Fríblaðið Mannlíf kom inn um bréfalúgur íbúa höfuðborgarsvæðisins í morgun. Blaðinu er dreift frítt í 80 þúsund eintökum. Um er að ræða samstarfsverkefni útgáfufélagsins Birtíngs og Kjarnans miðla. Fyrsta eintakið kom út í október síðastliðnum og hefur að jafnaði komið út mánaðalega síðan. Héðan í frá verður þó útgáfan vikuleg.
Ritstjórn Kjarnans sér um vinnslu frétta, fréttaskýringa, úttekta, skoðanagreina og fréttatengdra viðtala að vanda á meðan að ritstjórnir Gestgjafans, Hús og híbýla og Vikunnar vinna áhugavert og skemmtilegt efni inn í aftari hluta blaðsins.
Í Mannlífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum áttum og eru efnistök því afar fjölbreytt. Í blaðinu er að finna lífstílstengt efni um heimili, hönnun, ferðalög, mat og drykk í bland við vandaðar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk.
Á meðal efnistaka í blaði dagsins er viðtal við óvirkan fíkil, Sigurð Rósant Júlíusson hjólabrettakappa, sem á að baki langa neyslusögu.
Einnig má finna í blaðinu fréttaskýringu sem fjallar um að einungis hafi á annað hundrað manns nýtt sér „Fyrstu fasteign“ og leiðara eftir Þórð Snæ Júlússon. Þá skrifar Eiríkur Ragnarsson um hvers vegna Íslendingar drekki landa.