Búið að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Andersen

Tveir stjórnarandstöðuflokkar standa að framlagningu þingsályktunartillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tillögunni var skilað inn til Alþingis í gær.

Sigríður Andersen
Auglýsing

Búið er að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Flutn­ings­menn til­lög­unnar eru þing­menn Sam­fylk­ingar og Pírata. Til­lagan var send inn til Alþingis seint í gær. Ekki liggur nákvæm­lega fyrir á þess­ari stundu hvenær hún verður tekin fyrir en lík­leg­ast verður farið fram á að koma henni á dag­skrá á fimmtu­dag. Í yfir­lýs­ingu frá Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur þing­flokk­for­manni Pírata frá því í morgun segir að hefð sé fyrir því að van­traust­s­til­lögur séu teknar á dag­skrá þings­ins við fyrsta tæki­færi.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fimm hefðu allir tekið þátt í umræðu um að leggja fram van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði vegna fram­göngu hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Þing­flokks­for­menn þeirra fund­uðu í gær­morgun þar sem málið var rætt. Til stóð að annar fundur færi fram í dag, þriðju­dag, þar sem þing­flokks­for­menn og for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna til að taka ákvörðun um hvort og þá hvenær til­laga um van­traust yrði lögð fram. Ljóst er að þau áform hafa breyst og nú hafa þing­menn tveggja flokka lagt fram van­traust­s­til­lög­una. Kom­ist til­lagan ekki á dag­skrá á fimmtu­dag er ljóst að bíða verður eftir afgreiðslu hennar í nokkurn tíma, þar sem nefnd­ar­vika er á Alþingi í næstu viku og engir þing­fundir haldn­ir.

Tveir af hverjum þremur lands­mönnum vilja afsögn

Lands­rétt­ar­málið snýst um það að mats­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­dóm­stig, lagði fram til­lögu um 15 hæf­ustu ein­stak­ling­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­lögu og færa fjóra af lista mats­nefnd­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­mál á hendur rík­inu.

Auglýsing
Landsréttur tók samt sem áður til starfa í byrjun árs. Nú þegar hefur verið látið reyna á hæfi eins þeirra dóm­ara sem bætt var inn á list­ann af Sig­ríði, Arn­fríði Ein­ars­dótt­ur. Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son lög­maður hefur kraf­ist þess að hún víki sæti í máli sem hann rekur fyrir dóm­stólnum á grund­velli þess að hún hafi ekki verið skipuð í emb­ættið með réttum hætti. Í grein­ar­gerð hans fyrir Hæsta­rétti segir m.a.: „Það að stjórn­­­mála­­menn, stjórn­­­mála­­flokk­­ar, til­­­tek­inn þing­­meiri­hluti, sitj­andi rík­­is­­stjórn eða ein­stakur ráð­herra eigi hönk upp í bakið á ákveðnum dóm­­urum grefur undan sjálf­­stæði þeirra og getur með réttu veikt til­­­trú almenn­ings á dóms­­kerf­in­u.“ Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem vék úr odd­vita­sæt­inu í kjör­dæmi sínu fyrir síð­ustu kosn­ingar og eft­ir­lét það Sig­ríði Á. And­er­sen.

Í nýlegri könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­sent lands­­manna vilja að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­mála­ráð­herra?“ Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist hins vegar á þingi í gær að hún beri fullt traust til allra ráð­herra í rík­­is­­stjórn­­inni, þar á meðal Sig­ríð­ar.

Umboðs­maður gerði veiga­miklar athuga­semdir

Umboðs­maður Alþingis sendi bréf til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á föstu­dag, sem var gert opin­bert í gær. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­kvæð­is­rann­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­miklar athuga­­semdir við máls­­með­­­ferð­ina, meðal ann­­ars þá að hann teldi að sá tveggja vikna frest­­ur, sem ráð­herra hefur ítrekað borið við að hafi haft áhrif á mög­u­­leika hennar til að rann­saka mál­ið, hafi ekki átt við í því til­­­felli.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skilaði bréfi inn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á föstudag. MYND: Birgir Þór HarðarsonAð auki benti hann sér­­stak­­lega á skyldu sér­­fræð­inga ráðu­­neyt­is­ins til að veita ráð­herra ráð­­gjöf, til að tryggja að ákvarð­­anir hans séu lögum sam­­kvæmt og að öll stjórn­­­sýsla ráð­herra og ráðu­­neytis sé í sam­ræmi við ólög­­festa rétt­­mæt­is­­reglu stjórn­­­sýslu­rétt­­ar. Ráð­herra hafi í þessu til­­viki verið veitt sú ráð­­gjöf. Eins og kunn­ugt er vör­uðu minnst þrír sér­­fræð­ingar ráðu­­neyt­is­ins Sig­ríði ítrekað við því að breyt­ingar á lista Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara og sá ófull­nægj­andi rök­­stuðn­­ingur sem þeim breyt­ingum fylgdi gæti verið brot á stjórn­sýslu­lögum, eins og síðar kom á dag­inn.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, mætti Páli Magn­ús­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks, í Kast­ljósi í gær til að ræða um mögu­lega van­traust­s­til­lögu. Þar sagði hún að ein­boðið væri að leggja fram slíka til­lögu enda hefði ráð­herr­ann brotið af sér af ásetn­ingi. Páll sagði hins vegar að ef hann væri í stjórn­ar­and­stöðu þá myndi hann bíða „eftir öðru tæki­færi til að van­treysta ráð­herra því ég er alveg viss um það að næstum því allir þeirra eiga eftir að gera meiri mis­tök en þessi á því kjör­tíma­bili sem er að byrj­a.“

Þurfa að minnsta kosti fjóra stjórn­ar­liða

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna á Alþingi eru 35 tals­ins, en stjórn­ar­and­stöð­unnar 28. Tveir þeirra, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, sem sitja bæði á þingi fyrir Vinstri græn, styðja þó ekki stjórn­ar­sam­starfið í heild. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans von­ast stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir til að þau tvö muni ekki leggj­ast gegn van­traust­s­til­lögu komi hún fram og því er lögð rík áhersla á að minnsta kosti annað þeirra sé við­statt þegar kosið verður um van­traust­s­til­lög­una. Bæði Rósa og Andrés eru hins vegar á leið úr landi á næstu dög­um.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar þingmanna Vinstri grænna sem lögðust gegn stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Hinn er Andrés Ingi Jónsson. Mynd: Birgir Þór HarðarsonJafn­vel þótt þau tvö myndu styðja van­traust­s­til­lög­una, og öll stjórn­ar­and­staðan líka, þá myndi það ekki duga til þess að fá hana sam­þykkta. Til þess þarf lík­ast til tvo stjórn­ar­þing­menn til við­bótar til að kjósa með henni. Hjá­seta mun ekki duga.

Van­traust komst aftur í tísku

Van­traust­til­lögur hafa orðið ansi tíð fyr­ir­bæri á síð­ustu tíu árum. Á þeim tíma hafa verið lagðar fram fimm til­lögum um van­traust á rík­is­stjórnir í heild sinni. Allar til­lög­urnar hafa verið annað hvort felldar eða aft­ur­kall­aðar áður en að atkvæða­greiðsla fór fram. Síð­ast var lögð fram til­laga um van­traust á rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar árið 2016 í kjöl­far Pana­ma-skjala­hneyksl­is­ins, en hún var felld. Fyrir banka­hrun hafði ekki komið fram van­traust­til­laga á rík­is­stjórn frá árinu 1994. Raunar hefur van­traust­til­laga á rík­is­stjórn ein­ungis einu sinni verið sam­þykkt, það var árið 1950.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar