Óttarr mátti spila með HAM gegn greiðslu en Ragnheiður Elín mátti ekki fá lánað skart

Sex ráðherra hafa óskað eftir ráðleggingum um hvort að tilvik sem þeir stóðu frammi fyrir væru í samræmi við siðareglur ráðherra.

Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Auglýsing

Óttarr Proppé mátti spila á tónleikum með hljómsveit sinni HAM á meðan að hann var ráðherra og þiggja greiðslur fyrir en var gert að upplýsa forsætisráðuneytið um þær fjárhæðir sem hann myndi fá fyrir. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir mátti ekki fá lánaða skartgripi frá gullsmiði til að bera opinberlega þegar hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra þótt þeir væru ekki gjöf þar sem slíkt samrýmdist „tæplega siðareglum ráðherra“. Í svari forsætisráðuneytisins um hvort þetta fyrirkomulag væri í samræmi við siðareglur ráðherra sagði m.a. að í siðareglunum segði „að ráðherra notfæri sér ekki stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig.[...]Vissulega er hér ekki um að ræða gjöf í eiginlegum skilningi. Hins vegar er verið að bjóða ráðherra þjónustu sem að öllum líkindum myndi venjulega kosta talsverða fjármuni, þ.e. að fá skartgripi leigða. Henni yrði sem sagt ekki boðin þessi þjónusta nema vegna þess að hún er ráðherra og þekktur stjórnmálamaður. Skiptir þá ekki öllu máli hvor eigi frumkvæðið að þessu fyrirkomulagi. Vissulega er líklegt að það sem vaki fyrir ráðherranum sé fyrst og fremst að vera opin fyrir því að kynna íslenska hönnun en ekki að njóta sjálf góðs af. En þá vakna almennar spurningar um hvort það sé við hæfi að ráðherra taki þátt í að kynna sérstaklega vörur eins fyrirtækis, enda má búast við að viðkomandi gullsmiður muni auglýsa það að ráðherrann sé meðal viðskiptavina. ímynda má sér að fleiri fyrirtæki kæmu þá í kjölfarið og vildu fá sambærilegan samning varðandi sínar vörur. Fljótt myndi þá fara af stað umræða um að ráðherrar væru "kostaðir" af þessum og hinum fyrirtækjum[...]Að öllu samanlögðu verður að telja hæpið út frá siðareglum ráðherra að gera samning af þessu tagi við viðkomandi gullsmið.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um þau sex tilvik sem ráðherrar leituðu til forsætisráðuneytisins um ráðleggingar um hvort að tilvik sem upp komu væri samrýmanleg siðareglum ráðherra. Fyrirspurnin var lögð fram eftir að forsætisráðherra svaraði fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata um túlkun siðareglna 16. mars síðastliðinn.

Auglýsing

Þar kom m.a. fram að „í málaskrá forsætisráðuneytis fundust alls sex tilvik á tímabilinu sem spurt er um þar sem annar ráðherra leitaði til ráðuneytisins vegna siðareglna. Tilvikin skiptast í þrjá meginflokka; í fyrsta lagi ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar boðsferðar, sbr. e-lið 3. gr. núgildandi siðareglna ráðherra, nr. 1250/2017 (tvö tilvik), í öðru lagi óskir um samþykki fyrir því að ráðherra sinni öðrum verkefnum, sbr. b-lið 3. gr. núgildandi siðareglna ráðherra (þrjú tilvik), og í þriðja lagi önnur ráðgjöf (eitt tilvik).“

Í svari ráðuneytisins var gert grein fyrir því hvað fólst nákvæmlega í þessum tilvikum og hvaða ráðherrar það voru sem leituðu til forsætisráðuneytisins vegna siðareglna. Með fylgdu einnig þau tölvupóstsamskipti sem áttu sér stað vegna þessa.

Ragnheiður Elín mátti hins vegar láta WOW Air bjóða sér með í jómfrúarferð flugfélagsins til Washington þar sem um væri að ræða „nýbreytni í starfsemi íslenskra fyrirtækja“.  

Sigríður Á. Andersen mátti halda áfram að skrifa greinar í Morgunblaðið gegn greiðslu eftir að hún tók við ráðherraembætti. MYND: Bára Huld BeckÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mátti sitja í stjórn Leikfélags Reykjavíkur og þiggja fyrir ríflega 100 þúsund krónur í mánaðarlegar greiðslur samhliða ráðherrastarfinu. Greiðslurnar þóttu innan hóflegra marka í skilningi siðareglna ráðherra. Ekki var heldur gerð athugasemd við setu hennar í stjórn Þroskahjálpar og Golfsambands Íslands, en þau störf voru ólaunuð.

Sigríður Á. Andersen vildi fá að halda áfram að skrifa greinar hálfsmánaðarlega í Morgunblaðið og fá sjö þúsund krónur fyrir hverja þeirra eftir að hún tók við ráðherraembætti. Forsætisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að slík skrif samrýmdust siðareglum ráðherra „einkum með hliðsjón af því að afrakstur starfanna birtist opinberlega og að þeirra væri getið í hagsmunaskrá ráðherra á vef Alþingis.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var hins vegar ráðlagt frá því að þekkjast boð Amerísk- íslenska viðskiptaráðsins um að greiða ferðakostnað fyrir maka hennar og barn í til Washington á vormánuðum 2017. Við þá ákvörðun var m.a. „horft til þess að Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur það hlutverk að standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart bandarískum og íslenskum yfirvöldum.“

Svar forsætisráðuneytisins og fylgiskjöl þess er hægt að lesa í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent