Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, segir í grein í Fréttablaðinu í dag, að ábyrgðin á fyrstu taugaeitursárásinni frá seinni heimstyrjöld, í borginni Salisbury, þar sem feðgin hnigu niður, sé Rússa.
Þetta kemur fram í grein hans í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að alþjóðasamfélagið standi með Bretum vegna þess að ekki sé hægt að líða brot Rússa á alþjóðalögum.
„Við eigum ekkert sökótt við rússnesku þjoðina, sem getur verið stolt af afrekum sínum á menningarlífið í gegnum aldirnar. Við munum aldrei gleyma seiglunni sem rússneska þjóðin sýndi á dögum síðari heimstyrjaldarinnar, né sameiginlegri baráttu okkar gegn nasismanum. En við deilum öll skyldu til að andæfa metnaði ráðamanna í Kreml til að kljúfa og veikja alþjóðasamfélagið. Í hvert sinn sem rússneska ríkiskerfið brýtur alþjóðalög, eflist hættan sem af því stafar,“ segir í Nevin í grein í Fréttablaðinu.
Eins og greint var frá í gær, þá hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn Rússum. Íslenskir ráðamenn munu ekki fara á HM í fótbolta í sumar, og munu ekki funda með rússneskum á næstu misserum.
„Árásin eralvarlegtbrot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, mörg samstarfsríki Íslands í Atlantshafsbandalaginu, og helstu aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Í flestum tilvikum vísa þessi ríki rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í yfirlýsingunni, en eins og kunnugt er verður Ísland meðal þátttökuþjóða á HM, í fyrsta skipti og sem fámennsta landið í sögunni sem tryggt hefur sér þátttökurétt á HM.