Launamunur kynjanna dregst saman

Konur voru að jafnaði með 6,6 prósent lægri laun en karlar árið 2008 en leiðréttur munur minnkaði í 4,5 prósent árið 2016. Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofunnar í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

kvennaframboð konur launamunur
Auglýsing

Launa­munur kynj­anna minnk­aði á tíma­bil­inu 2008 til 2016. Þetta kemur fram í rann­sókn Hag­stof­unnar í sam­vinnu við aðgerð­ar­hóp stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins.

Konur voru að jafn­aði með 6,6 pró­sent lægri laun en karlar árið 2008 en leið­réttur munur minnk­aði í 4,5 pró­sent árið 2016.

Óskýrður launa­munur var 4,8 pró­sent en skýrður launa­munur 7,4 pró­sent á öllu tíma­bil­inu 2008-2016. Skýrður launa­munur segir til um hversu stór hluti launa­munar skýrist af þeim skýr­ing­ar­þáttum sem lagðir eru til grund­vallar í grein­ing­unni en óskýrður stendur fyrir þann launa­mun sem ekki tókst að skýra.

Auglýsing

Skipt­ing tíma­bils­ins 2008-2016 í þriggja ára tíma­bil leiðir í ljós stöðugt minnk­andi launa­mun og fór óskýrði launa­mun­ur­inn úr 4,8 pró­sent á árunum 2008-2010 í 3,6 pró­sent á árunum 2014-2016.

Tafla: Hagstofan

Í frétt Hag­stof­unnar segir að beita megi ýmsum töl­fræði­að­ferðum við mat á launa­mun karla og kvenna. Hins vegar er erf­ið­leikum bundið að finna hinn eig­in­lega launa­mun sem hægt er að rekja ein­göngu til kyns enda eru óvissu­þættir marg­ir. Helst má þar nefna tak­mark­anir gagna, skýri­breytur og for­sendur sem lagðar eru til grund­vallar töl­fræði­að­ferð­um. Þeir fyr­ir­varar eiga við nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar eins og um aðrar rann­sóknir á þessu sviði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent