„Reglulega heyrast áhyggjuraddir þess efnis að menntun hér á landi sé ekki metin til launa í fjölmörgum starfsgreinum. Sú gagnrýni virðist eiga nokkuð til síns máls, en tekjuávinningur háskólanáms á Ísland er með því minnsta sem þekkist í heiminum.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri grein Jónasar Atla Gunnarssonar, hagfræðings, í nýjustu útgáfu Vísbendingar, sem kom til áskrifenda 23. febrúar síðastliðinn.
Í greininni fjallar hann um launalegan ávinning menntunar á Íslandi og í öðrum löndum, og segir meðal annars að það sé ekki endilega auðvelt að auka virðið. „Þessi litli launamunur háskólamenntaðra miðað við aðra á Íslandi hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar þar sem hann dregur úr virði menntunar og er tákn um óhagkvæmni í menntakerfinu. Hins vegar er ekki auðvelt að breyta því, þar sem tilraunir til þess að auka ávinning háskólamenntunar gætu haft í för með sér önnur samfélagsleg vandamál. Háskólapremían Svokölluð háskólapremía (e. college premium) er víða notuð meðal fræðimanna og annara greiningaraðila til þess að meta ávinning háskólanáms. Premían er prósentutala og fundin með því að bera saman tekjur háskólamenntaðra í hlutfalli við tekjur annara yfir lífstíðina, hvort sem þær eru í formi launa eða fjármagnstekna. Þessi mælikvarði nýtur ágætra vinsælda innan hagfræðinnar þar sem líta má á hann sem framtíðararð af þeirri fjárfestingu sem háskólanámið er. Hærri launaávinningur háskólanáms eykur þannig virði námsins og sömuleiðis velferð þess sem stundar það,“ segir Jónas Atli í grein sinni.
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.