Nemendur í ungmennaskólum (High School) um öll Bandaríkin hafa í dag gengið út úr skólastofum, með 17 mínútna hléi, til minningar um þá 17 sem létust í skotárás á Marjory Stoneman Douglas High School fyrir mánuði síðan upp á dag.
Bekkjarfélagar þeirra sem létust hafa skipulagt mótmælin og samstöðufundi. Þátttakan hefur verið gríðarleg, og mörg hundruð þúsund ungmenni hafa tekið þátt í aðgerðum og einnig samstöðufundum, þar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum er hvött til þess að endurskoða byssulöggjöfina í landinu, með það að markmiði að koma í veg fyrir byssuárásir.
Eins og kunnugt er, þá eru dauðsföll vegna byssuglæpa hvergi í þróuðum ríkjum eins algeng og í Bandaríkjunum. Um 3,8 af hverjum 100 þúsund íbúum deyja vegna byssuglæpa, en algengt hlutföll í öðrum þróuðum ríkjum er á bilinu 0,2 til 0,5.
Á fundunum í dag, hafa nemendur hvatt stjórnvöld og yfirvöldum í hverju ríki, til þess að endurskoða regluverk til að auka öryggi nemenda.
Barátta ungmennana frá Flórída hefur nú þegar leitt til mikilla breytinga, þegar kemur aðgengi ungmenna að byssum. Þannig hefur WalMart, stærsti verslunarrekandi Bandaríkjanna og heimsins alls, ákveðið að hækka lágmarksaldur byssukaupenda úr 18 í 21 ár og tekið úr sölu margar tegundir skotvopna og skotfæra. Í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins sagði hún, að barátta ungmenna í Bandaríkjunum hefði náð eyrum stjórnarinnar og að það væri mat hennar, að WalMart þyrfti að sýna meiri ábyrgð.
Aerial shot of the walkout at my son's school. #NationalWalkOutDay California pic.twitter.com/aDk4BkpOuv
— Sabrina Sol (@theromancechica) March 14, 2018
Mótmælafundir eru skipulagðir 24. mars, og eru stór mótmæli fyrirhuguð í Washington DC þar sem stjórnvöld verða minnt á ábyrgð sína, þegar kemur að byssulöggjöfinni.