Tollastríðið hans Trumps

Trump er byrjaður í tollastríði við alþjóðavæddan heim viðskipta, með það að markmiði að örva efnahaginn heima fyrir.

Donald Trump
Auglýsing

Það verður ekki annað sagt um Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, en að hann láti hendur standa fram úr erm­um, þegar kemur að því að upp­fylla lof­orð um að setja á vernd­ar­tolla fyrir banda­rísk fyr­ir­tæki og banda­rískan efna­hag. Hvort þeir séu skyn­sam­leg­ir, og muni á end­anum gagn­ast banda­rísku efna­hags­lífi, er svo annað mál.

Hann marg­ít­rek­aði í kosn­inga­bar­áttu sinni árið 2016 að Banda­ríkin þyrftu að end­ur­skoða utan­rík­is­verslun sína og þátt­töku sína í alþjóða­sam­starfi og fjöl­þjóð­legum frí­versl­un­ar­samn­ing­um.

Donald Trump, með iðnaðarhjálminn á lofti. Mynd: EPA.

Auglýsing

Stál í ál í stál

Nýjasta útspilið í þessum efnum hefur fallið í grýttan jarð­veg á mark­aði í Banda­ríkj­un­um. Það eru tollar á inn­flutn­ing á stáli og áli, en Trump sagði sjálfur þegar til­kynnt var um þessar aðgerð­ir, að þær myndu skapa störf í Banda­ríkj­unum og leiða til þess að banda­rísk fyr­ir­tæki gætu eflt við­skipti sín, meðal ann­ars við bíla­fram­leið­endur í land­inu sjálfu.

Um 25 pró­sent tollur verður lagður á inn­flutt stál og 10 pró­sent á ál. Þessar aðgerðir eru risa­vaxnar á flesta mæli­kvarða, og hafa þegar komið fram mikil mót­mæli frá öðrum mark­aðs­svæð­um, eins og í Evr­ópu og Asíu.

Ótt­ast versn­andi sam­keppn­is­stöðu

En hvers vegna hafa einnig heyrst áhyggju­raddir í Banda­ríkj­un­um?

Ýmis fyr­ir­tæki sem nota stál og ál við fram­leiðslu sína, t.d. í bíla- og flug­véla­iðn­aði, ótt­ast að toll­arnir leiði til þess að sam­keppn­is­hæfnin skað­ist. 

Þrátt fyrir að allt, þá er iðn­aður í Banda­ríkj­unum að miklu leyti háður fram­leiðslu frá öðrum löndum þegar kemur að áli og stáli. Sé horft til síð­ustu tíu ára þá hefur mun­ur­inn orð­inn mestur um sexfald­ur, það er að sexfalt meira af stáli og áli hefur verið flutt til Banda­ríkj­anna heldur en frá þeim. Að með­al­tali er mun­ur­inn um fjór­fald­ur.

Þessar aðgerðir Trumps nú bein­ast ekki síst að Kín­verj­um, en málm­iðn­að­ur­inn hefur vaxið gríð­ar­lega hratt þar á und­an­förnum árum, og hefur sala þaðan verið sífellt umfangs­meiri, meðal ann­ars til Banda­ríkj­anna. Kín­verjar segj­ast ekki hafa áhuga á tolla­stríði við Banda­rík­in, láta þó fylgja, að ef fari svo að hags­munir Kína séu skað­að­ir, þá verði slíkum aðgerðum svar­að. 

Trump hefur sagt, að næst geti bíla­fram­leið­endur í öðrum lönd­um, í Evr­ópu og Asíu, fengið að finna fyrir tollum og ýmis konar höft­um. Með það að mark­miði að styrkja bíla­iðn­að­inn heima fyr­ir.Óbein áhrif á Íslandi?

Í ljósi þessa geti hinir nýju tollar haft mikil áhrif á banda­rískt efna­hags­líf, og einnig á heims­mark­að­inn. Óbein áhrif á Íslandi gætu komið fram í gegnum þróun heims­mark­aðs­verðs áls, þó erfitt sé að segja til um hver þró­unin verði.

Almennt er því spáð að eft­ir­spurn eftir áli muni vaxa tölu­vert á næstu árum, en megnið af áli sem fram­leitt er á Íslandi fer til kaup­enda í Evr­ópu.Her­gagna­fram­leið­endur ósáttir

Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þessar aðgerðir Trumps og stjórnar hans, eru her­gagna­fram­leið­end­ur, en þeir telja að hækkun toll­anna geti leitt til kostn­að­ar­hækk­ana og erf­ið­leika í rekstr­in­um. Í versta falli fær­ist við­skipti ann­að, sem síðan muni fækka störfum og leiða til verri vanda­mála.

Trump heldur sig þó við þessa sýn; Banda­ríkin verða að ná vopnum sínum með því að beita tollum og höft­um, til að „vernda“ störf í heima­land­inu og örva banda­ríska hag­kerf­ið. Hann telur þessa nálgun á efna­hags­málin vera þá skyn­sam­leg­ustu, hvað sem aðrir hafa um það að segja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar