Stjórnarþingmaður vill kalla danska sendiherrann á teppið

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vill að utanríkisráðherra kalli sendiherra Danmerkur á fund til að ræða fyrirætlanir þarlendra stjórnvalda um að þyngja refsingar fyrir glæpi sem framdir eru í ákveðnum hverfum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auglýsing

Stjórn­ar­þing­mað­ur­inn Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé vill að utan­rík­is­ráð­herra kalli danska sendi­herr­ann á teppið vegna fyr­ir­ætl­ana dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um að taka upp tvö­falt þyngri refs­ingar fyrir brot sem framin eru í skil­greindum vand­ræða­hverfum í borgum og bæjum lands­ins. Í þessum hverf­um, þar sem stór hluti íbúa eru undir fátækt­ar­mörkum sem og eiga við marg­vís­leg félags­leg vanda­mál að stríða, er glæpa­tíðni há. Vill rík­is­stjórnin danska með þessu fækka glæpum á þessum svæð­um.

Kol­beinn sagði í ræðu sinni þar sem störf þings­ins voru til umræðu að vinur sé sá er til vamms segi. Fregnir hafi borist af því að eitt helsta vina­ríki Íslands, Dan­mörk, sé með fyr­ir­ætl­anir um að stig­breyta refs­ingum fyrir glæpi eftir því hvar þeir eru framd­ir. „Kannski þarf engan að undra að hverfin sem um ræðir eru hverfi sem oft hafa verið kölluð gettó eða fátækra­hverfi eða eru í það minnsta þannig sam­an­sett að þau skera sig úr öðrum hverf­um,“­sagði Kol­beinn.

Hann sagði alla vera jafna fyrir lög­um. Ekki eigi að skipta máli hvar fólk býr ef það mis­stígi sig á lífs­ins hálu braut. „Það eiga allir að vera jafnir fyrir lög­un­um. Ef við opnum þessar dyr, hvað ætlum við að gera næst? Mun þá lit­ar­háttur skipta máli? Kyn? Kyn­hneigð? Stjórn­mála­skoð­an­ir? Trú?“

Auglýsing

Kol­beinn vís­aði í grein Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra frá því í gær sem bar nafnið Mann­rétt­indi eru horn­steinn­inn. Kol­beinn sagð­ist fagna þess­ari grein og spurði hvort þessar fregnir frá Dan­mörku séu ekki til­efni til að kalla sendi­herra lands­ins á fund til að ræða mann­rétt­indi og þá stað­reynd að allir eigi að vera jafnir fyrir lög­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent