Þórhildur segir uppi rökstuddan grun um margvísleg brot ráðamanna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir reglur í íslensku samfélagi ekki gilda um æðstu lög samfélagsins og æðstu valdhafa á Íslandi. Þetta sagði Þórhildur í Silfrinu á RÚV í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hringbraut
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata sagði reglur í íslensku sam­fé­lagi ekki gilda um æðstu lög sam­fé­lags­ins og æðstu vald­hafa á Íslandi. Þetta sagði Þór­hildur í Silfr­inu á RÚV í dag.

Hún vís­aði í nýbirtar nið­ur­stöður Tran­sparency International þar sem Ísland er spilltasta ríki Norð­ur­land­anna og sagði nið­ur­stöð­una meðal ann­ars skýr­ast af því að ráð­herrar þjóð­ar­innar séu aldrei látnir sæta afleið­ingum né heldur þing­menn.

„Nú er rök­studdur grunur uppi um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé. Og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rann­sókn í þeim efn­um,“ sagði Þór­hildur og bætti við að hún myndi aðeins eftir einu til­felli þar sem rann­sókn hafi verið sett af stað á spill­ing­ar­máli stjórn­mála­manns á Íslandi og það hafi verið mál Árna John­sen en hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir fjár­drátt og umboðs­svik í opin­beru starfi, mútu­þægni og rangar skýrslur til yfir­valda.

Auglýsing

„Við erum samt með fjár­mála­ráð­herra sem var í Panama­skjöl­unum og höfum rök­studdan grun til þess að hugsa það að hann hafi ekki gefið rétt upp til skatts. Við höfum líka uppi rök­studdan grun uppi um það að hann hafi mis­beitt opin­beru valdi til eigin hags­muna, til þess að hagn­ast sínum flokki með því að stinga skýrslum sem voru óþægi­legar fyrir kosn­ingar undir stól, til þess að hagn­ast sinni eigni fjöl­skyldu með því að hafa bein áhrif á skatt­rann­sókn­ar­stjóra þegar hún var að reyna að kaupa gögn, sömu gögn og Panama­skjölin bara rétt fyrir það, sagði Þór­hildur og sagði þannig uppi rök­studdur grunur um að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi framið refsi­vert athæfi en eng­inn taki sig til og rann­saki það.

„Við höfum rök­studdan grun um að dóms­mála­ráð­herr­ann hafi mis­beitt opin­beru valdi fyrir sína eigin hags­muni, í upp­reist æru mál­inu, í Lands­rétt­ar­mál­inu, en það er eng­inn sem tekur sig til og rann­sakar það vegna þess að við­horfið hér er að æðsta lag sam­fé­lags­ins sé hafið yfir lögin sem að við hin erum látin fylgja.“

Þór­hildur sagði almenn­ing lát­inn sæta mjög ströngum regl­um, gerðar séu skatt­rann­sóknir á þeirra hög­um, mál bóta­þega séu rann­sökuð ofan í kjöl­inn þegar ein­hver minnsti grunur sé uppi um að þeir séu að svíkja  út opin­bert fé.

„Hvað við gerum þegar kemur að því að við höfum minnstu grun­semd um að hinn almenni borg­ari hafi brotið ein­hverja reglu sem fylgja okkar sam­fé­lags­sátt­mála. En þegar við tölum um æðstu ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, þing­menn, ráð­herra, for­stöðu­menn, við sjáum það líka end­ur­tekið að þeir sem eru í æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni þeim er verð­launað líka fyrir það að brjóta regl­ur, þeir sæta engum afleið­ing­um.“ Hún nefndi sem dæmi Braga Guð­brands­son, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, sem hún sagði hafa setið undir ítrek­uðum kvört­unum frá barna­vernd­ar­nefndum sem undir hann heyra.

„Um ófag­leg vinnu­brögð, um óeðli­leg afskipti, og um bara mjög vand­ræða­leg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verð­launað með að senda hann til barna­vernd­ar­nefnda Sam­ein­uðu þjóð­anna og ísland ætlar að fara að leggja pen­inga í kosn­inga­bar­áttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barna­rétt­ar­starfi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem ég kalla bara verð­laun fyrir vonda hegðun og á sama tíma losa hann út úr þessu vanda­máli.“

Þór­hildur sagði það end­ur­tekið sjást að ef ein­hver brot eigi sér stað þá fylgi því engar afleið­ingar fyrir æðstu lög sam­fé­lags­ins en það gildi ekki um hina.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent