Segir þingmenn taka sér stöðu sem fulltrúar samtryggingar eða almennings

Þingflokksformaður Pírata segir að atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra gefi þingmönnum tækifæri á að draga línu í sandinn og skýra hvort þeir standi undir ábyrgð.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hringbraut
Auglýsing

„At­kvæða­greiðslan í dag mun leiða í ljós hvort þing­menn taki sér stöðu sem full­trúar sam­trygg­ingar stjórn­mála­stétt­ar­innar eða full­trúar almenn­ings,“ segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata og einn flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Ástæðan er fram­ganga hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir hún að Píratar taki hlut­verki sínu sem eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd­ar­vald­inu alvar­lega og hafi því kallað eftir afstöðu þings­ins gagn­vart því hvort það treysti dóms­mála­ráð­herra sem braut lög við skipun dóm­ara í Lands­rétt. „At­kvæða­greiðslan fram undan mun gefa þing­mönnum færi á að draga línu í sand­inn og mun skýra hvort þing­menn standi undir ábyrgð og sinni eft­ir­lits- og aðhalds­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­in­u.“

Van­traust­s­til­lagan var lögð fram um mið­nætti í gær og verður tekin fyrir klukkan 16:30 í dag. Fyr­ir­komu­lagið verður þannig að þing­­flokk­­arnir fá 12 til 15 mín­útur hver til að ræða málið og er heim­ilt að skipta þeim tíma milli þing­­manna sinna að vild. Ekki verða veitt sér­­­stök andsvör en að loknum þeim umræðum fær hver flokkur 3 mín­útur í lok­inn til að binda enda á umræð­­urn­­ar.

Auglýsing

Umræðan mun því standa í um tvær klukku­­stundir og korter og atkvæða­greiðsla gæti haf­ist rétt fyrir kl. 19.00. Að svo búnu verða greidd atkvæði um til­­lög­una.

Katrín ber fullt traust til Sig­ríðar

Lands­rétt­­ar­­málið snýst um það að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­­­dóm­­stig, lagði fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­­mál á hendur rík­­inu.

Í nýlegri könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­­sent lands­­­manna vilja að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­­mála­ráð­herra?“ Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist hins vegar á þingi í gær að hún beri fullt traust til allra ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn­­­inni, þar á meðal Sig­ríð­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent