NATO sendir Rússa heim

Áframhald er á samstilltum aðgerðum alþjóðasamfélagsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri NATO tilkynnti um að sjö Rússar yrðu sendir heim, og aðrir þrír ekki skipaðir.

Stoltenberg
Auglýsing

NATO hyggst senda sjö rúss­neska erind­reka heim úr höf­uð­stöðv­unum í Brus­sel, og með því sína sam­stöðu með Bretum og fleiri þjóð­um, Íslend­ingum þar á með­al, sem hafa tekið þátt í þving­un­ar­að­gerðum gegn Rússum að und­an­förnu.

Ástæðan er tauga­eit­ursárásin á njósn­ar­ann Sergei Skripal og dóttur hans í Bret­landi en þau liggja þungt haldin á sjúkra­húsi.

Jens Stol­ten­berg sagði í til­kynn­ingu sinni að hann myndi einnig koma í veg fyrir að þrír Rússar fengju starf hjá NATO, og því mun rúss­neskum erind­rekum fækka úr 30 í 20. Frá því að Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga og lögðu hann undir sig, hafa nú 60 Rússar verið sendir frá NATO. 

Auglýsing

Rússar hafa harð­lega mót­mælt aðgerð­unum sem bein­ast gegn þeim, og hafa þeir sakað Breta og Banda­ríkja­menn um að grafa undan sam­stöðu í Evr­ópu. Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra, segir allt sé nú breytt í sam­skiptum Rússa við aðrar þjóðir og allt traust far­ið. Hann, og stjórn­völd í Rúss­landi, hafa neitað því ein­dregið að standa að baki árásinni og segir að Rússar muni svara fyrir sig. Nú þegar eru í gildi efna­hags­þving­anir gagn­vart Rússum, og hafa eignir val­inna rúss­neskra fjár­festa verið frystar víða um heim, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Rússar hafa brugð­ist við þessu með við­skipta­banni á þjóð­ir, þar sem inn­flutn­ings­bann hefur verið sett á mat­væli og fleiri vör­ur. Frá því árið 2015 hefur það verið í gildi, meðal ann­ars gagn­vart Íslandi. Á und­an­förnum árum hafa við­skipti Íslands og Rúss­lands farið vax­andi, einkum með mak­ríl og aðrar sjáv­ar­af­urð­ir, og hefur umfangið farið mest í um 20 millj­arða á ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent