Ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvernig brugðist verði við hækkun veiðigjalda

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekkert liggja fyrir um að afkoma sé lakari hjá litlum og meðalstórum útgerðum en stærri útgerðum. Unni er að endurskoðun laga um veiðigjöld.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort eða með hvaða hætti brugð­ist verði við hækkun veiði­gjalda á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári.

Hann segir einnig að af fyr­ir­liggj­andi gögnum verði ekki ráðið að afkoma sé lak­ari hjá litlum og með­al­stórum útgerðum en stærri útgerðum líkt og oft er full­yrt í opin­berri umræðu. Þetta sé til dæmis stað­fest í nýlegri skýrslu end­ur­skoð­un­ar­skrif­stof­unnar Deloitte um rekstur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga á árinu 2016 og áætl­aða þróun rekstrar þeirra á árinu 2017. 

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs við fyr­ir­spurn frá Sig­urði Páli Jóns­syni, þing­manni Mið­flokks­ins, um veiði­gjöld.

Auglýsing
Gildandi lög um veiði­gjöld falla úr gildi í lok þessa árs. Í svari Krist­jáns Þórs segir að unnið hafi verið að því und­an­farna mán­uði að end­ur­skoða þau.

Verða rúm­lega tíu millj­arðar í ár

Hæstu veið­i­­­­gjöldin greiddi sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn vegna fisk­veið­i­­ár­s­ins 2012/2013, en þá greiddi útgerðin 12,8 millj­­­arða króna í rík­­­is­­­sjóð vegna veið­i­­gjalda. Árin þar á eftir lækk­­­uðu gjöldin skref fyrir skref niður í 4,8 millj­­­arða árið 2016.   

Í fyrra inn­­heimti rík­­is­­sjóður sex millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld en sam­­kvæmt fjár­­lögum er gert ráð fyrir því að þau skili rúmum tíu millj­­örðum króna í ár.

Sam­­kvæmt nýlegri spá, sem gerð var fyrir stjórn­­völd,  segir að tekjur sjá­v­­­ar­út­­­vegs hafi dreg­ist saman úr 249 millj­­­örðum króna árið 2016, sem var metár, í 240 millj­­­arða króna í fyrra.

Sam­an­lagðar  arð­greiðslur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja frá byrjun árs 2010 og út árið 2016 voru 65,8 millj­­­arðar króna. Eigið fé þeirra frá hruni og til loka árs 2016 batn­aði um 300 millj­­­arða króna. Því hefur hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ar­ins vænkast um 365,8 millj­­­arða króna á örfáum árum.

Kall­aði veiði­gjöld „há­tekju­skatt á sterum“

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá útgerð­ar­fyr­ir­tækjum á stjórn­völd um að lækka veiði­gjöld. Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, sagði við Morg­un­blaðið í upp­hafi árs að gjöldin væru allt of há. „Við erum að ­á­ætla að árið 2018, miðað við óbreytt veið­i­­­gjald eins og fjár­­lög fóru í gegn­um ­þing­ið, verði skattur 58 til 60 pró­­sent af hagn­að­i[...]Þetta verður hátekju­skattur á sterum þetta árið og gjald­takan er komin langt fram úr hófi. Hún verður bein­línis skað­­leg sjá­v­­­ar­út­­­vegi og þar með sam­­fé­lag­inu öllu.“Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, sagði í ræðu sem hann flutti á að­al­fundi Síld­­ar­vinnsl­unnar síð­­ast­lið­inn mið­viku­dag og var birt á vef fyr­ir­tæk­is­ins að hann vilji

að íslenskur sjá­v­­­ar­út­­­vegur fái að dafna í fram­­tíð­inni og njóta sann­­mælis sem atvinn­u­­grein. Hann sagði í ræð­unni að veið­i­­­gjöld taki ekki mið af aðstæðum í umhverfi grein­­ar­innar heldur þegar aðstæður hafi verið allt aðrar og betri. Þor­­steinn er stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unnar og Sam­herji er stærsti ein­staki eig­andi henn­­ar.

Hagn­­aður Síld­­ar­vinnsl­unnar árið 2017 var 2,9 millj­­arðar króna. Sam­herj­­a­­sam­­stæð­an, sem starfar á sviði sjá­v­­­ar­út­­­vegs bæði hér­­­lendis og erlend­is, hagn­að­ist um 86 millj­­arða króna á árunum 2010-2016. Árið 2016 var hagn­aður henn­ar fyrir afskriftir og fjár­­­­­magnsliði 17 millj­­­arðar króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent