Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.

Jón Steindór
Auglýsing

Alþingi hefur sam­þykkt frum­varp Jóns Stein­dórs Valdi­mars­sonar þing­manns Við­reisnar og fleiri þing­manna um breyt­ingu á skil­grein­ingu nauðg­unar í kyn­ferð­is­kafla almennra hegn­ing­ar­laga.

Sam­kvæmt nýju lög­unum eru öll tví­mæli tekin af um að sam­þykki sé for­senda kyn­maka.

Í umsögn Ragn­heiðar Braga­dótt­ur, pró­fess­ors í refsirétti við Háskóla Íslands, um frum­varpið sagði meðal ann­ars að lög­fest­ing skil­grein­ingar nauðg­unar út frá sam­þykki sé eðli­legur þáttur í þróun rétt­ar­ins og þar sé leit­ast við að tryggja að lögin séu í sam­ræmi við rétt­ar­vit­und almenn­ings. Þá kom fram í umsögn Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands að um nauð­syn­lega breyt­ingu hafi verið að ræða til sam­ræmis við Ist­an­bul­samn­ing­inn og dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Auglýsing

Jón Stein­dór sagði í umræðum um málið að frum­varpið sé liður í því að breyta við­horfum sem feðra­veldi for­tíðar hefur skapað og eru enn ríkj­andi eða eimir sterkt af á ýmsum stöð­um. Með frum­varp­inu sé horfið frá þeim karllægu sjón­ar­miðum sem end­ur­spegl­ast víða að við til­teknar aðstæður eigi karl­maður næstum rétt á kyn­lífi með konu. Þá sé þau við­horf lífseig að þegar fólk er í sam­bandi, hvort sem það er innan hjóna­bands eða utan, ryðji það með ein­hverjum hætti úr vegi kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þegar kyn­líf á í hlut.

„Það er skylda okkar þing­manna að lögin séu sann­gjörn og sporni gegn úreltum við­horf­um. Það á svo sann­ar­lega við í þessu efni og til þess er þetta frum­varp lagt fram.“

Eftir breyt­ing­una mun nauðg­un­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­lag­anna hljóða svo:

   a.    1. mgr. orð­ast svo:

                 Hver sem hefur sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við mann án sam­þykkis hans ger­ist sekur um nauðgun og skal sæta fang­elsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Sam­þykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Sam­þykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung. Til ofbeldis telst svipt­ing sjálf­ræðis með inni­lok­un, lyfjum eða öðrum sam­bæri­legum hætti.

    b.   Á eftir orð­unum „mælt er fyrir um í 1. mgr.“ í 2. mgr. kem­ur: að beita blekk­ingum eða not­færa sér villu við­kom­andi um aðstæður eða.
Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent