Þórhildur segir uppi rökstuddan grun um margvísleg brot ráðamanna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir reglur í íslensku samfélagi ekki gilda um æðstu lög samfélagsins og æðstu valdhafa á Íslandi. Þetta sagði Þórhildur í Silfrinu á RÚV í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hringbraut
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata sagði reglur í íslensku sam­fé­lagi ekki gilda um æðstu lög sam­fé­lags­ins og æðstu vald­hafa á Íslandi. Þetta sagði Þór­hildur í Silfr­inu á RÚV í dag.

Hún vís­aði í nýbirtar nið­ur­stöður Tran­sparency International þar sem Ísland er spilltasta ríki Norð­ur­land­anna og sagði nið­ur­stöð­una meðal ann­ars skýr­ast af því að ráð­herrar þjóð­ar­innar séu aldrei látnir sæta afleið­ingum né heldur þing­menn.

„Nú er rök­studdur grunur uppi um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé. Og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rann­sókn í þeim efn­um,“ sagði Þór­hildur og bætti við að hún myndi aðeins eftir einu til­felli þar sem rann­sókn hafi verið sett af stað á spill­ing­ar­máli stjórn­mála­manns á Íslandi og það hafi verið mál Árna John­sen en hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir fjár­drátt og umboðs­svik í opin­beru starfi, mútu­þægni og rangar skýrslur til yfir­valda.

Auglýsing

„Við erum samt með fjár­mála­ráð­herra sem var í Panama­skjöl­unum og höfum rök­studdan grun til þess að hugsa það að hann hafi ekki gefið rétt upp til skatts. Við höfum líka uppi rök­studdan grun uppi um það að hann hafi mis­beitt opin­beru valdi til eigin hags­muna, til þess að hagn­ast sínum flokki með því að stinga skýrslum sem voru óþægi­legar fyrir kosn­ingar undir stól, til þess að hagn­ast sinni eigni fjöl­skyldu með því að hafa bein áhrif á skatt­rann­sókn­ar­stjóra þegar hún var að reyna að kaupa gögn, sömu gögn og Panama­skjölin bara rétt fyrir það, sagði Þór­hildur og sagði þannig uppi rök­studdur grunur um að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi framið refsi­vert athæfi en eng­inn taki sig til og rann­saki það.

„Við höfum rök­studdan grun um að dóms­mála­ráð­herr­ann hafi mis­beitt opin­beru valdi fyrir sína eigin hags­muni, í upp­reist æru mál­inu, í Lands­rétt­ar­mál­inu, en það er eng­inn sem tekur sig til og rann­sakar það vegna þess að við­horfið hér er að æðsta lag sam­fé­lags­ins sé hafið yfir lögin sem að við hin erum látin fylgja.“

Þór­hildur sagði almenn­ing lát­inn sæta mjög ströngum regl­um, gerðar séu skatt­rann­sóknir á þeirra hög­um, mál bóta­þega séu rann­sökuð ofan í kjöl­inn þegar ein­hver minnsti grunur sé uppi um að þeir séu að svíkja  út opin­bert fé.

„Hvað við gerum þegar kemur að því að við höfum minnstu grun­semd um að hinn almenni borg­ari hafi brotið ein­hverja reglu sem fylgja okkar sam­fé­lags­sátt­mála. En þegar við tölum um æðstu ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, þing­menn, ráð­herra, for­stöðu­menn, við sjáum það líka end­ur­tekið að þeir sem eru í æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni þeim er verð­launað líka fyrir það að brjóta regl­ur, þeir sæta engum afleið­ing­um.“ Hún nefndi sem dæmi Braga Guð­brands­son, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, sem hún sagði hafa setið undir ítrek­uðum kvört­unum frá barna­vernd­ar­nefndum sem undir hann heyra.

„Um ófag­leg vinnu­brögð, um óeðli­leg afskipti, og um bara mjög vand­ræða­leg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verð­launað með að senda hann til barna­vernd­ar­nefnda Sam­ein­uðu þjóð­anna og ísland ætlar að fara að leggja pen­inga í kosn­inga­bar­áttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barna­rétt­ar­starfi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem ég kalla bara verð­laun fyrir vonda hegðun og á sama tíma losa hann út úr þessu vanda­máli.“

Þór­hildur sagði það end­ur­tekið sjást að ef ein­hver brot eigi sér stað þá fylgi því engar afleið­ingar fyrir æðstu lög sam­fé­lags­ins en það gildi ekki um hina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent