Forsendunefnd ASÍ og SA hefur lokið störfum og eru ósammála um hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist.Fulltrúar ASÍ í nefndinni telja að að frá því hún úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um launastefnu og því haldi uppsagnarheimildin gildi sínu. Fulltrúar SA telja hins vegar að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna tólf mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.
Báðir aðilar telja hins vegar að forsenda sem snýr að kaupmætti launa hafi staðist.
Í yfirlýsingu frá SA segir að samtökin, og aðildarfélög þess, hafi staðið við allar sínar skuldbindingar samkvæmt kjarasamningum við aðildarfélög Alþýðusambandsins og „raunar langt umfram það í ljósi þess að kaupmáttur launa hafi vaxið meira á samningstímanum er nokkru sinni fyrr.“ Segja þau kaupmátt hafa að jafnaði aukist um 20 prósent og kaupmát lægstu launa enn meira, um 25 prósent. „Það er fordæmalaus kaupmáttaraukning á einu samningstímabili á Íslandi og þót víðar væri leitað.“
Samtökin segja ASÍ kalla eftir viðbrögðum vegna forsendubrestsins en segja að SA sé ófært um að bregðast við forsendubresti sem sé ekki fyrir hendi. Óánægju ASÍ verði einungis mætt af hálfu stjórnvalda og ekki sé á færi Samtaka atvinnulífsins að stuðla að áframhaldandi friðarskyldu á vinnumarkaði með breytingum utan áhrifasviðs þeirra.