Reglur um kosningaauglýsingar þriðja aðila nauðsynlegar

Kosningabarátta þriðja aðila lýtur ekki lögum og umboð eftirlitsaðila er ófullnægjandi, að mati ÖSE.

Auglýsing
Áróður þeirra sem standa fyrir nafnlausum níðsíðum á samfélagsmiðlum beinist ekki einvörðungu að andstæðingum í stjórnmálum. Hann beinist líka að fjölmiðlum sem fjalla um þá stjórnmálamenn sem nafnlausu síðurnar styðja.
Áróður þeirra sem standa fyrir nafnlausum níðsíðum á samfélagsmiðlum beinist ekki einvörðungu að andstæðingum í stjórnmálum. Hann beinist líka að fjölmiðlum sem fjalla um þá stjórnmálamenn sem nafnlausu síðurnar styðja.

Reglum ætti að koma á varð­andi kosn­inga­bar­áttu af hálfu þriðja aðila á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu ÖSE, Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu sem birt var í gær. 

Skýrslu­höf­undar benda á að slík kosn­inga­bar­átta lúti ekki lögum og umboð eft­ir­lits­að­ila sé ófull­nægj­andi. Einnig þurfi að koma reglu á kröfur um upp­lýs­ingar um útgjöld þriðja aðila.

„Á meðan aug­lýs­ingar þriðja aðila í hefð­bundnum miðl­um, eins og útvarpi, voru rekj­an­legar til sam­taka sem hægt var að stað­festa hver væru, voru aug­lýs­ingar á net­inu aðal­lega nafn­laus­ar,“ segir í skýrsl­unni. Þá hafi þessar aug­lýs­ingar aðal­lega verið nei­kvæðar og spjótum beint að ákveðnum flokkum eða stjórn­mála­mönn­um. 

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um falls­fréttir og upp­lýs­inga­mengum í kjöl­far kosn­ing­anna. Á sam­fé­lags­miðlum dynja fréttir á fólki og getur reynst erfitt að greina á milli hvað sé satt og hvað ekki. 

Fals­fréttir eru, eins og nafnið gefur til kynna, fréttir sem ekki eru sann­ar. Þær stað­hæf­ingar sem haldið er fram í þeim fréttum stand­ast því enga skoðun og er rök­stuðn­ingur ýmist ekki til staðar eða ein­fald­lega rang­ur. Þegar fals­fréttir eru farnar á flug er erfitt að stöðva útbreiðslu þeirra. Iðu­lega eru aug­lýs­ingar kost­aðar af þriðja aðila í póli­tískum til­gang­i. 

„Upp­lýs­inga­meng­un“ nýtt fyr­ir­bæri 

Skýrsla sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber síð­ast­liðnum gefur góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið er í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og segir í skýrsl­unni að nú séum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsi sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau eru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kemur enn fremur fram að erfitt sé að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda séu sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi hefur fólk staðið á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­ast að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir telja það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og segja þeir að staðan sé mun flókn­ari en svo. Einnig hafi stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki 

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, er að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau séu ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ segir í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Vinstri græn fengu slæma útreið 

Vegið var að persónu Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda kosninga.Fyrir síð­ustu kosn­ingar í októ­ber bar nokkuð á aug­lýs­ingum sem kalla mætti kosn­inga­á­róður en tölu­vert var fjallað um þær í íslenskum fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. Sumar þess­ara aug­lýs­inga birt­ust á YouTu­be-­mynd­böndum og var spjót­unum helst beint að Katrínu Jak­obs­dóttur og flokknum hennar Vinstri hreyf­ing­unni - grænu fram­boði. Ekki er vitað hverjir greiddu fyrir þessar aug­lýs­ingar en ljóst er að fylgj­endur hægri vængs stjórn­mál­anna eru þar að baki. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, neit­aði að flokk­ur­inn stæði þar að baki þegar Vísir innti hann um svör.

Einnig bar á slíkum aug­lýs­ingum á Face­book þar sem kost­aðar aug­lýs­ingar birt­ust fyrir augum fólks rétt fyrir kosn­ing­ar. Fram kom í frétt Stund­ar­innar í byrjun nóv­em­ber að Face­book ætli ekki að leyfa slíkar aug­lýs­ingar en fyr­ir­tækið ætli þó ekki að bregð­ast við fyrir næst­kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í vor. Framundan séu aðgerðir hjá Face­book til að knýja þá sem birta stjórn­mála­tengdar aug­lýs­ingar til þess að gefa upp hverjir greiða fyrir aug­lýs­ing­arn­ar. Það sé reyndar lög­bundið í Banda­ríkj­unum en á Íslandi séu ekki slík lög til stað­ar. Hins vegar séu hér­lendis við lýði lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem knýja þá til að gefa upp hvaða lög­að­ilar styrkja þá beint. Þau lög nái þó ekki yfir umfangs­miklar, nafn­lausar áróð­urs­aug­lýs­ingar sem beint er gegn póli­tískum and­stæð­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent