Vilja birta þingfarakostnað tíu ár aftur í tímann

Samhljómur er um það á þingi að birta þingfarakostnað, meðal annars vegna endurgreiðslna fyrir akstur, að minnsta kosti tíu ár aftur í tímann. Á morgun verða birtar upplýsingar um fastan kostnað þingmann frá 1. janúar 2018.

Jón Þór Ólafsson
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata og einn vara­for­seta Alþing­is, segir að sam­hljómur sé um það á meðal stjórn­mála­flokka á þingi að birta allar upp­lýs­ingar um þing­fara­kostnað allra þing­manna tíu ár aftur í tím­ann. Á morgun verði birtur fasta­kostn­aður frá ára­mótum á nýrri vef­síðu sem þá verður sett í loft­ið. Enn er verið að taka saman breyti­legan kostnað sem til hefur fallið á þessu ári en hann verður birtur von bráð­ar.

­For­sætis­nefnd Alþingis fund­aði klukkan 11:35 í morgun um akst­urs­kostnað og annan þing­fara­kostnað þing­manna í morg­un. Jón Þór segir að Píratar hafi viljað fá upp­lýs­ingar aftur til árs­ins 1995 um allan greiddan þing­fara­kostnað en að sam­hljómur hafi orðið um að gera það að minnsta kosti tíu ár aftur í tím­ann.

Jón Þór segir enn fremur að fjallað hafi verið um eft­ir­lit for­sætis­nefndar með fram­fylgd skrif­stofu Alþingis með lögum og reglum sem varða greiðslu kostn­aðar vegna starfa þing­manna. Ljóst sé að for­sætis­nefnd hafi eft­ir­lits­skyldu gagn­vart þeirri fram­fylgd og því verði að rann­saka hvort lögum og reglum hafi verið fram­fylgt. Jón Þór segir að til­búin séu drög að grein­ar­gerð um hver sú fram­fylgni hafi ver­ið.

Auglýsing
Alþingismenn njóta þeirrar sér­stöðu að þeir þurfa að ákveða sín á milli hvort rann­saka eigi þá fyrir brot í starfi. Þeir eru ekki með neina eig­in­lega yfir­menn, nema auð­vitað almenn­ing sem fær að segja skoðun sína á þeim í kosn­ing­um. Mikið hefur verið fjallað um þessa stöðu í kjöl­far þess að svar barst við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar þing­manna þann 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. 

Þar sagði meðal ann­ars að sá þing­­maður sem fékk hæstu árlegu end­­ur­greiðsl­una vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar í fyrra hafi fengið sam­tals rúm­­lega 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greidd­­ar. Það þýddi að þing­­mað­­ur­inn, sem síðar var opin­berað að er Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­ur­greiðslu úr rík­­is­­sjóði vegna keyrslu sinn­­ar. Í svörum for­­seta var greint frá greiðslum til þeirra tíu þing­­manna sem fengu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar vegna akst­­urs á und­an­­förnum árum. Nöfn þeirra voru hins vegar ekki birt né er greint frá því hvaða kjör­­dæmi þing­­menn­irnir til­­heyra, þar sem það er talið fara nærri per­­són­u­­grein­an­­legum upp­­lýs­ing­um

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent