Stjórnarþingmaður vill kalla danska sendiherrann á teppið

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vill að utanríkisráðherra kalli sendiherra Danmerkur á fund til að ræða fyrirætlanir þarlendra stjórnvalda um að þyngja refsingar fyrir glæpi sem framdir eru í ákveðnum hverfum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auglýsing

Stjórn­ar­þing­mað­ur­inn Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé vill að utan­rík­is­ráð­herra kalli danska sendi­herr­ann á teppið vegna fyr­ir­ætl­ana dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um að taka upp tvö­falt þyngri refs­ingar fyrir brot sem framin eru í skil­greindum vand­ræða­hverfum í borgum og bæjum lands­ins. Í þessum hverf­um, þar sem stór hluti íbúa eru undir fátækt­ar­mörkum sem og eiga við marg­vís­leg félags­leg vanda­mál að stríða, er glæpa­tíðni há. Vill rík­is­stjórnin danska með þessu fækka glæpum á þessum svæð­um.

Kol­beinn sagði í ræðu sinni þar sem störf þings­ins voru til umræðu að vinur sé sá er til vamms segi. Fregnir hafi borist af því að eitt helsta vina­ríki Íslands, Dan­mörk, sé með fyr­ir­ætl­anir um að stig­breyta refs­ingum fyrir glæpi eftir því hvar þeir eru framd­ir. „Kannski þarf engan að undra að hverfin sem um ræðir eru hverfi sem oft hafa verið kölluð gettó eða fátækra­hverfi eða eru í það minnsta þannig sam­an­sett að þau skera sig úr öðrum hverf­um,“­sagði Kol­beinn.

Hann sagði alla vera jafna fyrir lög­um. Ekki eigi að skipta máli hvar fólk býr ef það mis­stígi sig á lífs­ins hálu braut. „Það eiga allir að vera jafnir fyrir lög­un­um. Ef við opnum þessar dyr, hvað ætlum við að gera næst? Mun þá lit­ar­háttur skipta máli? Kyn? Kyn­hneigð? Stjórn­mála­skoð­an­ir? Trú?“

Auglýsing

Kol­beinn vís­aði í grein Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra frá því í gær sem bar nafnið Mann­rétt­indi eru horn­steinn­inn. Kol­beinn sagð­ist fagna þess­ari grein og spurði hvort þessar fregnir frá Dan­mörku séu ekki til­efni til að kalla sendi­herra lands­ins á fund til að ræða mann­rétt­indi og þá stað­reynd að allir eigi að vera jafnir fyrir lög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent