Lét reikna kostnað við Vaðlaheiðargöng í samræmi við lög um ríkisábyrgðir

Ef kostnaður við lán ríkisins vegna Vaðlaheiðarganga yrði reiknaður í samræmi við lög um ríkisábyrgðir væri hann 33,8 milljarðar króna. Þá þyrfti 49.700 bíla um göngin á dag árið 2055 til að hægt yrði að borga lánið til baka.

Vaðlaheiði
Auglýsing

Ef láns­heim­ild sem íslenska ríkið veitir vegna gerðar Vaðla­heið­ar­ganga verður nýtt að fullu, og lánið reiknað í sam­ræmi við lög um rík­is­á­byrgð­ir, þá verður staða þess 33,8 millj­arðar króna í byrjun maí 2021 þegar lánið er á gjald­daga.

Þetta yrði staðan ef göngin yrðu opnuð í árs­lok 2018, að verð í gegnum þau frá þeim tíma verði 1.250 krónur á hverja ferð án virð­is­auka­skatts, að öll umferð sem nú fer um Vík­ur­skarð fari um Vaðla­heið­ar­göng og að öll við­bót­ar­um­ferð miðað við háspá Vega­gerð­ar­innar um umferð um Vík­ur­skarð. Þá er gert fyrir að samið verði um áfram­hald­andi lán­veit­ingu frá rík­is­sjóði með sömu vaxta­kjörum til 35 ára með cas­h-sweep fyr­ir­komu­lagi.

Þetta kemur fram í svari Rík­is­á­byrgð­ar­sjóðs við spurn­ingu Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata og nefnd­ar­manns í fjár­laga­nefnd, um hvernig lánið væri reiknað ef farið væri að lögum um rík­is­á­byrgð­ir. Rík­is­á­byrgð­ar­sjóður tekur sér­stak­lega fram í svar­inu að for­sendur þess, sem lagðar séu til grund­vallar útreikn­ingi á stöðu lána og umferð­ar­magni, séu að mati sjóðs­ins „frekar óraun­hæfar og allar nið­ur­stöður ber að skoða í því ljósi“.

Þar seg­ir: „Staða láns til VHG hf. miðað við lok febr­úar 2018 með áföllnum vöxtum var 11,6 ma.kr. Þessi staða láns­ins mið­ast við sam­tölu ádrátta og þeirra vaxta sem áfallnir eru á lán­ið. Upp­haf­lega mið­að­ist lánið við gjald­daga 5.1.2018, sem síðar var breytt vegna erf­ið­leika við ganga­gröft til 1.5.2021. Miðað við upp­haf­legan gjald­daga og ávöxt­un­ar­feril óverð­tryggðrar útgáfu rík­is­ins á mark­aði (rík­is­bréf), voru áhættu­lausir óverð­tryggðir vextir um 5% á þeim tíma er lánið var afgreitt. Með álagi vegna láns­hæf­is­mats CCC upp á 13,1% yrðu vextir af láni til VHG hf. á þeim tíma því 18,1%.“ Miðað við allar ofan­greindar for­sendur yrði staða fram­kvæmda­láns­ins alls 33,8 millj­arðar króna þann 1. maí 2021, þegar lánir yrði á gjald­daga.

Mjög óraun­hæfar for­sendur

Ef stofn­kostn­aður við gerð gang­anna yrði svo mik­ill þyrfti árleg umferð að vera um níu pró­sent umfram háspá Vega­gerð­ar­innar til að göngin stæðu undir fjár­mögn­un­ar­kostn­aði og end­ur­greiðslu þess láns sem ríkið veitti, sam­kvæmt svari Rík­is­á­byrgð­ar­sjóðs.

Þar segir enn fremur að árleg aukn­ing á umferð um níu pró­sent sé „mjög óraun­hæf for­senda enda yrði með­al­tals­um­ferð um göngin á dag miðað við heilt ár, svoköllum árdags­um­ferð, komin í 49.700 bíla á dag árið 2055 sem gæfi um 2.070 bíla á klukku­stund.“

Björn Leví Gunnarsson spurði um kostnað við lán ríkisins ef það yrði reiknað í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. MYND: Bára Huld BeckBjörn Leví segir í til­kynn­ingu til fjöl­miðla að allar for­sendur um gjald­heimtu og rekstr­ar­grund­völl gagn­anna hafi verið reikn­aðar á miklu lægri vöxtum en lög um rík­is­á­byrgð segi til. Það hafi hann aldrei skilið og þess vegna farið fram á að lánið yrði reiknað ef farið yrði eftir lögum um rík­is­á­byrgð, enda liggi fyrir nið­ur­staða úttekt­ar­nefndar um að Vaðla­heið­ar­göng geti ekki talist einka­fram­kvæmd.

Hann telur því að ofan­greind upp­hæð, 33,8 millj­arðar króna, sé heild­ar­kostn­að­ur­inn við fram­kvæmd­ina og þá áhættu rík­is­ins sem ábyrgð­ar­að­ila fjár­mögn­un­ar. „Það er kostn­að­ur­inn sem fram­kvæmda­að­ili hefði þurft að fjár­magna hjá almennum fjár­fest­um. Það er kostn­að­ur­inn sem fram­kvæmdin þarf að standa skil á ef verkið á að telj­ast einka­fram­kvæmd og rétt­læta til­veru sína utan sam­göngu­á­ætl­un­ar.“

Átti að vera aðlað­andi fyrir fjár­­­festa

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­­­ar­­­ganga í einka­fram­­­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­­sjóða um að koma að fjár­­­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­­­is­­­stjórn Sam­­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­­­magnað af rík­­­is­­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­­tíma­fjár­­­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­­ar­­­lega sjálf­­­bær með inn­­­heimtu veggjalds.

Auglýsing
Í júní 2012 sam­­­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­­is­­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­­kostn­aði. Sér­­­stakt félag var stofnað utan um fram­­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­­ar­­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­­ar­bæj­­­­­ar, fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­­ar­­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­­kvæmdum yrði lokið í árs­­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­­ast í sept­­­em­ber 2015.

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­­­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­­­­­rennsli á bæði heitu og köldu vatni.

Rík­­­is­­­stjórn sam­­­þykkir frek­­­ari lán­veit­ingar

Í mars í fyrra var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­­­ar­­­ganga. Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­­­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­­­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­­­­­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­­­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­­­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.

Þess vegna ákvað rík­­is­­stjórnin að ríkið myndi hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­gangaum allt að 4,7 millj­­­arða króna.

Úttekt­ar­skýrsla sem kynnt var í ágúst 2017, og unnin var að beiðni þáver­andi rík­is­stjórn­ar, komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin geti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd. Í raun sé hún rík­­is­fram­­kvæmd þótt að upp­­haf­­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að þurfa ekki að lúta for­­gangs­röðun sam­­göng­u­á­ætl­­un­­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­­ar­­göngum í formi fram­­kvæmda­láns til verks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent