Róbert sagður eiga 22 prósent hlut í Alvogen í gegnum félag á Jersey

Hlutur Róberts er sagður um 90 milljarða króna virði, sé mið tekið af umfjöllun Bloomberg um verðmæti Alvogen.

Róbert Wessman
Auglýsing

Fjár­festir­inn Róbert Wessman á til­kall til ríf­lega 22 pró­sent hlutar í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvogen ­sem hann stofn­aði í félagi við sam­starfs­menn sína árið 2009. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag, og er það vitnað til gagna sem blaðið hefur afl­að. Ítar­legar er fjallað um fjár­málaum­svif Róberts og Alvogen í Morg­un­blað­inu í dag.

„Hingað til­ hefur því verið haldið fram að Róbert eigi ekki hluti í fyr­ir­tæk­inu. Eign­ar­hald hans hefur nú feng­ist stað­fest á grund­velli gagna sem Morg­un­blað­ið hefur afl­að. Skjölin stað­festa að eign­ar­hald­ið ­teygir sig um flókið net eign­ar­halds­fé­laga ­sem teygja sig frá Ísland­i til Jersey, Lúx­em­borg­ar, Sví­þjóðar og Banda­ríkj­anna. Allt að 90 millj­arða virð­i ­Gengi hluta­bréfa í Alvogen er ekki ­skráð opin­ber­lega. Frétta­veit­an Bloomberg hefur það hins vegar eft­ir heim­ild­ar­mönnum innan fyr­ir­tæk­is­ins að það sé metið á um 4 millj­arða ­Banda­ríkja­dala. Sé það verð­mat nærri raun­veru­leik­an­um má gera ráð fyrir að ­eign­ar­hlutur Róberts, sem vistað­ur­ er í sjálfs­eign­ar­sjóði á aflandseyj­unn­i Jersey, sé met­inn á allt að 90 millj­arða króna,“ segir í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Sjálfs­eign­ar­sjóð­ur­inn ber heitið Hexa­lon­i­a Tr­ust og var stofn­aður seint á árin­u 2015, sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. 

Þá stað­festir Árni Harð­ar­son, að­stoð­ar­for­stjóri Alvogen, við Morg­un­blaðið að sjóð­ur­inn hafi eign­ast 74 pró­sent hlut í félag­inu Aztiq Fin­ance Hold­ing í Lúx­em­borg sama ár en það félag fer ­með um 30 pró­sent hlut í Alvogen. „Verð­mætin sem lögð voru til grund­vall­ar hluta­fjár­aukn­ing­unni hafði Róbert lagt inn í sjálfs­eign­ar­sjóð­inn. Ekki hefur feng­ist stað­fest hve mikið fé það var eða hvaðan það kom,“ segir í Morg­un­blað­inu.

Upp­fært klukkan 10:04.

Kjarn­anum barst yfir­lýs­ing frá helstu stjórn­endum Alvogen vegna frétt­ar­inn­ar. Hún fylgir hér á eft­ir: 

Yfir­lýs­ing vegna umfjöll­unar Morg­un­blaðs­ins

Morg­un­blaðið birti í morgun umfjöllun um eign­ar­hald lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen og vill fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess koma eft­ir­far­andi athuga­semdum á fram­færi.

Stefán Einar Stef­áns­son  blaða­maður á Morg­un­blað­inu óskaði eftir við­tali við stjórn­end­ur Alvogen í lið­inni viku og vildi ræða eign­ar­hald fyr­ir­tæk­is­ins. Þegar til fund­ar­ins kom var ljóst að þau gögn sem blaða­mað­ur­inn hafði undir höndum hafði verið stolið af skrif­stofu félags­ins. Engu að síður var orðið við ósk blaða­manns um við­tal og öllum spurn­ingum hans var svar­að.

Morg­un­blaðið bauð Alvogen að koma á fram­færi athuga­semdum og til­vitnun um fyr­ir­hug­aða umfjöllun blaðs­ins. Það var þegið með þökkum og neð­an­greindar upp­lýs­ingar sendar blað­inu. Í sam­skiptum við blaða­mann var óskað eftir því að sann­girni og jafn­ræðis yrði gætt í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um eig­end­ur Alvogen og að sjón­ar­miðum aðila væri komið á fram­færi. Blaða­maður gaf Alvogen munn­legt og skrif­legt sam­þykki fyrir því að athuga­semd­ir Alvogen yrðu teknar með í umfjöllun blaðs­ins og sagð­ist tryggja að slíkt yrði birt að fullu með net­rétt blaðs­ins sem var ekki gert. 

Morg­un­blaðið ákveð­ur hins­vegar að hand­velja upp­lýs­ingar úr gögnum máls­ins og taka ekki inn inn­sendar athuga­semdir fyr­ir­tæk­is­ins sem blaða­maður hafði sjálfur boð­ið Alvogen að veita. Með þessu er eign­ar­hald fyr­ir­tæk­is­ins gert tor­tryggi­legt án þess að við­eig­andi skýr­ingar fái að fylgja með. Þannig skortir umfjöllun blaða­manns jafn­ræði og sann­girni í sinni umfjöllun sem for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins harma.

Eft­ir­far­andi er yfir­lýs­ing Alvogen sem send var blaða­manni Morg­un­blaðs­ins í gær. Fyr­ir­tækið hefur nú í morgun ítrekað ósk sína um að athuga­semdir verði birtar í heild sinni líkt sem Stefán Einar Stef­áns­son, blaða­maður Morg­un­blaðs­ins hafði bæði boðið og lofað við­mæl­endum sínum að yrði birt. 

Árni Harð­ar­son, aðstoð­ar­for­stjóri Alvogen, segir að hér eftir sem hingað til sé það auð­sótt mál að veita upp­lýs­ingar um eign­ar­hald fyr­ir­tæk­is­ins. Í dag séu eig­in­legir hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins fjór­ir; Aztiq Pharma Partners SCA (fjár­fest­ing­ar­sjóður í Lux­em­borg) alþjóð­legi fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn CVC Capi­tal PartnersTema­sek, sem er sjóður í eigu rík­is­stjórn­ar Singa­pore, og Vatera Healt­hcare Partners, í Banda­ríkj­un­um.  Aðkoma þess­ara sjóða hefur áður ver­ið til umfjöll­un­ar í fjöl­miðl­u­m. Astiq Pharma Parters SCAfjár­fest­inga­sjóður undir stjórn Róberts Wessman á 31% eign­ar­hlut, en frá stofnun sjóðs­ins hefur hann verið hlut­hafi í Alvogen eins og kunn­ugt er.  Mun fleiri fjár­festar eru aðilar að fjár­fest­ingu í Alvogen og flestir þeirra eru alþjóð­leg­ir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir í dreifðu eign­ar­hald­i. 

Á árinu 2015 komu inn fram­an­greindir við­bótar fjár­festar í Alvogen og sama ár var sjálfs­eign­ar­stofn­un­in, Hexa­lonia trust, stofnuð af Róberti með það að mark­miði að taka þátt í breyttu eign­ar­haldi.  Sá sjóður hefur frá stofnun ekki frekar en aðrir núver­andi fjár­festar í Alvogen haft neinar tekjur eða arð af fjár­fest­ing­unni. “Það hefur alltaf staðið til að fjár­fest­ing Astiq Pharma Partners í Alvogen yrði far­sæl, en það liggur því miður enn ekki fyrir þar sem félagið hefur ekki verið selt og lyfja­geir­inn er eins og þeir sem til þekkja, hverf­ull.  Fé­lagið byggir alfarið á hug­mynda­fræði Róberts og ásetn­ingur allra hlut­að­eig­andi er að Róbert njóti góðs af því ef það ger­ist enda er mögu­leg verð­mæta­sköpun sjóðs­ins og Alvogen í hans hönd­um. Stofn­un Hexa­lonia hefur þann kost að Róbert getur tryggt að ráð­stöfun fjár­muna úr sjóðnum fari ekki til ann­arra en erf­ingja til fram­tíðar og þó um leið sé fórnað ákveðnu skatta­legu hag­ræði.  Hér er átt við þann aug­ljósa ókost slíkra sjóða sem er að greiddur er tekju­skattur af greiðslum úr hon­um, ef til kem­ur, sem er rúm­lega tvö­föld skatt­lagn­ing fjár­magnstekna.  

Árni segir enn fremur að form slíkra sjóða sé, á sama veg og gildir um sjálfs­eign­ar­stofn­anir á Íslandi, þannig að Róbert afsali sér að fullu rétti til­ ­eign­ar­halds, ákvarð­ana eða ráð­staf­ana varð­andi eignir sjóðs­ins og sé þannig ekki eig­andi þeirra eigna er undir sjóð­inn falla og getur ekki undir neinum kring­um­stæðum ráð­stafað eignum hans.  Hann, eins og fjöl­skylda hans, er það sem á ensku er kall­að benef­ici­ary og á íslensku kall­ast senni­lega skil­yrtur rétt­hafi að fram­tíðar fjár­munum ef hugs­an­lega er úthlutað í fram­tíð­inni úr þess­ari sjálfs­eign­ar­stofn­un.  Ró­bert er því líkt og áður ekki beinn hlut­hafi í Alvogen en von­andi hans vegna, mun sjálfs­eign­ar­stofn­un­in Hexa­lonia njóta góðs af mögu­legum arði vegna fjár­fest­ingar í Alvogen og úthluta fjár­munum til fjöl­skyldu hans í fram­tíð­inni.  Allar slíkar úthlut­anir eru að sjálf­sögðu að fullu tekju­skatts­skyldar á Íslandi, ef mót­tak­andi þeirra tekna býr þar.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent