Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.

Jón Steindór
Auglýsing

Alþingi hefur sam­þykkt frum­varp Jóns Stein­dórs Valdi­mars­sonar þing­manns Við­reisnar og fleiri þing­manna um breyt­ingu á skil­grein­ingu nauðg­unar í kyn­ferð­is­kafla almennra hegn­ing­ar­laga.

Sam­kvæmt nýju lög­unum eru öll tví­mæli tekin af um að sam­þykki sé for­senda kyn­maka.

Í umsögn Ragn­heiðar Braga­dótt­ur, pró­fess­ors í refsirétti við Háskóla Íslands, um frum­varpið sagði meðal ann­ars að lög­fest­ing skil­grein­ingar nauðg­unar út frá sam­þykki sé eðli­legur þáttur í þróun rétt­ar­ins og þar sé leit­ast við að tryggja að lögin séu í sam­ræmi við rétt­ar­vit­und almenn­ings. Þá kom fram í umsögn Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands að um nauð­syn­lega breyt­ingu hafi verið að ræða til sam­ræmis við Ist­an­bul­samn­ing­inn og dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Auglýsing

Jón Stein­dór sagði í umræðum um málið að frum­varpið sé liður í því að breyta við­horfum sem feðra­veldi for­tíðar hefur skapað og eru enn ríkj­andi eða eimir sterkt af á ýmsum stöð­um. Með frum­varp­inu sé horfið frá þeim karllægu sjón­ar­miðum sem end­ur­spegl­ast víða að við til­teknar aðstæður eigi karl­maður næstum rétt á kyn­lífi með konu. Þá sé þau við­horf lífseig að þegar fólk er í sam­bandi, hvort sem það er innan hjóna­bands eða utan, ryðji það með ein­hverjum hætti úr vegi kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þegar kyn­líf á í hlut.

„Það er skylda okkar þing­manna að lögin séu sann­gjörn og sporni gegn úreltum við­horf­um. Það á svo sann­ar­lega við í þessu efni og til þess er þetta frum­varp lagt fram.“

Eftir breyt­ing­una mun nauðg­un­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­lag­anna hljóða svo:

   a.    1. mgr. orð­ast svo:

                 Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann án sam­þykkis hans ger­ist sekur um nauðgun og skal sæta fang­elsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Sam­þykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Sam­þykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung. Til ofbeldis telst svipt­ing sjálf­ræðis með inni­lok­un, lyfjum eða öðrum sam­bæri­legum hætti.

    b.   Á eftir orð­unum „mælt er fyrir um í 1. mgr.“ í 2. mgr. kem­ur: að beita blekk­ingum eða not­færa sér villu við­kom­andi um aðstæður eða.
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent