Segir þingmenn taka sér stöðu sem fulltrúar samtryggingar eða almennings

Þingflokksformaður Pírata segir að atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra gefi þingmönnum tækifæri á að draga línu í sandinn og skýra hvort þeir standi undir ábyrgð.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hringbraut
Auglýsing

„At­kvæða­greiðslan í dag mun leiða í ljós hvort þing­menn taki sér stöðu sem full­trúar sam­trygg­ingar stjórn­mála­stétt­ar­innar eða full­trúar almenn­ings,“ segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata og einn flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Ástæðan er fram­ganga hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir hún að Píratar taki hlut­verki sínu sem eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd­ar­vald­inu alvar­lega og hafi því kallað eftir afstöðu þings­ins gagn­vart því hvort það treysti dóms­mála­ráð­herra sem braut lög við skipun dóm­ara í Lands­rétt. „At­kvæða­greiðslan fram undan mun gefa þing­mönnum færi á að draga línu í sand­inn og mun skýra hvort þing­menn standi undir ábyrgð og sinni eft­ir­lits- og aðhalds­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­in­u.“

Van­traust­s­til­lagan var lögð fram um mið­nætti í gær og verður tekin fyrir klukkan 16:30 í dag. Fyr­ir­komu­lagið verður þannig að þing­­flokk­­arnir fá 12 til 15 mín­útur hver til að ræða málið og er heim­ilt að skipta þeim tíma milli þing­­manna sinna að vild. Ekki verða veitt sér­­­stök andsvör en að loknum þeim umræðum fær hver flokkur 3 mín­útur í lok­inn til að binda enda á umræð­­urn­­ar.

Auglýsing

Umræðan mun því standa í um tvær klukku­­stundir og korter og atkvæða­greiðsla gæti haf­ist rétt fyrir kl. 19.00. Að svo búnu verða greidd atkvæði um til­­lög­una.

Katrín ber fullt traust til Sig­ríðar

Lands­rétt­­ar­­málið snýst um það að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­­­dóm­­stig, lagði fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­­mál á hendur rík­­inu.

Í nýlegri könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­­sent lands­­­manna vilja að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­­mála­ráð­herra?“ Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist hins vegar á þingi í gær að hún beri fullt traust til allra ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn­­­inni, þar á meðal Sig­ríð­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent