Ábyrgðin liggi hjá Menntamálastofnun

Forstjóri Menntamálastofnunar segir að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggi hjá Menntamálastofnun.

menntun bækur lærdómur skóli
Auglýsing

Banda­ríska fyr­ir­tækið Assess­ment Systems, þjón­ustu­að­ili prófa­kerfis Mennta­mála­stofn­un­ar, hefur við­ur­kennt að mis­tök í upp­setn­ingu evr­ópsks gagna­grunns stofn­un­ar­innar hafi truflað próftöku rúm­lega 4.300 íslenskra nem­enda sem hugð­ust þreyta sam­ræmd próf í íslensku og ensku í síð­ustu viku. Villan varð til þess að margir nem­endur komust ekki inn í prófin og urðu frá að hverfa eða svör­uðu próf­inu við óvið­un­andi kring­um­stæð­ur. Þetta hafði umtals­verða röskun í för með sér á skipu­lagi skóla­starfs 9. bekk­inga víða um land. Sjálf­stæð athugun utan­að­kom­andi aðila verður gerð opin­ber.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mennta­mála­stofn­un. 

Arnór Guð­munds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar, segir að eng­inn vafi sé á því að end­an­leg ábyrgð á fram­kvæmd sam­ræmdra könn­un­ar­prófa í grunn­skólum liggi hjá Mennta­mála­stofn­un.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að Mennta­mála­stofnun hygg­ist gera allt sem í hennar valdi stendur til að sams­konar röskun verði ekki aftur og taki undir orð Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra að mis­tökin séu óásætt­an­leg fyrir íslenskt mennta­kerf­i. 

„Hefur því verið gengið frá ráðn­ingu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitt­hvað í und­ir­bún­ingi stofn­un­ar­innar hafi mátt betur fara. Nið­ur­stöður þeirrar sjálf­stæðu athug­unar verða gerðar opin­ber­ar. Mennta­mála­stofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið að kall­aður verði saman sér­fræði­hópur sem hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd sam­ræmdra könn­un­ar­prófa.

Mennta­mála­stofnun mun, í sam­ráði við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, skera úr um hvernig farið verður með nið­ur­stöður sam­ræmdra könn­un­ar­prófa nú í ár. Nið­ur­staða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hags­muna­að­ilum á mið­viku­dag. Gætt verður sér­stak­lega að hags­munum allra nem­enda og jafn­ræði milli þeirra trygg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Arnór biður nem­end­ur, for­eldra, kenn­ara og skóla­stjórn­endur inni­lega afsök­unar á þeim mis­tökum sem urðu við fram­kvæmd próf­anna í síð­ustu viku. „Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvu­kerfi Assess­ment Systems þá er eng­inn vafi á því að end­an­leg ábyrgð á fram­kvæmd sam­ræmdra könn­un­ar­prófa í grunn­skólum liggur hjá Mennta­mála­stofn­un. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breyt­ingar á fram­kvæmd­inni og mun sú skýrsla, sem nú er kom­inn í vinnslu, von­andi gagn­ast við þá vinn­u,“ segir hann. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent