Bandarískur vinnumarkaður bætti við sig 313 þúsund störfum í febrúar og atvinnuleysi þar í landi mældist 4,1 prósent fimmta mánuðinn í röð.
Árangur þessi er töluvert umfram áætlanir samkvæmt tölu atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Greinendur eru ekki á sama máli um hvað veldur þessum aukningi starfa, einhverjir vilja meina að skalla lækkanir Trump forseti spili þar inn í, aðrir telja of snemmt að fullyrða nokkuð þar um.
Fjölgunin var mest í smásölu, byggingariðnaði og framleiðslu og heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að vöxturinn muni ýta undir væntingar fjárfesta í Bandaríkjunum um að seðlabankinn hækki stýrivexti fyrr en búist hefur verið við.
Atvinnumálaráðherrann Alec Acosta tók hressilega undir þær skýringar að skattalækkanir Trump hefðu þessar afleiðingar í för með sér í yfirlýsingu þar sem hann sagði þær auka efnahagslegan stöðugleika og traust.
The booming labor market is helping those who need it most. Unemployment down furthest for people with a high school degree or less. pic.twitter.com/eqrURNl7by
— Jed Kolko (@JedKolko) March 9, 2018