Er menntun metin til launa á Íslandi?

Gildi menntunar er til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

menntun bækur lærdómur skóli
Auglýsing

„Reglulega heyrast áhyggjuraddir þess efnis að menntun hér á landi sé ekki metin til launa í fjölmörgum starfsgreinum. Sú gagnrýni virðist eiga nokkuð til síns máls, en tekjuávinningur háskólanáms á Ísland er með því minnsta sem þekkist í heiminum.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri grein Jónasar Atla Gunnarssonar, hagfræðings, í nýjustu útgáfu Vísbendingar, sem kom til áskrifenda 23. febrúar síðastliðinn. 

Eins og sjá má, er Ísland neðarlega á lista yfir launaávinning menntunar.

Auglýsing

Í greininni fjallar hann um launalegan ávinning menntunar á Íslandi og í öðrum löndum, og segir meðal annars að það sé ekki endilega auðvelt að auka virðið. „Þessi litli launamunur háskólamenntaðra miðað við aðra á Íslandi hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar þar sem hann Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur.dregur úr virði menntunar og er tákn um óhagkvæmni í menntakerfinu. Hins vegar er ekki auðvelt að breyta því, þar sem tilraunir til þess að auka ávinning háskólamenntunar gætu haft í för með sér önnur samfélagsleg vandamál. Háskólapremían Svokölluð háskólapremía (e. college premium) er víða notuð meðal fræðimanna og annara greiningaraðila til þess að meta ávinning háskólanáms. Premían er prósentutala og fundin með því að bera saman tekjur háskólamenntaðra í hlutfalli við tekjur annara yfir lífstíðina, hvort sem þær eru í formi launa eða fjármagnstekna. Þessi mælikvarði nýtur ágætra vinsælda innan hagfræðinnar þar sem líta má á hann sem framtíðararð af þeirri fjárfestingu sem háskólanámið er. Hærri launaávinningur háskólanáms eykur þannig virði námsins og sömuleiðis velferð þess sem stundar það,“ segir Jónas Atli í grein sinni. 

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent