Óhætt er að segja Facebook hafi upplifað vonda daga að undanförnu. Meira en 58 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði um 6 þúsund milljarða króna, hafa gufað upp af markaðsvirðinu, og ekki eru enn kurl komin til grafar ennþá.
Ástæðan er skandallinn sem snýr að fyrirtækinu Cambridge Analytica, sem talið er að hafi komist yfir gögnum um notendur Facebook, alls um 50 milljónir, og nýtt gögnin til að hjálpa viðskiptavinum sínum í kosningabaráttum, þar á meðal framboði Donalds Trumps í Bandaríkjunum og Brexit-sinnum í Brexit kosningunum í Bretlandi.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur lofað því að bæta fyrir þau mistök sem fyrirtækið hafi gert.
What’s Facebook?
— Elon Musk (@elonmusk) March 23, 2018
Þessi umræða hefur hreyft við fjölmörgum notendum og fyrirtækjum einnig. Umræða undir myllumerkinu #DeleteFacebook hefur þó nokkur, en með því voru notendur upphaflega hvattir til þess eyða Facebook aðgangi sínum.
Einn þeirra sem hefur tekið þetta alvarlega, er stofnandi og forstjóri Tesla Motors og Space X, Elon Musk. Hann ákvað í gær að eyða bæði Facebook síðu Tesla og Space X. Síðurnar voru með 2,5 milljónir fylgjenda hvor, en hann lét sér fátt um finnast þegar hann gerði þetta, og tilkynnti um það á Twitter.