NATO sendir Rússa heim

Áframhald er á samstilltum aðgerðum alþjóðasamfélagsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri NATO tilkynnti um að sjö Rússar yrðu sendir heim, og aðrir þrír ekki skipaðir.

Stoltenberg
Auglýsing

NATO hyggst senda sjö rúss­neska erind­reka heim úr höf­uð­stöðv­unum í Brus­sel, og með því sína sam­stöðu með Bretum og fleiri þjóð­um, Íslend­ingum þar á með­al, sem hafa tekið þátt í þving­un­ar­að­gerðum gegn Rússum að und­an­förnu.

Ástæðan er tauga­eit­ursárásin á njósn­ar­ann Sergei Skripal og dóttur hans í Bret­landi en þau liggja þungt haldin á sjúkra­húsi.

Jens Stol­ten­berg sagði í til­kynn­ingu sinni að hann myndi einnig koma í veg fyrir að þrír Rússar fengju starf hjá NATO, og því mun rúss­neskum erind­rekum fækka úr 30 í 20. Frá því að Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga og lögðu hann undir sig, hafa nú 60 Rússar verið sendir frá NATO. 

Auglýsing

Rússar hafa harð­lega mót­mælt aðgerð­unum sem bein­ast gegn þeim, og hafa þeir sakað Breta og Banda­ríkja­menn um að grafa undan sam­stöðu í Evr­ópu. Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra, segir allt sé nú breytt í sam­skiptum Rússa við aðrar þjóðir og allt traust far­ið. Hann, og stjórn­völd í Rúss­landi, hafa neitað því ein­dregið að standa að baki árásinni og segir að Rússar muni svara fyrir sig. Nú þegar eru í gildi efna­hags­þving­anir gagn­vart Rússum, og hafa eignir val­inna rúss­neskra fjár­festa verið frystar víða um heim, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Rússar hafa brugð­ist við þessu með við­skipta­banni á þjóð­ir, þar sem inn­flutn­ings­bann hefur verið sett á mat­væli og fleiri vör­ur. Frá því árið 2015 hefur það verið í gildi, meðal ann­ars gagn­vart Íslandi. Á und­an­förnum árum hafa við­skipti Íslands og Rúss­lands farið vax­andi, einkum með mak­ríl og aðrar sjáv­ar­af­urð­ir, og hefur umfangið farið mest í um 20 millj­arða á ári.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent