Óttarr mátti spila með HAM gegn greiðslu en Ragnheiður Elín mátti ekki fá lánað skart

Sex ráðherra hafa óskað eftir ráðleggingum um hvort að tilvik sem þeir stóðu frammi fyrir væru í samræmi við siðareglur ráðherra.

Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Auglýsing

Ótt­arr Proppé mátti spila á tón­leikum með hljóm­sveit sinni HAM á meðan að hann var ráð­herra og þiggja greiðslur fyrir en var gert að upp­lýsa for­sæt­is­ráðu­neytið um þær fjár­hæðir sem hann myndi fá fyr­ir. 

Ragn­heiður Elín Árna­dóttir mátti ekki fá lán­aða skart­gripi frá gull­smiði til að bera opin­ber­lega þegar hún var iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra þótt þeir væru ekki gjöf þar sem slíkt sam­rýmd­ist „tæp­lega siða­reglum ráð­herra“. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um hvort þetta fyr­ir­komu­lag væri í sam­ræmi við siða­reglur ráð­herra sagði m.a. að í siða­regl­unum segði „að ráð­herra not­færi sér ekki stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyrir sig.[...]Vissu­lega er hér ekki um að ræða gjöf í eig­in­legum skiln­ingi. Hins vegar er verið að bjóða ráð­herra þjón­ustu sem að öllum lík­indum myndi venju­lega kosta tals­verða fjár­muni, þ.e. að fá skart­gripi leigða. Henni yrði sem sagt ekki boðin þessi þjón­usta nema vegna þess að hún er ráð­herra og þekktur stjórn­mála­mað­ur. Skiptir þá ekki öllu máli hvor eigi frum­kvæðið að þessu fyr­ir­komu­lagi. Vissu­lega er lík­legt að það sem vaki fyrir ráð­herr­anum sé fyrst og fremst að vera opin fyr­ir því að kynna íslenska hönnun en ekki að njóta sjálf góðs af. En þá vakna almennar spurn­ingar um hvort það sé við hæfi að ráð­herra taki þátt í að kynna sér­stak­lega vörur eins fyr­ir­tæk­is, enda má búast við að við­kom­andi gull­smiður muni aug­lýsa það að ráð­herr­ann sé meðal við­skipta­vina. ímynda má sér að fleiri fyr­ir­tæki kæmu þá í kjöl­farið og vildu fá sam­bæri­legan samn­ing varð­andi sínar vör­ur. Fljótt myndi þá fara af stað umræða um að ráð­herrar væru "kost­að­ir" af þessum og hinum fyr­ir­tækj­u­m[...]Að öllu sam­an­lögðu verður að telja hæpið út frá siða­reglum ráð­herra að gera samn­ing af þessu tagi við við­kom­andi gull­smið.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þau sex til­vik sem ráð­herrar leit­uðu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um ráð­legg­ingar um hvort að til­vik sem upp komu væri sam­rým­an­leg siða­reglum ráð­herra. Fyr­ir­spurnin var lögð fram eftir að for­sæt­is­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­sonar, þing­manns Pírata um túlkun siða­reglna 16. mars síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Þar kom m.a. fram að „í mála­skrá for­sæt­is­ráðu­neytis fund­ust alls sex til­vik á tíma­bil­inu sem spurt er um þar sem annar ráð­herra leit­aði til ráðu­neyt­is­ins vegna siða­reglna. Til­vikin skipt­ast í þrjá meg­in­flokka; í fyrsta lagi ráð­gjöf vegna fyr­ir­hug­aðrar boðs­ferð­ar, sbr. e-lið 3. gr. núgild­andi siða­reglna ráð­herra, nr. 1250/2017 (tvö til­vik), í öðru lagi óskir um sam­þykki fyrir því að ráð­herra sinni öðrum verk­efn­um, sbr. b-lið 3. gr. núgild­andi siða­reglna ráð­herra (þrjú til­vik), og í þriðja lagi önnur ráð­gjöf (eitt til­vik).“

Í svari ráðu­neyt­is­ins var gert grein fyrir því hvað fólst nákvæm­lega í þessum til­vikum og hvaða ráð­herrar það voru sem leit­uðu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vegna siða­reglna. Með fylgdu einnig þau tölvu­póst­sam­skipti sem áttu sér stað vegna þessa.

Ragn­heiður Elín mátti hins vegar láta WOW Air bjóða sér með í jóm­frú­ar­ferð flug­fé­lags­ins til Was­hington þar sem um væri að ræða „ný­breytni í starf­semi íslenskra fyr­ir­tækja“.  

Sigríður Á. Andersen mátti halda áfram að skrifa greinar í Morgunblaðið gegn greiðslu eftir að hún tók við ráðherraembætti. MYND: Bára Huld BeckÞor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mátti sitja í stjórn Leik­fé­lags Reykja­víkur og þiggja fyrir ríf­lega 100 þús­und krónur í mán­að­ar­legar greiðslur sam­hliða ráð­herra­starf­inu. Greiðsl­urnar þóttu innan hóf­legra marka í skiln­ingi siða­reglna ráð­herra. Ekki var heldur gerð athuga­semd við setu hennar í stjórn Þroska­hjálpar og Golf­sam­bands Íslands, en þau störf voru ólaun­uð.

Sig­ríður Á. And­er­sen vildi fá að halda áfram að skrifa greinar hálfs­mán­að­ar­lega í Morg­un­blaðið og fá sjö þús­und krónur fyrir hverja þeirra eftir að hún tók við ráð­herra­emb­ætti. For­sæt­is­ráðu­neytið komst að þeirri nið­ur­stöðu að slík skrif sam­rýmd­ust siða­reglum ráð­herra „einkum með hlið­sjón af því að afrakstur starf­anna birt­ist opin­ber­lega og að þeirra væri getið í hags­muna­skrá ráð­herra á vef Alþing­is.“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra var hins vegar ráð­lagt frá því að þekkj­ast boð Amer­ísk- íslenska við­skipta­ráðs­ins um að greiða ferða­kostnað fyrir maka hennar og barn í til Was­hington á vor­mán­uðum 2017. Við þá ákvörðun var m.a. „horft til þess að Amer­ísk-­ís­lenska við­skipta­ráðið hefur það hlut­verk að standa vörð um við­skipta­tengda hags­muni félaga sinna gagn­vart banda­rískum og íslenskum yfir­völd­um.“

Svar for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og fylgi­skjöl þess er hægt að lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent