Burt með gettóin

Síðastliðinn fimmtudag stormuðu átta danskir ráðherrar inn á Mjølnerparken á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Slíkt er ekki daglegur viðburður. Tilefnið var að kynna áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar um að uppræta hin svokölluðu gettó.

girðing
Auglýsing

Und­an­farið hefur umfjöllun um gettó­in, vand­ræða­hverf­in, verið fyr­ir­ferð­ar­mikil í dönskum fjöl­miðl­um. Ástæður þess­arar umfjöll­unar eru nokkr­ar. Þar má nefna átök glæpa­gengja sem hafa aðsetur á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn, í kringum áður­nefndan Mjølnerpark og vax­andi ótta almenn­ings sem sakar stjórn­völd og lög­reglu um úrræða­leysi. Þetta teng­ist líka umræðum um mál­efni flótta­fólks og hæl­is­leit­enda (það fólk býr ekki í gettó­un­um) og hefur beint athygl­inni að mál­efnum og stöðu inn­flytj­enda og afkom­enda þeirra sem margir hverjir búa í vand­ræða­hverf­un­um. Sumum þeirra inn­flytj­enda sem komu til Dan­merkur fyrir mörgum árum, jafn­vel ára­tug­um, hefur gengið illa að fóta sig í dönsku sam­fé­lagi. Vilja helst halda þeim siðum og venjum sem ríktu í gamla heima­land­inu, t.d. varð­andi klæða­burð, trú­ar­iðkun, verka­skipt­ingu á heim­ilum o.s.frv.

Eins­konar hlið­ar­sam­fé­lag

Orðið gettó, sem notað er í mörgum tungu­mál­um, er alda­gam­alt en upp­runinn óljós. Eitt elsta dæmi um slíkt hverfi er frá 11. öld, í Prag. Árið 1462 varð til í Frank­furt í Þýska­landi hverfi gyð­inga, og í Fen­eyjum varð til slíkt hverfi snemma á 16. öld. Fram til þess tíma hafði gyð­ingum ekki verið heim­ilt að búa í Fen­eyjum en árið 1516 fengu þeir heim­ild til að búa í sér­stöku hverfi í borg­inni, með ströngum skil­yrð­um. Það hverfi var nefnt gettó. Fleiri dæmi mætti nefna, til dæmis að árið 1692 lagði lög­reglu­stjór­inn í Kaup­manna­höfn til að til yrði sér­stakt gyð­inga­hverfi í borg­inni en ekk­ert varð úr þeirri hug­mynd. Á árum síð­ari heims­styrj­ald­ar­innar stofn­uðu þýsku nas­ist­arnir fjöl­mörg gyð­inga-­gettó, í löndum Aust­ur-­Evr­ópu.

Í dag er notkun orðs­ins ekki bundin við hverfi gyð­inga, heldur er þar átt við eins­konar hlið­ar­sam­fé­lag. Hverfi þar sem sem fólk af sama upp­runa býr og mann­lífið lýtur á ýmsan hátt öðrum lög­málum en ann­ars gilda.

Auglýsing

Dönsk gettó

Árið 1964 var orðið gettó í fyrsta sinn nefnt í Dan­mörku. Þá fjall­aði dag­blaðið Berl­ingske Tidende (nú Berl­ingske) um afmark­aða bæj­ar­hluta á Aust­ur­brú, Norð­ur­brú og Vest­ur­brú. Þessi hverfi áttu það sam­eig­in­legt að þar bjó fólk sem flutt hafði til Dan­merk­ur, í leit að betra lífi. Íbúð­irnar í þessum bæj­ar­hlutum voru litlar og íbú­arnir áttu það sam­eig­in­legt að hafa lítið handa á milli.

Á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar fluttu margir útlend­ingar til Dan­merk­ur, í atvinnu­leit. Tyrkir voru fjöl­menn­ast­ir. Margir þeirra sett­ust að í hverfum í nágrenni Kaup­manna­hafn­ar, einkum vestan við borg­ina. Orðið gettó var ekki notað um þessi hverfi. Á þeim tíma þótti heppi­legt að inn­flytj­endur byggju á sama svæði, rök­semdin var sú að þannig myndu þeir hjálpa hver öðrum, meðan þeir væru að koma sér fyrir og kynn­ast aðstæð­um. Afleið­ingin varð hins­vegar sú að þarna mynd­uð­ust hverfa­kjarnar þar sem íbú­arnir voru nán­ast allir af sama þjóð­erni. Þeir héldu sínum sið­um, umgeng­ust nær enga aðra en landa sína og lærðu aldrei dönsku. Í frétta­skýr­inga­þætti sem nýlega var sýndur í danska sjón­varp­inu kom fram að mörg dæmi eru um fólk af erlendum upp­runa sem getur ekki tjáð sig á dönsku, jafn­vel ekki um ein­föld­ustu atriði. Í dag eru allir á einu máli um að það sé mjög óæski­legt að svo margt fólk af öðru en dönsku þjóð­erni setj­ist að á sama svæð­inu.

Mikil fjölgun inn­flytj­enda

Á und­an­förnum ára­tugum hefur inn­flytj­endum sem sest hafa að í Dan­mörku fjölgað mik­ið. Víða í Dan­mörku hafa orðið til hverfi þar sem hlut­fall inn­flytj­enda og afkom­enda þeirra er mjög hátt. Þrátt fyrir tals­verðar umræður um að óæski­legt væri að til yrðu eins­konar „inn­flytj­enda­hverfi“ fjölg­aði slíkum hverfum frá ári til árs og smám saman fest­ist orðið gettó í sessi. Í ára­móta­ræðu sinni árið 2004 ræddi And­ers Fogh Rasmus­sen, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um þessa óheilla­þróun eins og hann komst að orði, sagði nauð­syn­legt að grípa til ráð­staf­ana, í Dan­mörku ættu allir að til­heyra sama sam­fé­lag­inu. Þótt margir tækju undir þetta gerð­ist fátt.

Ráðherrar á leið á fréttamannafund í Kaupmannahöfn 1. mars vegna aðgerðanna. Mynd: EPA

Hvað er gettó?

Eftir banka­hrunið 2008 jókst atvinnu­leysi mikið í Dan­mörku. Það bitn­aði ekki hvað síst á inn­flytj­endum og afkom­endum þeirra. Margt af því fólki stóð illa að vígi, hafði unnið lág­launa­störf, margir með tak­mark­aða mennt­un, atvinnu­lausum fjölg­aði mik­ið. Með til­heyr­andi vanda­mál­um.

Árið 2010 birti rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen áætlun um ýmis konar aðgerðir til að sporna við því sem ráð­herr­ann kall­aði „gettómynd­un“. Fram til þess tíma hafði ekki verið til nein eig­in­leg skil­grein­ing á því hvað gettó væri en stjórnin hafði nú látið vinna slíka grein­ingu. Þar voru til­greind fimm atriði og ef þrjú þeirra, eða fleiri eiga við um við­kom­andi hverfi flokk­ast það undir gettó:

  1. Meira en 40 pró­sent íbúa á aldr­inum 18 til 64 ára eru án atvinnu eða stunda ekki nám.
  2. Hlut­fall inn­flytj­enda og afkom­enda þeirra er meira en 50 pró­sent.
  3. 3 pró­sent 18 ára eða eldri hafa brotið lög um vopna­burð eða fíkni­efna.
  4. 50 pró­sent íbúa á aldr­inum 30 til 59 ára eru án lág­marks­mennt­un­ar.
  5. Laun fólks á aldr­inum 15 til 64 ára, og ekki stundar nám, ná ekki 55 pró­sentum með­al­launa sam­svar­andi hóps á sama atvinnu­svæði.

Þetta er semsé sú skil­grein­ing sem notuð hefur verið frá árinu 2010. Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerðir breytt­ist fátt. Í dag eru hverfin sem flokk­ast undir gettó skil­grein­ing­una talin vera 22, þau eru víða um land en þau stærstu í Kaup­manna­höfn, Árósum og Óðins­vé­um.

Burt með gettóin

Margir hafa á und­an­förnum árum ítrekað bent á nauð­syn þess að grípa til rót­tækra aðgerða, hamla gegn því að í borgum og bæjum lands­ins verði til sér­sam­fé­lög fólks af ákveðnum upp­runa. Fólks sem nýtur góðs af „kerf­inu“ en vill að öðru leyti sjálft ráða sínum málum að flestu leyti. Gagn­rýn­is­radd­irnar verða sífellt fleiri og hávær­ari. Þetta hefur ekki farið fram hjá stjórn­mála­mönn­un­um. Og nú vill rík­is­stjórnin grípa til aðgerða. Rót­tækra aðgerða. Áætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem átta ráð­herrar kynntu í Mjølnerpar­ken síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, er í tutt­ugu og tveimur lið­um. Nokkur atriði vekja þar mesta athygli. Lars Løkke hafði fyrir nokkrum vikum sagt að nauð­syn­legt væri að breyta íbúa­sam­setn­ing­unni í gettó­unum og í því skyni teldi hann jafn­vel rétt að rífa sumar íbúða­blokkir og breyta öðr­um. Með því væri unnt að lækka hlut­fall íbúða í opin­berri eigu (þar sem inn­flytj­enda­fjöl­skyldur búa gjarna). Fjár­hags­að­stoð til þeirra sem hyggj­ast flytja í gettó­hverfi verði lækk­uð, í því skyni að gera eft­ir­sókn­ar­verð­ara að setja sig ann­ars staðar nið­ur. Þeir sem njóta styrks til nýað­fluttra (að­lög­un­ar­styrk­ur) fái ekki að setj­ast að í gettó­um, styrk­ur­inn verði þá felldur nið­ur.

Mörg fleiri atriði eru í áætlun stjórn­ar­innar en það sem lang mesta athygli og umræður hefur vakið er sú til­laga að strang­ari refs­ing, nánar til­tekið tvö­föld refs­ing, liggi við brotum sem framin eru í gettóum (eða á svæðum sem lög­reglan til­grein­ir) en í öðrum hverfum eða bæj­ar­hlut­um. Það skiptir ekki máli hvar sá brot­legi er búsett­ur, heldur hvar hann fremur afbrot­ið. Þetta telja margir sér­fræð­ingar sem fjöl­miðlar hafa rætt við algjör­lega úti­lokað að geti stað­ist, refs­ing geti ekki verið strang­ari vegna brots sem framið er t.d í Mjølnerpar­ken en sams­konar brots í Gentofte (sem ekki er gettó). Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske lýsti Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra undrun sinni á því að þetta atriði skyldi vekja svo mikla athygli. Margir þing­menn hafa lýst stuðn­ingi við fyr­ir­ætl­anir stjórn­ar­innar en efast um þetta til­tekna atriði. Flestir virð­ast á einu máli um að nauð­syn­legt sé að grípa til ráðstaf­ana til að snúa við blað­inu. Allt sem reynt hafi verið til þessa hafi reynst gagns­lítið en ef látið verði reka á reið­anum vaxi vand­inn og verði að lokum óleys­an­legur Gordions­hnút­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar