Óstaðsettum í Reykjavík, þeim sem eru ekki með skráð lögheimili eða býr á götunni, fjölgaði um 74 prósent á frá byrjun árs 2014 og fram að síðustu áramótum. Þeir eru nú 661 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra fjölgaði þeim um 23,7 prósent alls. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir byggðarkjörnum.
Íbúum í Reykjavík hefur fjölgað um 3,7 prósent frá byrjun árs 2014 og fram til síðustu áramóta. Alls bjuggu 124.847 manns í höfuðborginni í byrjun þessa árs samkvæmt tölunum. Á sama tímabili fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um 7,5 prósent, íbúum Garðabæjar um 10,6 prósent og íbúum Kópavogs um 13,5 prósent.
Flestir búa í 105
Fjölmennasta hverfi borgarinnar, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, er Vesturbær-Syðri, þar sem búa 10.831. Íbúum þar hefur fjölgað um 3,4 prósent frá því í byrjun árs 2014. Næst fjölmennasta hverfið er Efra-Breiðholt. Þar bjuggu 9.481 í upphafi árs 2018 og hafði íbúum þar fjölgað um 7,5 prósent frá byrjun árs 2014. Í þriðja sæti var Seljahverfið með 8.502 íbúa. Þar hefur fjölgað um 3,3 prósent frá byrjun árs 2014.
Næst fjölmennasta póstnúmerið er 112, eða Grafarvogur. Þar búa 16.931 og íbúum þar hefur fækkað um eitt prósent á kjörtímabilinu.
í þriðja sæti er póstnúmer 101, sem nær yfir miðborgina og hluta vesturbæjarins.
Þar búa 15.692 manns eða tæpu prósenti færri en bjuggu þar í byrjun árs 2014.
Öll íbúafjölgun vegna útlendinga
Kjarninn hefur áður greint frá því að öll íbúafjölgun í Reykjavík í fyrra var vegna erlendra ríkisborgara sem fluttu til borgarinnar. Erlendum ríkisborgurum sem búa í höfuðborginni fjölgaði um 3.140 í fyrra og eru nú 15.640 talsins.
Í þeirri umfjöllun kom einnig fram að erlendum íbúum höfuðborgarinnar hefur fjölgað um 70 prósent frá því í byrjun árs 2012