Óttarr mátti spila með HAM gegn greiðslu en Ragnheiður Elín mátti ekki fá lánað skart

Sex ráðherra hafa óskað eftir ráðleggingum um hvort að tilvik sem þeir stóðu frammi fyrir væru í samræmi við siðareglur ráðherra.

Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Auglýsing

Ótt­arr Proppé mátti spila á tón­leikum með hljóm­sveit sinni HAM á meðan að hann var ráð­herra og þiggja greiðslur fyrir en var gert að upp­lýsa for­sæt­is­ráðu­neytið um þær fjár­hæðir sem hann myndi fá fyr­ir. 

Ragn­heiður Elín Árna­dóttir mátti ekki fá lán­aða skart­gripi frá gull­smiði til að bera opin­ber­lega þegar hún var iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra þótt þeir væru ekki gjöf þar sem slíkt sam­rýmd­ist „tæp­lega siða­reglum ráð­herra“. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um hvort þetta fyr­ir­komu­lag væri í sam­ræmi við siða­reglur ráð­herra sagði m.a. að í siða­regl­unum segði „að ráð­herra not­færi sér ekki stöðu sína til per­sónu­legs ávinn­ings fyrir sig.[...]Vissu­lega er hér ekki um að ræða gjöf í eig­in­legum skiln­ingi. Hins vegar er verið að bjóða ráð­herra þjón­ustu sem að öllum lík­indum myndi venju­lega kosta tals­verða fjár­muni, þ.e. að fá skart­gripi leigða. Henni yrði sem sagt ekki boðin þessi þjón­usta nema vegna þess að hún er ráð­herra og þekktur stjórn­mála­mað­ur. Skiptir þá ekki öllu máli hvor eigi frum­kvæðið að þessu fyr­ir­komu­lagi. Vissu­lega er lík­legt að það sem vaki fyrir ráð­herr­anum sé fyrst og fremst að vera opin fyr­ir því að kynna íslenska hönnun en ekki að njóta sjálf góðs af. En þá vakna almennar spurn­ingar um hvort það sé við hæfi að ráð­herra taki þátt í að kynna sér­stak­lega vörur eins fyr­ir­tæk­is, enda má búast við að við­kom­andi gull­smiður muni aug­lýsa það að ráð­herr­ann sé meðal við­skipta­vina. ímynda má sér að fleiri fyr­ir­tæki kæmu þá í kjöl­farið og vildu fá sam­bæri­legan samn­ing varð­andi sínar vör­ur. Fljótt myndi þá fara af stað umræða um að ráð­herrar væru "kost­að­ir" af þessum og hinum fyr­ir­tækj­u­m[...]Að öllu sam­an­lögðu verður að telja hæpið út frá siða­reglum ráð­herra að gera samn­ing af þessu tagi við við­kom­andi gull­smið.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þau sex til­vik sem ráð­herrar leit­uðu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um ráð­legg­ingar um hvort að til­vik sem upp komu væri sam­rým­an­leg siða­reglum ráð­herra. Fyr­ir­spurnin var lögð fram eftir að for­sæt­is­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­sonar, þing­manns Pírata um túlkun siða­reglna 16. mars síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Þar kom m.a. fram að „í mála­skrá for­sæt­is­ráðu­neytis fund­ust alls sex til­vik á tíma­bil­inu sem spurt er um þar sem annar ráð­herra leit­aði til ráðu­neyt­is­ins vegna siða­reglna. Til­vikin skipt­ast í þrjá meg­in­flokka; í fyrsta lagi ráð­gjöf vegna fyr­ir­hug­aðrar boðs­ferð­ar, sbr. e-lið 3. gr. núgild­andi siða­reglna ráð­herra, nr. 1250/2017 (tvö til­vik), í öðru lagi óskir um sam­þykki fyrir því að ráð­herra sinni öðrum verk­efn­um, sbr. b-lið 3. gr. núgild­andi siða­reglna ráð­herra (þrjú til­vik), og í þriðja lagi önnur ráð­gjöf (eitt til­vik).“

Í svari ráðu­neyt­is­ins var gert grein fyrir því hvað fólst nákvæm­lega í þessum til­vikum og hvaða ráð­herrar það voru sem leit­uðu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vegna siða­reglna. Með fylgdu einnig þau tölvu­póst­sam­skipti sem áttu sér stað vegna þessa.

Ragn­heiður Elín mátti hins vegar láta WOW Air bjóða sér með í jóm­frú­ar­ferð flug­fé­lags­ins til Was­hington þar sem um væri að ræða „ný­breytni í starf­semi íslenskra fyr­ir­tækja“.  

Sigríður Á. Andersen mátti halda áfram að skrifa greinar í Morgunblaðið gegn greiðslu eftir að hún tók við ráðherraembætti. MYND: Bára Huld BeckÞor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mátti sitja í stjórn Leik­fé­lags Reykja­víkur og þiggja fyrir ríf­lega 100 þús­und krónur í mán­að­ar­legar greiðslur sam­hliða ráð­herra­starf­inu. Greiðsl­urnar þóttu innan hóf­legra marka í skiln­ingi siða­reglna ráð­herra. Ekki var heldur gerð athuga­semd við setu hennar í stjórn Þroska­hjálpar og Golf­sam­bands Íslands, en þau störf voru ólaun­uð.

Sig­ríður Á. And­er­sen vildi fá að halda áfram að skrifa greinar hálfs­mán­að­ar­lega í Morg­un­blaðið og fá sjö þús­und krónur fyrir hverja þeirra eftir að hún tók við ráð­herra­emb­ætti. For­sæt­is­ráðu­neytið komst að þeirri nið­ur­stöðu að slík skrif sam­rýmd­ust siða­reglum ráð­herra „einkum með hlið­sjón af því að afrakstur starf­anna birt­ist opin­ber­lega og að þeirra væri getið í hags­muna­skrá ráð­herra á vef Alþing­is.“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra var hins vegar ráð­lagt frá því að þekkj­ast boð Amer­ísk- íslenska við­skipta­ráðs­ins um að greiða ferða­kostnað fyrir maka hennar og barn í til Was­hington á vor­mán­uðum 2017. Við þá ákvörðun var m.a. „horft til þess að Amer­ísk-­ís­lenska við­skipta­ráðið hefur það hlut­verk að standa vörð um við­skipta­tengda hags­muni félaga sinna gagn­vart banda­rískum og íslenskum yfir­völd­um.“

Svar for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og fylgi­skjöl þess er hægt að lesa í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent