun heldur yrði að skilja að plastagnir og lyfjaleifar úr skólpinu sem fer út í sjó og mengar út frá sér. Plastið brotni ekki niður og því hverfi vandamálið ekki þrátt fyrir að því væri dælt út í sjó.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent