Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.

Skóli
Auglýsing

Á árunum 2015 til 2017 voru spænska og þýska þau tungu­mál sem flestir lærðu sem þriðja erlenda tungu­málið líkt og fyrri ár. Skóla­árið 2012 til 2013 lærðu í fyrsta skipti fleiri nem­endur spænsku en þýsku og hefur sú þróun haldið áfram síð­ustu ár. Alls lærðu 4.200 nem­endur spænsku skóla­árið 2016 til 2017 en 3.837 nem­endur lærðu þýsku. Stúlkur læra frekar spænsku en um það bil 2.500 stúlkur voru skráðar í spænsku­á­fanga hvert skólaár frá 2015 til 2017 á móti um það bil 1.900 stúlkum í þýsku. Hjá piltum er þýska vin­sælli en spænska en tæp­lega 1.900 piltar lærðu þýsku á árunum 2015 til 2017 á móti rúm­lega 1.600 piltum í spænsku.

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar

Jafn­framt segir að breyt­ing hafi orðið skóla­árið 2014 til 2015 að piltar sem lærðu erlend tungu­mál hafi verið fleiri en stúlk­ur, þótt mun­ur­inn hafi verið óveru­leg­ur. Á skóla­ár­inu 2015 til 2016 fækk­aði piltum sem lærðu erlend tungu­mál um tæp þrjú pró­sentu­stig. Hlut­fall stúlkna sem lærðu erlend tungu­mál stóð hins vegar í stað og eru stúlkur því aftur orðnar fleiri en piltar í tungu­mála­námi.

Auglýsing

Fram­halds­skóla­nem­endum sem læra erlend tungu­mál fækkar lít­il­lega

Skóla­árið 2015 til 2016 lærðu 70,8 pró­sent fram­halds­skóla­nema að minnsta kosti eitt erlent tungu­mál og var það fækkun um 1,4 pró­sentu­stig milli ára. Hlut­falls­lega fjölg­aði nem­endum í tungu­mála­námi svo aftur lít­il­lega skóla­árið 2016 til 2017, þegar 71,6 pró­sent fram­halds­skóla­nem­enda lærðu að minnsta kosti eitt erlent tungu­mál. Hlut­fall nem­enda sem lærðu erlend tungu­mál var á bil­inu 72 til 74 pró­sent skóla­árin 2003 til 2015. Sam­kvæmt tölum sem hér birtast, úr gagna­söfnun Hag­stof­unnar fyrir skóla­árin 2015 til 2016 og 2016 til 2017, eru því vís­bend­ingar um að nem­endum í tungu­mála­námi fari fækk­andi.

Þegar fjölda­tölur eru skoð­aðar hefur nem­endum sem læra erlend tungu­mál fækkað úr 17.400 skóla­árið 2014 til 2015 í tæp 16.200 skóla­árið 2016 til 2017 sem er í sam­ræmi við um 1.500 nem­enda fækkun á fram­halds­skóla­stigi á tíma­bil­inu. Í mörgum fram­halds­skólum tók breytt skipu­lag náms­brauta til stúd­ents­prófs gildi haustið 2015, þar sem nám til stúd­ents­prófs var stytt. Þar með fækk­aði áföngum í erlendum tungu­málum sem nem­endur þurfa að taka til stúd­ents­prófs og gæti það að hluta til skýrt fækkun nem­enda í tungu­mála­námi.

Vin­sældir kín­versku­náms aukast

Flestir fram­halds­skóla­nem­endur lærðu ensku og voru þeir 13.683 skóla­árið 2015 til 2016 og 13.405 árið eft­ir. Næst­flestir nem­endur lærðu dönsku, 6.509 tals­ins skóla­árið 2015 til 2016 og 5.964 skóla­árið 2016 til 2017. Nem­endum í dönsku fækk­aði þó tölu­vert milli ára, eða um tæp­lega 17 pró­sentu­stig frá skóla­ár­inu 2014-2015 til 2016–2017. Vin­sældir kín­versku­náms í fram­halds­skóla hafa auk­ist en skóla­árið 2015 til 2016 lærðu 24 nem­endur kín­versku, 14 piltar og 10 stúlk­ur. Á skóla­ár­inu 2016 til 2017 voru nem­end­urnir 18. Áður höfðu mest 18 nem­endur verið skráðir í kín­versku skóla­árið 2010 til 2011.

Að með­al­tali lærðu nem­endur í fram­halds­skólum 1,31 tungu­mál á ári 2015 til 2017 sem er sam­bæri­legt við fyrri skóla­ár. Flestir nem­endur læra tvö tungu­mál á sama skóla­ári, eða um 45 pró­sent þeirra nem­enda sem læra tungu­mál, og hefur það hlut­fall hald­ist svo til óbreytt frá 2013 til 2014.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent