Facebook sendir notendum skilaboð um gagnanotkun

Öll spjót beinast nú að Facebook.

h_53588326.jpg Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Alls munu 87 millj­ónir not­enda Face­book fá skila­boð frá fyr­ir­tæk­inu í dag, þar sem þeir verða upp­lýstir um að upp­lýs­ingum um þá hafi verið deilt með Cambridge Ana­lyt­ica, með hætti sem ekki sam­rýmd­ist skil­málum Face­book. 

Þá mun Face­book senda öllum not­end­um, sem nú eru rúm­lega tveir millj­arðar um allan heim, skila­boð þar sem not­endur verða upp­lýstir um hvernig upp­lýs­ingar um þá eru not­aðar og hvaða for­rit hafa aðgang að þeim, auk þess sem fjallað verður um skila­mála Face­book.

Óhætt er að segja að Face­book standi í ströngu þessi miss­er­in, en Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Face­book kemur fyrir þing­nefnd í Banda­ríkj­unum 11. apr­íl, og mun þá svara spurn­ingum sem snúa að per­sónu­vernd og hvernig fyr­ir­tækið hefur farið með gögn not­enda.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið hefur mátt þola mikla gagn­rýni, ekki síst eftir að það komst fram í dags­ljósið að Cambridge Ana­lyt­ica hafði kom­ist með óeðli­legum hætti yfir upp­lýs­ingar um not­end­ur, en fyr­ir­tækið starfið meðal ann­ars náið með for­seta­fram­boði Don­alds Trumps árið 2016 og Brex­it-hreyf­ing­unni í Bret­landi sama ár.

Verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu hefur fallið um nærri 100 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem jafn­gildir um 10 þúsun millj­örðum króna, frá því að aðferðir Cambridge Ana­lyt­ica voru opin­ber­að­ar.

Meira úr sama flokkiErlent