Bragi í leyfi frá embætti forstjóra Barnaverndarstofu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verður í kjöri til nefndarinnar og verður þar af leiðandi í leyfi í eitt ár.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að sækj­ast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Bragi Guð­brands­son for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu verður í kjöri til nefnd­ar­innar en í henni sitja 18 sér­fræð­ingar og hafa þeir það hlut­verk að fylgj­ast með fram­kvæmd Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur veitt Braga leyfi til eins árs frá emb­ætti for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu en nái Bragi kjöri lætur hann af emb­ætti sínu sem for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu þar sem áhersla er lögð á að nefnd­ar­menn séu óháðir barn­vernd­ar­yf­ir­völdum í ein­stökum ríkjum SÞ. 

Segir í til­kynn­ing­unni að staða Braga sem fram­bjóð­anda Íslands sé talin sterk vegna ára­tuga reynslu hans af mála­flokknum og þátt­töku í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði.

Ekki náð­ist í Braga við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Kosið á tveggja ára fresti

Kosið er í nefnd­ina á tveggja ára fresti, níu full­trúar í hvert sinn. Hver full­trúi er kos­inn til fjög­urra ára í senn. Næsta val full­trúa í nefnd­ina fer fram þann 29. júní næst­kom­andi. Utan­rík­is­ráðu­neytið mun stýra kosn­inga­bar­áttu vegna fram­boðs full­trúa Íslands með milli­göngu fasta­nefnd­ar­innar í New York.

Norð­ur­löndin telja mik­il­vægt að eiga rödd á vett­vangi Barna­rétt­ar­nefnd­ar­innar og síð­ast­liðin átta ár hefur Nor­egur átt þar full­trúa; Kirsten Sand­berg, lög­fræð­ing og sér­fræð­ing í rétt­indum barna. Hún mun ekki gefa kost á sér áfram og hingað til hefur ekk­ert Norð­ur­land­anna skilað inn fram­boði. Frestur til þess rennur út í lok apr­íl.

Segir í til­kynn­ing­unni að sam­hliða und­ir­bún­ingi vegna fram­boðs síns muni Bragi sinna afmörk­uðum verk­efnum í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu sem snúa að til­teknum áherslu­málum ráð­herra í mál­efnum barna sam­kvæmt samn­ingi þar að lút­andi. Sé þar einkum horft til þess að tryggja börnum og fjöl­skyldum þeirra sem skjótasta íhlutun og stuðla að heild­stæðri nálgun og sam­fellu þjón­ust­unnar þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjöl­skyldna hverju sinni.

Eft­ir­lit með barna­vernd­ar­starfi end­ur­skoðað

Eft­ir­lit með öllu barna­vernd­ar­starfi í land­inu verður end­ur­skoðað og ráð­ist í heild­ar­end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga. Þá verða settar skýrar form­kröfur um sam­skipta­hætti stjórn­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­ar. 

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Mark­miðið er að efla og þróa barna­vernd­ar­starf í land­inu og styrkja stjórn­sýslu mála­flokks­ins, sam­kvæmt frétt­inni. Frum­varp til laga um eft­ir­lit með barna­vernd er komið á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hluti þess­ara verk­efna verður á höndum nýrrar gæða- og eft­ir­lits­stofn­unar sem tekur til starfa innan vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins á næstu vik­um.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, fund­aði í dag með for­mönnum barna­vernd­ar­nefnda Reykja­vík­ur, Hafn­ar­fjarðar og Kópa­vogs og kynnti þeim hinar áform­uðu breyt­ingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan mála­flokks­ins. 

Segir enn­fremur að for­menn barna­vernd­ar­nefndana hafi leitað til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins síð­ast­liðið haust vegna sam­skipta við Barna­vernd­ar­stofu og for­stjóra hennar og lagt fram umkvart­anir þar að lút­andi. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hafi tekið þær til efn­is­legrar umfjöll­unar sem nú er lokið og hafi nið­ur­stöð­urnar verið kynntar aðilum máls­ins.

Vilja end­ur­heimta traust

Ráð­herra segir að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­neyt­is­ins til að end­ur­heimta traust í kjöl­far fyrr­nefndra umkvart­ana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­sýslu mála­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd:

„Ein­stak­lingar og stofn­anir sem gegna hlut­verki á sviði barna­verndar verða að geta unnið saman á grund­velli trausts og trún­aðar og fá ef nokkur við­fangs­efni stjórn­sýsl­unnar eru mik­il­væg­ari og við­kvæm­ari en þessi. Eftir við­ræður við for­menn barna­vernd­ar­nefnd­anna og for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skap­ist og skil­yrði fyrir fag­leg vinnu­brögð verði sem best,“ sagði ráð­herra að loknum fund­inum í dag.

Þá hefur félags­mála­ráð­herra ákveðið að ráð­ast í ítar­lega skoðun á þjón­ustu við börn með það meg­in­mark­miði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að sam­fellu í þjón­ust­unni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjöl­skyldna. Þessi vinna mun nýt­ast við yfir­stand­andi end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga sem kveðið er á um í fram­kvæmda­á­ætlun á sviði barna­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent