Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Neyðarástand er víða í landinu eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman, en talið er að meira en helmingur tæplega 20 milljóna, sem búa í landinu, séu á flótta þessi misserin, ýmist innan landamæra eða utan.
Tillagan um vopnahléð var samþykkt samhljóða, en atkvæðagreiðslunni var í tvígang frestað. Kúveit og Svíþjóð stóðu að tillögunni.
Loftárásir hafa banað meira en 500 almennum borgurum á undanförnum vikum, en hörðustu átökin hafa verið í Ghouta héraði, í grennd við Damaskus.
The United Nations Security Council voted unanimously in favor of a 30-day cease-fire in Syria https://t.co/7Rj4q7P5AZ
— The New York Times (@nytimes) February 24, 2018
Vopnahléð verður nýtt til að koma hjálpargögnum til bágstaddra.