Búið að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Andersen

Tveir stjórnarandstöðuflokkar standa að framlagningu þingsályktunartillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tillögunni var skilað inn til Alþingis í gær.

Sigríður Andersen
Auglýsing

Búið er að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Flutn­ings­menn til­lög­unnar eru þing­menn Sam­fylk­ingar og Pírata. Til­lagan var send inn til Alþingis seint í gær. Ekki liggur nákvæm­lega fyrir á þess­ari stundu hvenær hún verður tekin fyrir en lík­leg­ast verður farið fram á að koma henni á dag­skrá á fimmtu­dag. Í yfir­lýs­ingu frá Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur þing­flokk­for­manni Pírata frá því í morgun segir að hefð sé fyrir því að van­traust­s­til­lögur séu teknar á dag­skrá þings­ins við fyrsta tæki­færi.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fimm hefðu allir tekið þátt í umræðu um að leggja fram van­traust­s­til­lögu á Sig­ríði vegna fram­göngu hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Þing­flokks­for­menn þeirra fund­uðu í gær­morgun þar sem málið var rætt. Til stóð að annar fundur færi fram í dag, þriðju­dag, þar sem þing­flokks­for­menn og for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna til að taka ákvörðun um hvort og þá hvenær til­laga um van­traust yrði lögð fram. Ljóst er að þau áform hafa breyst og nú hafa þing­menn tveggja flokka lagt fram van­traust­s­til­lög­una. Kom­ist til­lagan ekki á dag­skrá á fimmtu­dag er ljóst að bíða verður eftir afgreiðslu hennar í nokkurn tíma, þar sem nefnd­ar­vika er á Alþingi í næstu viku og engir þing­fundir haldn­ir.

Tveir af hverjum þremur lands­mönnum vilja afsögn

Lands­rétt­ar­málið snýst um það að mats­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­dóm­stig, lagði fram til­lögu um 15 hæf­ustu ein­stak­ling­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­lögu og færa fjóra af lista mats­nefnd­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­mál á hendur rík­inu.

Auglýsing
Landsréttur tók samt sem áður til starfa í byrjun árs. Nú þegar hefur verið látið reyna á hæfi eins þeirra dóm­ara sem bætt var inn á list­ann af Sig­ríði, Arn­fríði Ein­ars­dótt­ur. Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son lög­maður hefur kraf­ist þess að hún víki sæti í máli sem hann rekur fyrir dóm­stólnum á grund­velli þess að hún hafi ekki verið skipuð í emb­ættið með réttum hætti. Í grein­ar­gerð hans fyrir Hæsta­rétti segir m.a.: „Það að stjórn­­­mála­­menn, stjórn­­­mála­­flokk­­ar, til­­­tek­inn þing­­meiri­hluti, sitj­andi rík­­is­­stjórn eða ein­stakur ráð­herra eigi hönk upp í bakið á ákveðnum dóm­­urum grefur undan sjálf­­stæði þeirra og getur með réttu veikt til­­­trú almenn­ings á dóms­­kerf­in­u.“ Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem vék úr odd­vita­sæt­inu í kjör­dæmi sínu fyrir síð­ustu kosn­ingar og eft­ir­lét það Sig­ríði Á. And­er­sen.

Í nýlegri könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­sent lands­­manna vilja að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­mála­ráð­herra?“ Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist hins vegar á þingi í gær að hún beri fullt traust til allra ráð­herra í rík­­is­­stjórn­­inni, þar á meðal Sig­ríð­ar.

Umboðs­maður gerði veiga­miklar athuga­semdir

Umboðs­maður Alþingis sendi bréf til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á föstu­dag, sem var gert opin­bert í gær. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­kvæð­is­rann­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­miklar athuga­­semdir við máls­­með­­­ferð­ina, meðal ann­­ars þá að hann teldi að sá tveggja vikna frest­­ur, sem ráð­herra hefur ítrekað borið við að hafi haft áhrif á mög­u­­leika hennar til að rann­saka mál­ið, hafi ekki átt við í því til­­­felli.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skilaði bréfi inn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á föstudag. MYND: Birgir Þór HarðarsonAð auki benti hann sér­­stak­­lega á skyldu sér­­fræð­inga ráðu­­neyt­is­ins til að veita ráð­herra ráð­­gjöf, til að tryggja að ákvarð­­anir hans séu lögum sam­­kvæmt og að öll stjórn­­­sýsla ráð­herra og ráðu­­neytis sé í sam­ræmi við ólög­­festa rétt­­mæt­is­­reglu stjórn­­­sýslu­rétt­­ar. Ráð­herra hafi í þessu til­­viki verið veitt sú ráð­­gjöf. Eins og kunn­ugt er vör­uðu minnst þrír sér­­fræð­ingar ráðu­­neyt­is­ins Sig­ríði ítrekað við því að breyt­ingar á lista Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara og sá ófull­nægj­andi rök­­stuðn­­ingur sem þeim breyt­ingum fylgdi gæti verið brot á stjórn­sýslu­lögum, eins og síðar kom á dag­inn.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, mætti Páli Magn­ús­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks, í Kast­ljósi í gær til að ræða um mögu­lega van­traust­s­til­lögu. Þar sagði hún að ein­boðið væri að leggja fram slíka til­lögu enda hefði ráð­herr­ann brotið af sér af ásetn­ingi. Páll sagði hins vegar að ef hann væri í stjórn­ar­and­stöðu þá myndi hann bíða „eftir öðru tæki­færi til að van­treysta ráð­herra því ég er alveg viss um það að næstum því allir þeirra eiga eftir að gera meiri mis­tök en þessi á því kjör­tíma­bili sem er að byrj­a.“

Þurfa að minnsta kosti fjóra stjórn­ar­liða

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna á Alþingi eru 35 tals­ins, en stjórn­ar­and­stöð­unnar 28. Tveir þeirra, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son, sem sitja bæði á þingi fyrir Vinstri græn, styðja þó ekki stjórn­ar­sam­starfið í heild. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans von­ast stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir til að þau tvö muni ekki leggj­ast gegn van­traust­s­til­lögu komi hún fram og því er lögð rík áhersla á að minnsta kosti annað þeirra sé við­statt þegar kosið verður um van­traust­s­til­lög­una. Bæði Rósa og Andrés eru hins vegar á leið úr landi á næstu dög­um.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar þingmanna Vinstri grænna sem lögðust gegn stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Hinn er Andrés Ingi Jónsson. Mynd: Birgir Þór HarðarsonJafn­vel þótt þau tvö myndu styðja van­traust­s­til­lög­una, og öll stjórn­ar­and­staðan líka, þá myndi það ekki duga til þess að fá hana sam­þykkta. Til þess þarf lík­ast til tvo stjórn­ar­þing­menn til við­bótar til að kjósa með henni. Hjá­seta mun ekki duga.

Van­traust komst aftur í tísku

Van­traust­til­lögur hafa orðið ansi tíð fyr­ir­bæri á síð­ustu tíu árum. Á þeim tíma hafa verið lagðar fram fimm til­lögum um van­traust á rík­is­stjórnir í heild sinni. Allar til­lög­urnar hafa verið annað hvort felldar eða aft­ur­kall­aðar áður en að atkvæða­greiðsla fór fram. Síð­ast var lögð fram til­laga um van­traust á rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar árið 2016 í kjöl­far Pana­ma-skjala­hneyksl­is­ins, en hún var felld. Fyrir banka­hrun hafði ekki komið fram van­traust­til­laga á rík­is­stjórn frá árinu 1994. Raunar hefur van­traust­til­laga á rík­is­stjórn ein­ungis einu sinni verið sam­þykkt, það var árið 1950.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar