Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra verður tekin fyrir síðar í dag klukkan 16.30. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksformanna stjórnmálaflokkanna með forseta Alþingis nú rétt í þessu og Kjarninn hefur fengið staðfest.
Þingfundur hófst núna klukkan 13.30 þar sem 30 þingmenn hafa sett sig á mælendaskrá undir liðnum störf þingsins.
Að lokinni þeirri umræðu verður þinghlé sem varir til 16.30 þegar vantrauststillagan verður tekin fyrir.
Hér má kynna sér vantrauststillöguna.
Fyrirkomulagið verður þannig að þingflokkarnir fá 12 til 15 mínútur hver til að ræða málið og er heimilt að skipta þeim tíma milli þingmanna sinna að vild. Ekki verða veitt sérstök andsvör en að loknum þeim umræðum fær hver flokkur 3 mínútur í lokinn til að binda enda á umræðurnar.
Umræðan mun því standa í um tvær klukkustundir og korter og atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19.00.
Að svo búnu verða greidd atkvæði um tillöguna.