Vilja birta þingfarakostnað tíu ár aftur í tímann

Samhljómur er um það á þingi að birta þingfarakostnað, meðal annars vegna endurgreiðslna fyrir akstur, að minnsta kosti tíu ár aftur í tímann. Á morgun verða birtar upplýsingar um fastan kostnað þingmann frá 1. janúar 2018.

Jón Þór Ólafsson
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata og einn vara­for­seta Alþing­is, segir að sam­hljómur sé um það á meðal stjórn­mála­flokka á þingi að birta allar upp­lýs­ingar um þing­fara­kostnað allra þing­manna tíu ár aftur í tím­ann. Á morgun verði birtur fasta­kostn­aður frá ára­mótum á nýrri vef­síðu sem þá verður sett í loft­ið. Enn er verið að taka saman breyti­legan kostnað sem til hefur fallið á þessu ári en hann verður birtur von bráð­ar.

­For­sætis­nefnd Alþingis fund­aði klukkan 11:35 í morgun um akst­urs­kostnað og annan þing­fara­kostnað þing­manna í morg­un. Jón Þór segir að Píratar hafi viljað fá upp­lýs­ingar aftur til árs­ins 1995 um allan greiddan þing­fara­kostnað en að sam­hljómur hafi orðið um að gera það að minnsta kosti tíu ár aftur í tím­ann.

Jón Þór segir enn fremur að fjallað hafi verið um eft­ir­lit for­sætis­nefndar með fram­fylgd skrif­stofu Alþingis með lögum og reglum sem varða greiðslu kostn­aðar vegna starfa þing­manna. Ljóst sé að for­sætis­nefnd hafi eft­ir­lits­skyldu gagn­vart þeirri fram­fylgd og því verði að rann­saka hvort lögum og reglum hafi verið fram­fylgt. Jón Þór segir að til­búin séu drög að grein­ar­gerð um hver sú fram­fylgni hafi ver­ið.

Auglýsing
Alþingismenn njóta þeirrar sér­stöðu að þeir þurfa að ákveða sín á milli hvort rann­saka eigi þá fyrir brot í starfi. Þeir eru ekki með neina eig­in­lega yfir­menn, nema auð­vitað almenn­ing sem fær að segja skoðun sína á þeim í kosn­ing­um. Mikið hefur verið fjallað um þessa stöðu í kjöl­far þess að svar barst við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar þing­manna þann 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. 

Þar sagði meðal ann­ars að sá þing­­maður sem fékk hæstu árlegu end­­ur­greiðsl­una vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar í fyrra hafi fengið sam­tals rúm­­lega 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greidd­­ar. Það þýddi að þing­­mað­­ur­inn, sem síðar var opin­berað að er Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­ur­greiðslu úr rík­­is­­sjóði vegna keyrslu sinn­­ar. Í svörum for­­seta var greint frá greiðslum til þeirra tíu þing­­manna sem fengu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar vegna akst­­urs á und­an­­förnum árum. Nöfn þeirra voru hins vegar ekki birt né er greint frá því hvaða kjör­­dæmi þing­­menn­irnir til­­heyra, þar sem það er talið fara nærri per­­són­u­­grein­an­­legum upp­­lýs­ing­um

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent