Segir þingmenn taka sér stöðu sem fulltrúar samtryggingar eða almennings

Þingflokksformaður Pírata segir að atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra gefi þingmönnum tækifæri á að draga línu í sandinn og skýra hvort þeir standi undir ábyrgð.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hringbraut
Auglýsing

„At­kvæða­greiðslan í dag mun leiða í ljós hvort þing­menn taki sér stöðu sem full­trúar sam­trygg­ingar stjórn­mála­stétt­ar­innar eða full­trúar almenn­ings,“ segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata og einn flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um van­traust á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra. Ástæðan er fram­ganga hennar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir hún að Píratar taki hlut­verki sínu sem eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd­ar­vald­inu alvar­lega og hafi því kallað eftir afstöðu þings­ins gagn­vart því hvort það treysti dóms­mála­ráð­herra sem braut lög við skipun dóm­ara í Lands­rétt. „At­kvæða­greiðslan fram undan mun gefa þing­mönnum færi á að draga línu í sand­inn og mun skýra hvort þing­menn standi undir ábyrgð og sinni eft­ir­lits- og aðhalds­hlut­verki sínu með fram­kvæmda­vald­in­u.“

Van­traust­s­til­lagan var lögð fram um mið­nætti í gær og verður tekin fyrir klukkan 16:30 í dag. Fyr­ir­komu­lagið verður þannig að þing­­flokk­­arnir fá 12 til 15 mín­útur hver til að ræða málið og er heim­ilt að skipta þeim tíma milli þing­­manna sinna að vild. Ekki verða veitt sér­­­stök andsvör en að loknum þeim umræðum fær hver flokkur 3 mín­útur í lok­inn til að binda enda á umræð­­urn­­ar.

Auglýsing

Umræðan mun því standa í um tvær klukku­­stundir og korter og atkvæða­greiðsla gæti haf­ist rétt fyrir kl. 19.00. Að svo búnu verða greidd atkvæði um til­­lög­una.

Katrín ber fullt traust til Sig­ríðar

Lands­rétt­­ar­­málið snýst um það að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt, nýtt milli­­­dóm­­stig, lagði fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna í fyrra­vor til að taka við 15 stöð­­um. Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir hafa síðan höfðað bóta­­mál á hendur rík­­inu.

Í nýlegri könnun sem Mask­ína vann fyrir Stund­ina kom fram að 72,5 pró­­­sent lands­­­manna vilja að Sig­ríður segi af sér emb­ætti.  Spurt var „Finnst þér að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­­mála­ráð­herra eigi að segja af sér ráð­herra­­­dómi eða á hún að sitja áfram sem dóms­­­mála­ráð­herra?“ Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist hins vegar á þingi í gær að hún beri fullt traust til allra ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn­­­inni, þar á meðal Sig­ríð­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent