Bragi í leyfi frá embætti forstjóra Barnaverndarstofu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verður í kjöri til nefndarinnar og verður þar af leiðandi í leyfi í eitt ár.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að sækj­ast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna. Bragi Guð­brands­son for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu verður í kjöri til nefnd­ar­innar en í henni sitja 18 sér­fræð­ingar og hafa þeir það hlut­verk að fylgj­ast með fram­kvæmd Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hefur veitt Braga leyfi til eins árs frá emb­ætti for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu en nái Bragi kjöri lætur hann af emb­ætti sínu sem for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu þar sem áhersla er lögð á að nefnd­ar­menn séu óháðir barn­vernd­ar­yf­ir­völdum í ein­stökum ríkjum SÞ. 

Segir í til­kynn­ing­unni að staða Braga sem fram­bjóð­anda Íslands sé talin sterk vegna ára­tuga reynslu hans af mála­flokknum og þátt­töku í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði.

Ekki náð­ist í Braga við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Kosið á tveggja ára fresti

Kosið er í nefnd­ina á tveggja ára fresti, níu full­trúar í hvert sinn. Hver full­trúi er kos­inn til fjög­urra ára í senn. Næsta val full­trúa í nefnd­ina fer fram þann 29. júní næst­kom­andi. Utan­rík­is­ráðu­neytið mun stýra kosn­inga­bar­áttu vegna fram­boðs full­trúa Íslands með milli­göngu fasta­nefnd­ar­innar í New York.

Norð­ur­löndin telja mik­il­vægt að eiga rödd á vett­vangi Barna­rétt­ar­nefnd­ar­innar og síð­ast­liðin átta ár hefur Nor­egur átt þar full­trúa; Kirsten Sand­berg, lög­fræð­ing og sér­fræð­ing í rétt­indum barna. Hún mun ekki gefa kost á sér áfram og hingað til hefur ekk­ert Norð­ur­land­anna skilað inn fram­boði. Frestur til þess rennur út í lok apr­íl.

Segir í til­kynn­ing­unni að sam­hliða und­ir­bún­ingi vegna fram­boðs síns muni Bragi sinna afmörk­uðum verk­efnum í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu sem snúa að til­teknum áherslu­málum ráð­herra í mál­efnum barna sam­kvæmt samn­ingi þar að lút­andi. Sé þar einkum horft til þess að tryggja börnum og fjöl­skyldum þeirra sem skjótasta íhlutun og stuðla að heild­stæðri nálgun og sam­fellu þjón­ust­unnar þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjöl­skyldna hverju sinni.

Eft­ir­lit með barna­vernd­ar­starfi end­ur­skoðað

Eft­ir­lit með öllu barna­vernd­ar­starfi í land­inu verður end­ur­skoðað og ráð­ist í heild­ar­end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga. Þá verða settar skýrar form­kröfur um sam­skipta­hætti stjórn­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­ar. 

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Mark­miðið er að efla og þróa barna­vernd­ar­starf í land­inu og styrkja stjórn­sýslu mála­flokks­ins, sam­kvæmt frétt­inni. Frum­varp til laga um eft­ir­lit með barna­vernd er komið á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hluti þess­ara verk­efna verður á höndum nýrrar gæða- og eft­ir­lits­stofn­unar sem tekur til starfa innan vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins á næstu vik­um.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, fund­aði í dag með for­mönnum barna­vernd­ar­nefnda Reykja­vík­ur, Hafn­ar­fjarðar og Kópa­vogs og kynnti þeim hinar áform­uðu breyt­ingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan mála­flokks­ins. 

Segir enn­fremur að for­menn barna­vernd­ar­nefndana hafi leitað til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins síð­ast­liðið haust vegna sam­skipta við Barna­vernd­ar­stofu og for­stjóra hennar og lagt fram umkvart­anir þar að lút­andi. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hafi tekið þær til efn­is­legrar umfjöll­unar sem nú er lokið og hafi nið­ur­stöð­urnar verið kynntar aðilum máls­ins.

Vilja end­ur­heimta traust

Ráð­herra segir að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­neyt­is­ins til að end­ur­heimta traust í kjöl­far fyrr­nefndra umkvart­ana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­sýslu mála­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd:

„Ein­stak­lingar og stofn­anir sem gegna hlut­verki á sviði barna­verndar verða að geta unnið saman á grund­velli trausts og trún­aðar og fá ef nokkur við­fangs­efni stjórn­sýsl­unnar eru mik­il­væg­ari og við­kvæm­ari en þessi. Eftir við­ræður við for­menn barna­vernd­ar­nefnd­anna og for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skap­ist og skil­yrði fyrir fag­leg vinnu­brögð verði sem best,“ sagði ráð­herra að loknum fund­inum í dag.

Þá hefur félags­mála­ráð­herra ákveðið að ráð­ast í ítar­lega skoðun á þjón­ustu við börn með það meg­in­mark­miði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að sam­fellu í þjón­ust­unni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjöl­skyldna. Þessi vinna mun nýt­ast við yfir­stand­andi end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga sem kveðið er á um í fram­kvæmda­á­ætlun á sviði barna­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent